Síða 1 af 2

6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 13:04
af Árni
Daginn!

Langaði að spyrja þá sem þekkja til.
Er með 6,5x47L
Hvaða 6.5mm veiðikúlur henta best í;
1. Hreindýr
2. Gæs/Önd

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 13:13
af TotiOla
140 gr. Sierra GameKing er alveg ruddalega nákvæm í Tikkunni minn :D og stóð sig mjög vel.
2-8.jpg
Svínvirkaði
2-8.jpg (68.33KiB)Skoðað 3790 sinnum
2-8.jpg
Svínvirkaði
2-8.jpg (68.33KiB)Skoðað 3790 sinnum

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 13:26
af konnari
1. Fyrir hreindýr: Nosler Accubond 130 gr. Nosler partition 125gr. Hornady Interbond 129 gr. hornady 129 gr. Interlock svo gömlu góðu Sierra Gameking 120 gr eða 140gr. allt góðar kúlur.

2. Fyrir gæsina myndi ég nota klassiska soft point kúlu á bilinu 100-120 gr.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 13:36
af Árni
Takk fyrir þetta, ég var einmitt með Nosler Accubond í huga,

En hvernig er með scenar kúlurnar, þekkiði það?

Nú hef ég heyrt tvennar sögur af því, bæði að hún sé fín í veiði og svo líka að hún sé bara góð í pappagötun

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 13:55
af Gisminn
Ég er reyndar með 6,5x55 og nota 120 graina nosler BT í allt og er mjög ánægður.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 14:20
af Veiðimeistarinn
Það verður að vanda sig virkilega með Accubond kúlurnar á hreindýr þær skemma mest af öllum kúlum ef þær hitta á bein.
Málið er að vera vel aftan við bóg rétt ofan við mitt dýr, hreint lungnaskot í gegn um rifjahylkið skemmir ekki.
Nú eða taka bara á hausinn og málið er steidautt og dýrið líka.
Accubond skemmir meira en Ballistic tip vegna þess að hún er kápulímd og hangir meira saman gegn um dýrið sérstaklega þyngri kúlurnar sem hafa meiri skriðkraft, Ballstic tipp springur strax í dust og fer sjaldnast gegn um dýrið, svo hliðin sem frá snýr er þá alheil.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 14:35
af gylfisig
Ég var líklega einn af þeim fyrstu sem byrjaði með þetta kaliber.
Ég hef prófað nokkrar kúlutegundir, í ýmsum þyngdum. Hlaupið hjá mér er Hart 1-9.
Í veiði: Langbesta alhliða kúlan, er í mínum huga, 120 grs Nosler BT.
123 grs Hornady A max er líka að gera mjög góða hluti, en ég tel hana ekki henta til veiða á stærri dýrum, svosem hreindýrum, og á útsel. Annars fín í varg, og líka góð á pappa.
123 grs Scenar er góð á pappa líka, en 120 grs Berger myndi ég samt velja sem kúlu nr 1 í markskotfimina
Sem sagt
NR 1. 120 grs Nosler bt Veiði
Nr 2. 123 grs Hornady A-max Veiði-pappi. Góður kostur þar sem hún er á frekar góðu verði
Accubond er dýr kúla, og ég hef ekki hugsað mér að prófa hana.

120 grs berger Pappi eingöngu.

Léttari kúlur voru ekki að gera sig hjá mér, og ég hygg að margir aðrir hafi komist að sömu niðurstöðu.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 14:46
af gylfisig
Og úr því að spurt var um kúlu á önd, þá var stokkandarræfillinn á myndinni fyrir neðan skotinn með 123 grs A max, á 189 m. færi, en tófan, sem ég þreytist aldrei á að skoða :D féll fyrir 120 grs Nosler bt úr Jalonen 6,5x284. færið liklega um 180 m.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 14:48
af gylfisig
,

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 30 Jan 2013 19:21
af E.Har
Fer sennilega ekki langt :-)

95 gr v- max
100-120 gr btipp
120 barnes með sam b.ceff og bt :-)

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 31 Jan 2013 06:32
af Siggi Kári
Hef verið að nota Scenar 123/Sierra Spitzer 120 í gæsinina og ekki mikið um skemmdir. Á pappa hefur Scenar/A-Max/norma verið koma vel út, en á eftir að prófa Berger 130 sem ég hef mikla trú á, en hefur stundum verið erfitt að fá skilst mér, eina sem hefur ekki komið vel út hjá mér er V-max 95 í 6.5x47, fín á 100m en þegar færin hafa verið lengri þá hefur grubban farið að opna sig.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 31 Jan 2013 09:46
af konnari
Árni skrifaði: En hvernig er með scenar kúlurnar, þekkiði það?
Nú hef ég heyrt tvennar sögur af því, bæði að hún sé fín í veiði og svo líka að hún sé bara góð í pappagötun
Scenar kúlur eru markkúlur fyrst og fremst og alls ekki gerðar fyrir veiði.......nema kannski í varg en það er til margt betra í varg en scenar kúlur.

Þessi texti er tekinn af heimasíðu Lapua:

Scenar

The first choice for serious target competition. Lapua Scenar hollow point boat tail bullets have given suberb results at long ranges and bench rest shooting.The Scenar bullets have the IBS World Record in 600 yard Heavy Gun 5-shot group (0.404”) and also hold the official world ISSF record of 600 out of 600 possible, an unbeatable score.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 31 Jan 2013 21:17
af Veiðimeistarinn
Jæja KOH, kemur einu sinni, einu sinni enn blaðskellandi hér inn nafnlaus, er þetta ekki orðið gott bara, væri þér ekki sama um að hlífa okkur við frekari nafnlausum fróðleik.
Það er öllum sama um reynslu nafnlausra manna af skotvopnum og skotfærum, auk þess sem það getur verið beinlínis hættulegt að tileinka sér fróðleik sem ekkert stendur á bakviðPUNGTUR :evil:

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 31 Jan 2013 22:38
af Spíri
Góður Meistari :lol:
En varðandi 6,5. Ég er með 6,5x55 í Tikka lás og er búinn að reyna mig við þónokkrar kúlur norma,sierra,hornady ofl, en þegar öllu er á botninn hvolft er það 120grs nosler bst sem ég myndi velja sem hina einu sönnu kúlu. Ég hef skotið allt frá kjóa(er meðal annars að verja friðlýst æðarvarp þannig að ég má skjóta kjóa) uppí hreindýr með 120grs bst en maður skal passa sig vel að hitta gæsina/öndina á réttan stað til að skemma ekki bringurnar. Nú í haust skaut ég hreindýr og það hvarflaði ekki að mér að nota annað en nosler bst, skaut það á bak við eyrað og það urðu engar kjötskemmdir. Einu sinni ætlaði ég að nota accubond á gæs og urðu svo miklar skemmdir á gæsinni að því miður þurfti ég að henda helmingnum af bringunni, þá ætlaði ég að nota heila norma kúlu á gæs, og það geri ég aldrei aftur, kúlan smaug í gegn um fuglinn og hún flaug í burtu særð og týndist. En ég á eftir að gera prófanir með 100grs nosler bst.
Þessi á myndinni var tekin reyndar með 6mm nosler 70grs bst kúlu og var færið 255 metrar, skotin ofan við lærið og fuglinn óskemmdur ;)

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 31 Jan 2013 22:47
af Gisminn
Sæll þórður mín reynsla af 100 noslernum er að hún er þrusugóð og nákvæm að 150 metrunum en opnar sig svakalega eftir það grúbbulega séð en skemmir ekkert minna eða meira en 120 kúlan.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 01 Feb 2013 07:59
af Veiðimeistarinn
KOH.
Ég hef ekkert á móti þessari kúlu, en ég hef mikið á móti þér, nafnlausum :evil:
Þú ert bara strax dottinn í þennan nafnleysissandkassaleik, þar sem það virðist skipta meira máli að verja nafnleysi þitt hérna en hvað þú hefur fam að færa fræðilega af reynslu þinni :twisted:
Ég mundi að vísu aldrei nota þessa kúlu, það helgast af reynslu minni sem allir þekkja eða geta kynnt sėr vegna þess að ég er hérna undir nafni :o
Blaðskellandi er góð og gild íslenska, þú getur bara flett því upp í orðabók Menningasjóðs ef þú skilur ekki íslensku :lol:
Þar sem þú ert búinn að bera þína vankunnáttu í íslensku, er ekki gott að átta sig á hvort vankunnáttan nær til fleiri sviða, spyr sá sem ekki veit 8-)

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 01 Feb 2013 09:54
af konnari
KOH ! Hvað er málið ? Þetta er ekki illa meint en ef þér er svona mein illa við að koma fram undir nafni á þessari spjallsíðu þá áttu ekkert erindi hér ! Ef þú villt vera nafnlaus sem að mínu mati er óskiljanlegt þá er til fullt af öðrum spjallsíðum fyrir þig. Hér koma allir fram undir nafni og þannig viljum við hafa það.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 01 Feb 2013 10:16
af Veiðimeistarinn
KOH, ég held að þú ættir að slá þessu upp í orðabók Menningarsjóðs, ,,blaðskellandi" segir líka dulítið til um innihald þess sem sagt er ,,með hraði".
Að tala við nafnlausa menn er eins og að tala við menn sem bera gæsafeluhettur til að dyljast.
Gæsin getur trauðla treyst þeim, ekki satt?........og það get ég ekki heldur, né varla neinn sómakær maður.
Ég mundi aldrei leita ráða hjá manni sem ekki gæti talað við mig nema með gæsafeluhettu á höfðinu og aðeins glórði í flóttaleg augun og ekki gott að sjá hvort viðkomandi dragi andann gegn um örsmáar nasaholurnr á hettunni, þaðan af síður þyggja nokkurt ráð frá honum.

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 01 Feb 2013 11:00
af Spíri
Sammála Ingvari og Sigurði, ástæða þess að þetta spjall er málefnalegt og laust við skítkast er að mínu mati og margra annara að hér koma allir fram undir nafni, eða flestir enda er það að koma á daginn að sá sem kýs að kvitta ekki undir skrif sín er að detta í sandkassaskítkastið!

Re: 6,5mm veiðikúlur?

Posted: 01 Feb 2013 15:22
af oliar
Svo að við höldum okkur við kúlutegundir, þá er ekki einhlýtt hvað er góð veiðikúla eða ekki. Er búinn að prófa bróðurpartinn af kúlutegundum sem eru í boði á skerinu og undantekningalaust hafa soft point kúlurnar ( bæði með bundnum kjarna og ekki) skilað mér dýri í einu skoti án teljandi vandræða eða skemmda. Eins veit ég um allmörg hreindýr sem felld voru með Barnes TSX sem eru heilar koparkúlur og er ágætis myndband á heimasíðu Barnes um virkina og eftir að ég sá kúlu sem graifinn var út úr hól á bak við dýrið styrktist trú mín á að myndbandið væri ekki svo ósvipað og raunveruleikinn en hann var mjög góður.
Hins vegar er ég mjög hrifinn af Lapua Mega 156 grain í 6.5x55 enda hafa markkúlurnar ekki skilað þér betri grúppum ennþá. Hins vegar fékk ég bara einn pakka í Ellingsen fyrir fimm árum á útsölu og hef hvorki séð þær fyrr eða síður hér á landi, en hún ásamt Norma Oryx eru mest notuðu kúlurnar á elgveiðum/hreindýraveiðum í Skandinavíu enda 6.5 minnsta leyfilega hlaupvíddin og 10 grömm (155 grain) minsta leyfilega kúlyuþyngd í Elg( og næstum allir eina einn eða fleiri 6.5x55).
Hins vegar er líka Lapua FMJ 100 grain ótrúlega algeng við rjúpnaveiðar í Noregi, en vegna þess hversu lítil rjúpan er og kúlan til þess að gera stór þá þurfa menn að "hægja" á henni allt niður undir lágmarkhleðslu til að draga úr skemmdum, en það hef ég líka þurft að gera með gæsina. Með kúluna á hámarkshlesðlu sem að mér finnst íslendingum vera frekar eðlislægt var hún að skemma að mér fannst of mikið við innsárið og eitt sinn er ég skaut tvær í skoti þá var sú seinni með bara 6.5 mm inn- og útgat á ameðan sú fyrri var talsvert verr farinn. Eftir að ég hægði á henni dró verulega úr skemmdunum.
Mín "fimm sent" er að hraðinn getur haft jafnmikið að segja og lögun og gerð kúlurnar. Ég veit líka um stórann traf sem skotinn var beint á lungnasvæði án viðkomu í öðrum beinum en rifbeinum og var notuð Nosler 120 BT til verksins og var dýrið varla nothæft í hakk hvað þá steikur.....
Þannig að ef menn eru ekki algerlega vissir um hvar menn setja skotið og hvernig kúlan virkar í bráðinni þá ætti menn að velja kúlu sem gefinn er upp sem veiðikúla af framleiðanda, þótt margir séu mér ósammála þá verður bara að hafa það :-)