Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Almennt um starfsemi skotfélagsins
Svara
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Jul 2010 22:18

Áður en að félagsmenn og aðrir fara að kaupa leirdúfuskotin fyrir haustið er rétt að minna á það að það verður einungis heimilt að stjóta stálhöglum en blýhögl verða bönnuð á skeetvellinum. Er þetta gert vegna þess að það er eitt skilyrða fyrir leigu landsins auk þess sem þetta er þróun sem er að verða úti um allt. Við verðum þó að öllum líkindum fyrsta skotfélagið á Íslandi sem innleiðum þetta í reglum félagsins.

Ef maður hugsar út í hvað við skjótum miklu blýi út í umhverfið þá er það gríðarlegt en aðeins einn hringur á skeetvelli sendir 600 gr af blýi út í umhverfið ef notuð eru 24gr skot. Þannig eru 10 hringir sem algengt er að menn skjóti fyrir veiðitímabilið 6 kg af blýi sem fer í umhverfið.

Hinsvegar verða blýskot auðvitað leyfð á riffilbrautunum en sérstaka safnþrær verða fyrir kúlurnar sem þjóna sem kúlustopparar. Einnig verður hægt að prófa veiðhögl úr blýi á þar til gerðri braut með kúlufangara.

Ég tel að þetta ætti ekki að vera vandamál heldur félaginu til framdráttar þar sem við höldum umhverfinu hreinu og verðum fyrsta skotfélagið sem verður algjörlega til fyrirmyndar hvað þetta varðar.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Ágú 2010 14:18

Ég hef reynt að finna þá aðila sem selja leirdúfuskot með stálhöglum og þeir sem ég hef fundið á netinu eru Hlað sem einungis býður upp á stálhögl og svo Vesturröst sem býður upp á 28 gramma leirdúfuskotum með stálhöglum.

Vesturröst býður upp á:
Hull Pro steel 28gr
28gr.
no 7
Hraði 1400 fet.

Einnig Hull pro steel 24gr

Mynd

Hlað er með:

Gamebore Super Steel 24 gramma no. 7 1/2 og Super Steel 28 gramma no. 7 1/2
Mynd

Ef þið vitið um fleirri aðila sem bjóða upp á blýfrí leirdúfuskot endilega póstið því hérna inn.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Ágú 2010 13:18

Bara til að fyrirbyggja allan misskilning þá er það ekki almennt á Íslandi að blýhögl séu óheimil heldur er þetta regla sem eingöngu gildir á leirdúfuvellinum (væntanlegum) okkar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

257wby

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af 257wby » 08 Sep 2011 12:22

Sælir.

Auk þeirra sem fyritækja sem áður hafa verið nefnd þá bjóða bæði Rafeindavirkinn og Ellingsen uppá
leirdúfuskot með stálhöglum.Rafeindavirkinn er með umboð fyrir bæði Pegoraro og RC,Ellingsen með
Winchester.

Kv.GJ

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Sep 2011 16:21

Takk fyrir þetta innlegg. Gott að bæta þessu við og sjá að það er gott úrval til hér á landi.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Kristján Þór Finnsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1
Skráður: 02 Sep 2011 20:57

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af Kristján Þór Finnsson » 14 Sep 2011 22:19

eruð þið með einhvern verð eða gæðasamanburð.

manni finnst þetta helvíti dýrt orðið. 1000 kall fyrir pakkann. ekkert mál að taka 4 hringi á skeet vellinum og þá fer veskð að gelta frekar hratt.

væri einhver grundvöllur fyrir group buy eins og maður sér á spjallinu erlendis

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Jun 2013 09:36

Já það er spurning að hafa samband og gera verðsamanburð á þessu. Ég veit að Hlað er með pakkan á 890 kr. og ef maður kaupi 250 skot er 10% afsláttur sem gerir pakkan á rúman 800 kall. Held líka að þetta séu ódýrustu leirdúfuskotin á landinu. Vesturröst er líka með 24. gramma stálskot frá Hull á 890 kr. pakkinn og örugglega fæst afsláttur ef keypt er í einhverju magni. Hef ekki séð verð hjá hinum verslununum fyrir utan að hjá Veiðihorninu var hægt að kaupa 24 gr. Seller & Belliot stálskot fyrir rúman 1200 kr. pakkann sem er um 50% dýrara en hjá Hlað og Vesturröst. Ellingssen og Rafeindavirkin eiga svo að hafa stálskot þótt ekki séu upplýsingar á heimasíðum þeirra um það.

En varðandi hópkaup þá er það allveg spurning. Hvað ætli þurfi að taka mikið magn til að fá þetta hagstæðara. Spurning fyrir skotfélögin að taka skot. Þekki ekki nógu vel til þeirra pappíra sem þarf að fylla en held að Hlað sem dæmi sé að taka það mikið magn að þeir séu með topp afslátt af skotum. En spurning að fá einhvern sem þekkir þetta til að skoða málin
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 105
Skráður: 10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn: Björn Jensson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af Björn R. » 27 Jun 2013 11:06

Islandia skotin sem Geiri er með (heitir ekkk fyrirtækið hans Sportvörugerðin)? Hann er með 24gr skeet sem er í raun sama framleiðsla og Elay. Ég keypti þannig skot hjá honum í fyrra og af 1000 skotum klikkaði eitt skot. Skotið eða byssan, veit ekki. Þessi skot eru allavega frekar ódýr miðað við margt annað. Mig minnir að ég hafi í fyrra greitt eitthvað í kringum 30kr á skotið miðað við að kaupa kassa. Þá var pakkinn að leggja sig á um 750kr.
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Jun 2013 11:50

Takk fyrir þetta. Gott af vita af þessu líka. Það er greinilega gott úrval af stálskotum sem er gott mál.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 256
Skráður: 01 Apr 2012 12:35

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af skepnan » 27 Jun 2013 15:56

Sælir, vefsvæðið fyrir verslunina hans Ásgeirs er sportveidi.is
Þar er pakkinn á 880kr og "veglegur magnafsláttur í boði" eins og þar stendur :D

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 109
Skráður: 13 Dec 2012 20:55

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 28 Jun 2013 01:05

Þetta er flottur og gagnlegur þráður og rétt að benda á að það gilda sömu lög um haglaskot á svæði SKAUST hér fyrir austan.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Einungis stálhögl leyfð á skeetvelli

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 28 Jun 2013 09:10

Sælir/ar.

Er ekki orðið frekar erfitt að finna leirdúfu og trapp skot í verslunum sem ekki eru með stálhöglum?
Allt sem við höfum verslað fyrir félagið okkar á Króknum undanfarin ár, hefur verið með stálhöglum :)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Svara