Hversu langt frá landi þarf ég áður en ég má skjóta?

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Hversu langt frá landi þarf ég áður en ég má skjóta?

Ólesinn póstur af iceboy » 30 Jan 2013 22:26

Ég er í smá hugleiðingum og er að skoða lög og reglugerðir en langar að spurja hérna ef einhver veit þetta og getur bent mér á hvar þessar upplýsingar eru.

Hversu langt frá landi þarf ég til þess að meiga skjóta?

Þá er ég að tala um í bát eða kayak.

Eru það 115 metrar eins og netlögin?

Ég sé bara upplýsingar um fuglabjörgin og þar stendur 200 metra á landi og 500 metra á sjó.

Annað sem ég er að spá er er eitthvað bannsvæði fyrir skotveiðum hérna í Faxaflóanum?
Einhverntímann var því logið að mér að það væri einhver lína sem þyrfti að fara útfyrir til að meiga skjóta, það er að segja þegar farið var á svartfugl út frá reykjavíkurhöfn.

Með þökk fyrir væntanlega góð svör eins og venjulega
Árnmar J Guðmundsson

Haukur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:12
Skráður:26 Sep 2012 09:44

Re: Hversu langt frá landi þarf ég áður en ég má skjóta?

Ólesinn póstur af Haukur » 30 Jan 2013 23:04

Sæll, ég sá þennan link http://www.veidi.is/topic.asp?TOPIC_ID= ... 1+kayak%2E

Annars skal ég gera fyrirspurn í vinnunni minni á morgun og setja svarið í kjölfarið.
Haukur Sigmarsson

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: Hversu langt frá landi þarf ég áður en ég má skjóta?

Ólesinn póstur af EBJ » 31 Jan 2013 13:50

Sæll..

Í kenslubók Einara Guðmans til byssuleyfis er ekkert minnst á fjarlægð frá landi...
Bara eins og þú nefnir varðandi fuglabjörg...

Frá 15. apríl til 14. júlí ár hvert eru öll skot bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km nema brýna nauðsyn beri til. [Frá 1. apríl til 14. júlí ár hvert]

Nú varðandi Hafnir landsins þá eru til heildarlög...En síðan lítur hver einasta höfn landsins ákveðnum sérákvæðum sem gilda bara fyrir þá höfn...Svo það má fletta þinni höfn upp og sjá hvaða reglur gilda þar...Nú séu þær engar þá gildir sennilega reglugerðin sem segir bannað að veiða í og við hafnir,en segir ekki ákveðna fjarlægð..Þannig skil ég það amk...Fjarlægðin er ekki skilgreind í reglugerðinni...
Þá gilda sérreglugerðir hafna held ég..
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

Rúnar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:20
Skráður:18 Dec 2012 18:29

Re: Hversu langt frá landi þarf ég áður en ég má skjóta?

Ólesinn póstur af Rúnar » 31 Jan 2013 17:57

Góðan daginn.

Mig minnir að það sé óheimilt að skjóta nær en 250 metra frá hafnarsvæði og 150 metrum frá fjöru ef að það er einhver landeigandi sem á land að fjörunni, finn samt ekkert um þetta en minnir að það hafi verið talað um þetta í skotvopnanámskeiðinu.
Getur líka bjallað í þá hjá ust þeir ættu að vita þetta.
Kv. Rúnar Guðjónsson
blazzdos@gmail.com
P.S. Tek enga ábyrgð á málfræðivillum. ;)

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Hversu langt frá landi þarf ég áður en ég má skjóta?

Ólesinn póstur af Spíri » 31 Jan 2013 18:17

Sælir, skv lögum frá alþingi 1994 nr. 64 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
segir í fyrsta kafla fyrstu grein "Netlög: hafsvæði 115 m út frá stórstraumsfjörumáli landareignar eða 115 m út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að. Netlög fylgja einnig eyjum, hólmum og skerjum í sjó og stöðuvötnum." Þegar þú ert komin út fyrir netalög ertu komin á almanning og þar er þér heimilar veiðar svo framarlega sem þú sért Íslenskur ríkisborgari, hafir gilt veiðikort og sért að veiða dýr sem er ekki friðað.

sjá lögin:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994064.html
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Hversu langt frá landi þarf ég áður en ég má skjóta?

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 31 Jan 2013 18:19

Sæll Árnmar.

Það er miðað við netlög landareignar, sem er 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði landareignar.
Rétt og vel fram sett hjá Þórði sem var aðeins sneggri en ég að svara þér:)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Baldvin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Hversu langt frá landi þarf ég áður en ég má skjóta?

Ólesinn póstur af Baldvin » 31 Jan 2013 20:05

Ég held að á Faxaflóanum séu eyjar og sker lykilatriði í því hversu langt netlög sveitarfélaganna ná.

Á þessari mynd sem ég fann á vef Faxaflóahafna eru hafnarmörk sýnd sem bein lína dregin á milli Gróttu og Kjalarness. Innan þessarar línu er örugglega bannað að skjóta.
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hversu langt frá landi þarf ég áður en ég má skjóta?

Ólesinn póstur af iceboy » 01 Feb 2013 09:20

Takk fyrir þetta.

Þetta staðfestir nokkurnveginn það sem ég hélt, sem er bara gott mál
Árnmar J Guðmundsson

Svara