Síða 1 af 1

Árið hjá Skyttunum

Posted: 01 Jan 2013 18:26
af maggragg
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
Síðasta ár var stórt ár fyrir skotfélagið og margir stórir áfangar sem náðust. Sem dæmi má nefna að félagið gekk formlega í HSK og Skotíþróttasamband Íslands. Félagið festi kaup á félagshúsi sem kom á svæðið. Byggð voru hús á leirdúfuvellinum og hann langt kominn. Riffilbraut opnuð sem var nokkuð notuð í sumar. Sáð var í svæðið. Haldin voru verkleg skotpróf fyrir hreindýraskyttur og grunnskóli kom í óvissuferð á svæðið. Einnig hlaut félagið veglega styrki frá Sveitarfélögunum á svæðinu fyrir rafmagni á svæðið.

Á þessu ári stefnum við á ennþá stærri hluti. Þ.e. að koma rafmagninu á, klára skeet völlinn, koma upp 500 metra braut, 100 metra silhouettu braut, 50 og 25 metra ISSF braut. Stefnt er að halda mót í 300 metra riffli og svo halda innanfélagsmót eftir því hversu vel gengur að klára þessa velli. Ef allt gengur eftir verður byrjað á því að slá upp og gera grunn að riffilhúsi. Við vonum að við fáum á þessu ári góðan mannskap til að hjálpa eins og á því síðasta og viljum við að lokum þakka öllum þeim sem komu að því að aðstoða okkur á einn eða annan hátt við að byggja upp þetta svæði og koma þessu verkefni svona langt.

Re: Árið hjá Skyttunum

Posted: 01 Jan 2013 18:44
af Jón Pálmason
Sæll Magnús.

Til lukku með þetta hjá ykkur.
Vel af stað farið hjá ungu félagi.

Re: Árið hjá Skyttunum

Posted: 01 Jan 2013 23:10
af 257wby
Tek undir með Jóni, sannarlega góður gangur í hlutunum hjá ykkur á síðasta ári og vonandi að framhald verði á!
Hlakka mikið til að heimsæka ykkur og skjóta á skeetvellinum þegar hann verður tilbúinn :)

Mbk.
Guðmann