Jákvæð viðbrögð við umsókn um styrk

Almennt um starfsemi skotfélagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Jákvæð viðbrögð við umsókn um styrk

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Oct 2012 23:14

Skotfélagið óskaði eftir styrk hjá sveitarfélögunum þremur í Rangárvallarsýslu, Rangárþingi-Eystra, Rangárþingi-Ytra og Ásahreppi fyrir lagningu rafmagns að svæðinu en kostnaður við það er um 850.000 kr.

Búið er að taka erindið fyrir hjá Rangárþingi ytra og fengum við góð viðbrögð hjá þeim:
37. Skotfélagið Skyttur; Styrkbeiðni, dags. 1. okt. 2012.

Skotfélagið “Skyttur” óskar eftir styrk frá Rangárþingi ytra, Rangárþingi
eystra og Ásahreppi til að standa straum af kostnaði við lagningu rafmagns
að skotæfingasvæði þeirra á Geitasandi, samtals um kr. 850.000.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, en vísar því til
umfjöllunar í Héraðsnefnd Rangæinga, þar sem verkefnið hefur verið styrkt á
sýsluvísu á undanförnum árum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara