6,5mm veiðikúlur?

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af Bowtech » 02 Feb 2013 17:11

Sæll Óli.

Vildi bara benda á að Lapua Mega fæst/fékkst í Hlað, að minnsta kosti í .308 veit ekki með 6,5x55
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 2
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af oliar » 02 Feb 2013 19:52

Sæl Indriði. Ég vissi af því að hún hefur fengist í 300 cal og einnig i 9.3mm, en hef aldrei séð hana í 6.5 en það er sú léttasta af Mega-kúlunum. Þó verður það að koma fram líka að ég hef ekki beðið þá öðlinga í Hlað að panta hana fyrir mig aðallega vegna þess að ég á líka Norma Oryx í 156 grainum.
kv. Óli
Kveðja. Óli Þór Árnason

KOH

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af KOH » 03 Feb 2013 22:59

oliar skrifaði: Hins vegar er líka Lapua FMJ 100 grain ótrúlega algeng við rjúpnaveiðar í Noregi, en vegna þess hversu lítil rjúpan er og kúlan til þess að gera stór þá þurfa menn að "hægja" á henni allt niður undir lágmarkhleðslu til að draga úr skemmdum, en það hef ég líka þurft að gera með gæsina. Með kúluna á hámarkshlesðlu sem að mér finnst íslendingum vera frekar eðlislægt var hún að skemma að mér fannst of mikið við innsárið og eitt sinn er ég skaut tvær í skoti þá var sú seinni með bara 6.5 mm inn- og útgat á ameðan sú fyrri var talsvert verr farinn. Eftir að ég hægði á henni dró verulega úr skemmdunum.
Mín "fimm sent" er að hraðinn getur haft jafnmikið að segja og lögun og gerð kúlurnar. Ég veit líka um stórann traf sem skotinn var beint á lungnasvæði án viðkomu í öðrum beinum en rifbeinum og var notuð Nosler 120 BT til verksins og var dýrið varla nothæft í hakk hvað þá steikur.....
Þannig að ef menn eru ekki algerlega vissir um hvar menn setja skotið og hvernig kúlan virkar í bráðinni þá ætti menn að velja kúlu sem gefinn er upp sem veiðikúla af framleiðanda, þótt margir séu mér ósammála þá verður bara að hafa það :-)

Eins og mér var kennt er hægt að líkja þessu við umferðina, hraðinn skemmir og drepur. ;)
Þess vegna er ég með kalda hleðslu í bráð sem ég ætla að nýta.
Hefur reynst mér vel, en t.d. má ekki líkja kanski 6,5x47 (eða 55) með kaldri (hægri) og 6,5x284 með heitri hleðslu saman og dæma kúluna út frá því. þarna er sama kúla en kanski ekki sama útkoma.
Ég er ekki að segja öðrum hvað á að nota, en þetta hefur reynst vel hjá mér.
1. Hreindýr 130 gr Accubond (kalt)
2. Gæs 120 gr FMJ (kalt)

PS. Hvort talið þið um kalda eða hæga hleðslu ?

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:26 Ágú 2012 16:53

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 03 Feb 2013 23:16

Ég tala nú bara um milda hleðslu, hleð yfirleitt mildar hleðslur en stundum volgar.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

KOH

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af KOH » 03 Feb 2013 23:19

Að vera með milda hleðslu er betur orðað en að vera með kalda eða hæga. ;)
Takk fyrir

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af E.Har » 03 Feb 2013 23:34

Einu kúlurnar sem mér hafa reglulega mislíkað við eru bondaðar.
Finnst altaf eins og sveppunin byrji flott svo rifni eyrun af og fari bar einhvað.
Léttar hraðfleigar kúlur skemma, bara spurning um hvar þær eru settar :-)
Veiðikúla sem sveppar en penslar í gegn er frábær en hú verður að hanga saman hvort sem ég skíta a 50 eða 300 metrum :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Feb 2013 07:55

,,Blikkið"
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

KOH

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af KOH » 04 Feb 2013 08:41

Veiðimeistarinn skrifaði:,,Blikkið"

;) varstu ekki að meina svona

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Feb 2013 09:42

Ég meinti þetta :twisted:

Vefstjóri Magnús Ragnarsson skrifaði:
,,•Ef notendur telja nafnlaus skrif vera óeðlileg eða uppfylla ofangreinda skilgreiningu skulu þeir tilkynna póstinn/notanda með þar til gerðum hnappi".

Á gamla Melavallamálinu merkir þetta ,,út af með hann" 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af Árni » 21 May 2013 14:26

Daginn,
Þar sem þessi þráður þróaðist svona skemmtilega á sínum tíma þá datt mér í hug að henda inn þeirri niðurstöðu sem ég fékk úr honum ef svo má að orði komast.

Ég ákvað ég að prófa Nosler 120 BT með N-140 því bæði 100/123graina scenar eru að koma vel út með því.

Grúppurnar byrjuðu ekkert spes en þéttu sig svo vel saman.
Þetta var nú ekkert hávísindalegt hjá mér enda lagði ég nú ekki upp með að finna einhverja keppnishleðslu.
Aðstæður voru ekkert sérstakar 7-8m/s frá kl 8 og hitabylgjur sem mér finnst ekki gaman að skjóta í.
Líklegast er velocity hjá mér í kringum 2800fps en ég þyrfti að komast í græju til að mæla svoleiðis.

Ég var með hleðslur með mér upp í 37.5 grain (reiknaði samt með að ég myndi ekki skjóta þeim) en hætti í 36.5 þar sem síðustu 2 grúppur voru flottar og nánast alveg lárétt spread á þeim líka sem var í takt við vindinn, sá ekki ástæðu til að halda áfram.
Viðhengi
21.5.jpg
21.5.jpg (28.01KiB)Skoðað 2505 sinnum
21.5.jpg
21.5.jpg (28.01KiB)Skoðað 2505 sinnum
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 May 2013 17:40

Sæll. Gaman að sjá þetta svona upp sett hjá þér.
Varðandi hleðsluna, þá eru allmargir, og ég þar með talinn, komnir yfir í RE-15 púðrið, sem hentar afar vel í 6,5x47 Lapua. Hleðsla við 120-123 grs kúlur, er á bilinu 38.5- 39,2 grs (max).
39,0- 39,2 grs að skila þéttum grúppum.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 May 2013 18:43

Þetta er gaman að sjá en það er að verða fátt um fína drætti á landinu.
120BT Nosler er búinn hjá Hlað og ekki væntanlegur vesen hjá USA að senda út.
Eins er 123 A MAX búin hjá Ellingsen ef ég held rétt
Svo þá er annaðhvort að fara í 100 graina nosler BT sem minn fer glettilega vel með þó ég sé með 8 twist eða hækka sig upp í 140 ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af Árni » 21 May 2013 19:25

Já ég ætlaði að prófa RL15 en það var ekki til, heldur ekki Varget né H4350.
Auk þess finnst mér verðmiðinn orðinn ansi drjúgur hjá veidimanninnum
454g dúnkar á 10 þúsund. meðan 1kg af VV hjá hlað er á 13 þúsund.
Og ég fæ ekki betur séð en að í flestum löndum öðrum en íslandi sé VV töluvert dýrara en aðrar gerðir svo :/
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 May 2013 19:40

Amerísku púðrin eiga að koma á næstu vikum. ( eru að vísu buin að vera það í nokkurn tíma) :D :D en ég held þú séu að fara að detta inn.
Verðin eru reyndar afar óhagstæð, miðað við VV púður, en við skulum nú sjá til, hvort það á ekki eftir að lækka eittthvað. Hver veit.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 4
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af TotiOla » 15 Jul 2014 14:43

Sælir

Ég ætla að fá að endurvekja þennan gamla (og góða) þráð og henda fram spurningu varðandi hreindýrakúlu.

Nú hafa mér fróðari menn tjáð mér að Lapua hafi gefið grænt ljós á veiði með Scenar kúlum. Auk þess sé ég á tölum frá 2005-7 að amk. 7 dýr hafa verið felld með þessari kúlu (1x 2005, 1x 2006 og 5x 2007).

Mig langar því að forvitnast um það hér hvort einhver hefur reynslu eða heyrt af því hvernig þær haga sér og fara í/með hreindýr?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af gylfisig » 15 Jul 2014 15:33

Líflegur þráður.
Varðandi þessa Scenar kúlu, og hvort hún er heppileg á hreindýr, skal ég ekki segja. Myndi bara einfaldlega velja kúlu sem er ætluð til veiða á stærri dýrum, heldur en að vera eitthvað á grensinu, hvort kúlan drepur dýrið, eður ei. Að visu skiptir máli, hvort þú ert með td 90 grs Scenar kúlu í 6 mm, eða 155 grs kúlu , eða þyngri í 300 Wm. Þung Scenar kúla í 300 wm drepur hreindýr örugglega, sé hun sett á réttan stað.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 4
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af TotiOla » 15 Jul 2014 15:41

Sæll Gylfi

Takk fyrir svarið. Þyngdin gleymdist víst hjá mér. Umrædd kúla er Scenar 136 gr. í 6,5mm og alveg svívirðilega nákvæm. Hraðann veit ég hins vegar ekki en mig minnir að það séu 46 gr. af N-160 á bakvið (6.5x55SE).

Aðrar kúlur hafa ekki verið að koma eins vel út, að undanskilinni 140 gr. Gameking sem þeir í Hlað eiga ekki í dag.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 31 Jul 2014 14:36

Sæll Tóti.

Ég notaði Lapua 100gr. Scenar í fyrra með góðum árangri. Dýrið (Kú) tók ekki nema tvö þrjú skref áður en hún féll. Hreint lungnaskot af um 70metrum og engar kjötskemmdir. Kúlan fór inn um síðu á milli rifja og skildi eftir sig fremur smekklegt útgat hinumegin örlítið aftar sem tók í sundur eitt rif.

Ég hef líka séð 100+kg tarf skotinn í hálsinn með sömu kúlu. Engar kjötskemmdir og smekkleg sár.

Ég væri alveg til í að nota þessa kúlu aftur þar sem hún reyndist mér afar vel. Er þó í miklum pælingum með kúluval núna og langar að prufa kúlur í 120gr.+

Hvar og hvenær ferðu á veiðar?
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 4
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Ólesinn póstur af TotiOla » 31 Jul 2014 15:33

Sæll Atli

Takk fyrir upplýsingarnar. Ég var að koma af veiðum (Sv.6). Þorði ekki að nota 136 gr. ScenarL sem ég var með í boxinu (sem betur fer líklega).

Ég endaði á að nota 130 gr. GameKing HP sem fór smekklega í gegnum hjarta en kom út í gegnum bóg þar sem dýrið snéri sér örlítið frá mér þegar leiðsögumaðurinn var á síðustu tölu niðurtalningar í samskot.

Annars kom á óvart hvað hún virðist hafa sveppast lítið og útgatið var mjög snyrtilegt.

Mynd
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara