Skotsvæðið samþykkt -fréttir

Almennt um starfsemi skotfélagsins
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Skotsvæðið samþykkt -fréttir

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Oct 2010 21:52

Lögreglustjóri hefur samþykkt skotsvæðið og er það núna viðurkennt skotsvæði.

Viðurkenning á skotæfingarsvæði.

Það er þó ekki allt komið því ennþá er verið að vinna í deiliskipulagi og starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins en það er háð deiliskipulaginu. Þetta er þó allt á góðri leið.

Búið er að ganga frá tryggingum fyrir svæðið. Skotsvæðið hefur verið samþykkt á aðalskipulagi. Samningur liggur fyrir hjá Landgræðslu ríkisins og leyfi vegagerðar fyrir vegagerð liggur fyrir. Önnur mál eru í vinnslu og erum við í sambandi við Heilbrigðiseftirlitið, byggingarfulltrúa og aðra umsagnaraðila og gengur all mjög vel. Stefnan er að fara ekki af stað með neitt fyrr en öll leyfi liggja fyrir.

EIns og flestir vita erum við með fullkomna Duematic leirdúfukastar, tvö stykki ásamt öllum rafbúnaði og peningaboxi. Búið er að útvega mest af efni í skúra utan um kastvélarnar.

Fyrsta verkefni sem við ráðumst í er að gera góðan veg að skotsvæðinu og eru leyfamál að verða komin á hreint á allra næstu dögum svo að við ættum að geta byrjað á því mjög fjótlega. Það gefur að skilja að tímafrekast er að gera deiliskipulagið fyrir svæðið og þar til það er komið verður ekki hægt að byggja mannvirki.

Við viljum biðja alla félagsmenn og áhugamenn um starfssemina að hafa augun opin fyrir öllu því sem við getum notað fyrir félagið. Vinnuskúrar eða einvherskonar hús á mjög hagstæðu verði, byggingarefni, tunnugrill (fyrir félagsstarfið ) og allt það sem ykkur dettur í hug að gæti nýst okkur.

Þeir sem eru félagsmenn hafa aðgang að sérstöku svæði hérna á spjallinu og þar er hægt að komast í öll skjöl og gögn sem við höfum verið að afla okkur, semsagt öll leyfi og annað ásamt umræðum og málum sem eru ætluð félagsmönnum.

Spjallsvæðið er svo ætlað öllum, bæði félagsmönnum og öðrum sem hafa áhuga á þessum málefnum. Endilega skráið ykkur og takið þátt í umræðum eða sendið inn fyrirspurnir. Því meira af efni sem er á þessu spjallborði, því verður það verðmætara. Allt sem kemur inn á spjallið verður aðgengilegt í gegnum Google leitarvélarnar sem dæmi og nýtist þvi öðrum sem leita að svörum.

Kv.
Magnús Ragnarsson
Ritari
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Skotsvæðið samþykkt -fréttir

Ólesinn póstur af T.K. » 05 Oct 2010 22:02

Til lukku....gæfuspor
Eg skal hafa augun opin fyrir dóti sem ma nota vid uppbyggingu svædisins. Verdur riffilbraut og hversu löng verdur hún?

Kvedja
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skotsvæðið samþykkt -fréttir

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Oct 2010 22:11

Takk fyrir það

Já það verður riffilbraut sem við viljum leggja mikinn metnað í og hún verður 500 metra löng. Erum ekki með lengra svæði :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Skotsvæðið samþykkt -fréttir

Ólesinn póstur af T.K. » 05 Apr 2011 13:54

Til lukku strákar
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skotsvæðið samþykkt -fréttir

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Apr 2011 15:46

Takk fyrir það. Erum einnig komnir í skipulagsferil með þetta og þetta fer að líta dagsins ljós.

Kv.
Maggi
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara