Nafnlausar bleyður!!

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:
Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af atlimann » 02 Feb 2013 01:49

Ég var að spá í hvort það væri ekki þjóðráð hjá vefstjóra að eyða aðgangi þeirra manna sem ekki koma fram undir nafni, samanber notandi að nafni KOH, (sem dæmi).

Ef við ætlum að halda þessu spjalli á málefnanlegum nótum þá finnst mér ekkert að þessu!
Það væri hægt að gefa nýskráðum notendum einhvern smá aðlögunartíma (kannski x fjölda pósta) en ef að menn taka ekki við sér þá verður þeim bara úthýst.

Sumir kynnu að segja að það væri ritskoðun og kannki of mikil afskipti af vefnum, en mér finnst þetta í raun bara nauðsynlegt til að þetta spjall endi ekki í svartholi eins og sumar sambærilegar vefsíður.
Síðast breytt af atlimann þann 02 Feb 2013 17:31, breytt í 1 skipti samtals.
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af iceboy » 02 Feb 2013 10:26

Sammála síðasta ræðumanni
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 02 Feb 2013 10:29

Sælir/ar.

Tek undir með Atla og ég held allflestum hér að menn eigi að skrifa undir nafni.
Það þarf að taka á svona málum straks, þ.e. að útiloka skrif á þessari spjallsíðu í skjóli nafnleyndar.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Feb 2013 10:41

Ég gæti ekki verið þessu meira sammála..........nema....engan aðlögunartíma :lol:
Þetta er fráleitt ritskoðun, það er frekar hægt að kalla það ritskoðun þegar þarf að eyða þráðum og kommentum vegna sóðaskrifa nafnlausra.
Ef menn eru hins vega undir nafni, þá skiptir ekki öllu mál hvað þeir skrifa, vegna þess að séu skrifin í sóðalega kanntinum, dæma þau sig sjálf og hitta engan fyrir nema höfundinnsjálfan 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Benni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af Benni » 02 Feb 2013 12:57

Get ekki sagt annað en að þetta er orðið frekar öfgafullt hérna!
Nafnlausar bleyður? eða kanski menn sem kunna ekki við að hver sem er viti hvar skotvopn sín eru að finna?

Ég allavega kann ekki vel við að hver sem er viti hvað ég á og hvar ég er svo ég hef breitt mínum prófíl.
Ef ég er "nafnlaus bleyða" þá verður bara að hafa það og ég hætti bara að pósta hér!

Kv Benni

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Feb 2013 13:16

Jæja vinur....ég óska þér alls hins besta á nýjum vefjum!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Feb 2013 13:36

Ég er sammála Benna.
Mér fannnst þessi fyrirsögn heldur gróf, og óþörf.
Það hefur verið lýsandi fyrir vefinn, að þar gæta allir fyllstu kurteisi.
Man ekki hvort það er orðið skylda að koma fram undir nafni, en ef það er ekki þannig, þá verða menn að fá að skrifa óáreittir, svo framarlega séu þeir ekki með skítkast, eða dónaskap.
Á link hér framar var kvartað yfir nafnlausum skrifum KOH.
Hann var reyndar ekkert nema kurteisin, þó svo ekki væri hann undir fullu nafni,og ekkert út á skrif hans að setja.
Gætið ykkar nú á því að fara ekki með offorsi gegn þeim afar fáu sem skrifa nafnlaust. Við megum alls ekki missa þenna vef út á sama level og annar vefur ónefndur er kominn á.
Bendið þá mönnum vinsamlega á að þess sé óskað að þeir kvitti með fullu nafni.
Það er slæmt ef Benni hættir að skrifa hér, þar sem hann er mjög fróður og hjálpsamur , og hefur komið með margar góðar ábendingar . Við megum helst ekki missa hann.
Hvet hann til að halda áfram hér.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Feb 2013 13:38

Ég er sammála með að það sé skrifað undir nafni. En ég er samt alveg sammála Benna með að þetta sé full gróf uppnefning (nafnlausar bleiður)
Og ekki vill ég að Beni fari neitt
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af sindrisig » 02 Feb 2013 15:03

Strákar og stelpur.

Annaðhvort skrifa allir undir nafni eða þessi samskiptavefur fer í ákveðið horf sem allir þekkja. Mér hugnast ekki að lítill minnihluti fólks geti troðið á eðlilegum kröfum meirihlutans.

Magnús gæti nú látið kjósa um þetta hérna og þá fæst niðurstaða sem allir verða að sætta sig við, eða hverfa á brott ella.
kv.
Sindri Karl Sigurðsson

Benni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af Benni » 02 Feb 2013 15:13

Sé nú ekki að það sé skylda að koma fram undir nafni enn svo þú ert ekki laus við mig alveg strax Sigurður :mrgreen:

Ef maður skoðar netið í víðara samhengi er það að koma fram undir nafni ekkert samnefni með háttvísi, frægar fésbókarfærslunar á DV tildæmis.

Er á fjölmörgum erlendum spjallsíðum tengdum skotfimi og veiðum og eru þær nær undantekningalaust mjög málefnalegar og kurteisar þótt allar séu með dulnefni.

En það væri flott mál að fá þetta bara á hreint hvort það eigi að vera skylt að koma fram undir nafni eða ekki og gera það án einhverra nornaveiða og skætings eins og þetta er að verða!

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 02 Feb 2013 16:06

Mér finnst sjálfum eðlilegt að menn skrifi undir nafni en finnst líka að menn megi velja svo lengi sem það sé ekki skylda að skrifa undir nafni!! þessi vefur hefur gengið mjög vel nema einKveðjan ákveðinn maður hefur stundum gengið full langt í frekjunni á að krefjast nafns... td ég skrifaði nokkra pósta kvittaði með nafni í sumum og öðrum ekki og hann kom strax með það að ég ÆTTI að skrifa undir nafni blessaður maðurinn...

Kveðja Bergþór
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
baikal
Póstar í umræðu: 1
Póstar:33
Skráður:16 Jul 2010 23:17
Fullt nafn:Einar Stefánsson
Staðsetning:Skagafjörður
Hafa samband:

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af baikal » 02 Feb 2013 16:17

Eru menn ekki alveg sultuslakir :D og öll dýrin í skóginum vinir. :?

fyrirsögnin er ekki kurteislega orðuð :oops: og stafsetningarvilla ?, sem ekki bætir úr skák, ( en bara mín skoðun.) :twisted:
Kveðja úr Skagafirði.
Einar Stefánsson.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Feb 2013 16:36

Jú hér eru allir sultuslakir.
Það er búið að gera könnun á því hvernig við viljum hafa spjallið, nafnlaust eða ekki nafnlaust, það var afgerandi niðurstaða.
vefurinn/konnun-skylt-ad-koma-undir-naf ... -t962.html

Uppsetningin á þessum þræði er bara eins og hún er, algerlega á ábyrgð þess sem skrifaði þessa fyrirsögn Atla Más Erlingssonar , vegna þess að hann kemur fram undir fullu nafni, þetta er bara hans skoðun sem við verðum að virða, en meigum að sjálfsögðu hafa fulla skoðun á henni, undir nafni, nota bene.
Ég hef ekkert við þessa fyrirsögn að athuga, hún er á ábyrgð fyrrnefnds Atla Más og lýsir einungis honum sjálfum og hans skoðunum.
Ef svona fyrirsögn hefði komið frá einhverjum sem ekki hefði skrifað undir nafni hefð málið horft allt öðruvsi við.
Við skulum bara halda okkur við að hér komi allir fram undir nafni, undantekningalaust, ef það hefði ekki verið meginreglan hingað til væri þessi spjallvefur ekki það sem hann er í dag.
Ég hef oft og tíðum verið mjög harorður út í þá sem hér reyna að skifa nafnlaust og skammst mín ekkert fyrir það, reynslan segir mér allt sem segja þarf um þessa skoðun mina sem ég stend við hvar sem er UNDIR FULLU NAFNI.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af Morri » 02 Feb 2013 16:58

Daginn

Þetta sjall stefnir nú i að verða ekki skárra en barnaland eða hlað spjallið ( sem virðist afar viðkvæmt að nefna á nafn) ef menn hætta ekki þessari vitleysu.

Dónaskapur í garð "nafnlausra" er kominn ansi langt út fyrir velsæmismörk finnst mér!


Ég kaus með því að koma fram undir nafni og geri. Flest allt hér inni er gríðarlega skemmtilegt og áhugasamt. Yfirdrull er þó farið að vera áberandi og er það leiðinlegt, sama af hvaða tagi það er.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Benni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Nafnlausa bleyður!!

Ólesinn póstur af Benni » 02 Feb 2013 17:01

Það er ekki þitt að ákveða Sigurður hvort það sé reglan eða ekki!

Hér er póstur eftir stjórnanda spjallborðsins sem segir allt sem segja þarf þar til hann ákveður annað.
Að sjálfsögðu eru allir hvattir til þess að koma fram undir nafni og setja það í fasta undirskrift. Það er þó ekki skylda á spjallinu en þeir eru rétthærri hér sem það gera. Þeir sem koma ekki fram undir nafni af einhverjum ástæðum mega tjá sig ef það er málefnanlegt og fer ekki út í eitthvað bull. Eins og ég bendi á fyrir ofan gildir reglan:

Póststjórar á þessu spjalli áskilja sér rétt til þess að eyða póstum án frekari rökstuðnings ef ekki er skrifað undir nafni og þess er talin þörf vegna efni póstsins


Hinsvegar getur enginn verið skráður á þetta spjallborð allveg nafnlaust því nefang er tengt notendanafninu sem hægt er að senda á og er virkt og jafnframt eru allar ip tölur skráðar fyrir hverja einustu aðgerð á þessu spjallborði.

User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af atlimann » 02 Feb 2013 17:29

Benni skrifaði:Get ekki sagt annað en að þetta er orðið frekar öfgafullt hérna!
Nafnlausar bleyður? eða kanski menn sem kunna ekki við að hver sem er viti hvar skotvopn sín eru að finna?

Ég allavega kann ekki vel við að hver sem er viti hvað ég á og hvar ég er svo ég hef breitt mínum prófíl.
Ef ég er "nafnlaus bleyða" þá verður bara að hafa það og ég hætti bara að pósta hér!

Kv Benni
Góðan daginn drengir
Ég get alveg vel skilið það og tekið undir það að vissu leyti að þessi fyrirsögn er kannski fullgróf (fyrir suma) og miðað við tímasetninguna á þessu innleggi mínu þá mætti kannski halda því fram að ég hefði verið búinn að fá mér í stóru tána... en svo var nú alls ekki :D

Varðandi það að vilja ekki koma fram undir nafni vegna þess að þá veit "pöpullinn" hvað þú/við átt heima og gæti þar af leiðandi fundið skotvopnin þín og stolið þeim, finnst mér vera frekar fáránlegt og eiginlega bara kjánalegt, og mér finnst þessi rök ekki halda vatni.... við búum ekki í US & A.
Benni skrifaði:Sé nú ekki að það sé skylda að koma fram undir nafni enn svo þú ert ekki laus við mig alveg strax Sigurður :mrgreen:

Er á fjölmörgum erlendum spjallsíðum tengdum skotfimi og veiðum og eru þær nær undantekningalaust mjög málefnalegar og kurteisar þótt allar séu með dulnefni.
Ég er líka reglulegur gestur á erlendum spjallsíðum og get alveg tekið undir þetta með þér, þó menn komi fram undir dulnefni þá er umræðan oft á tíðum málefnanleg... en það er líka vegna þess að þeir hafa fjöldan og ef einhver ætlar að vera með eitthvað bull þá hætta menn bara að taka mark á svoleiðis mönnum, en það gerist ekki oft á íslenskum spjallsíðum, venga þess hvað við erum fáir þá er mjög auðvelt að leggja góð spjallsvæði í rúst. :!: :!: :cry: :cry:

Ég hugleiddi það að breyta nafninu á þræðinum en ég er ekki hlyntur því vegna þess að þá skekkist sú umfjöllum sem hér hefur komið fram.... ég verð bara að standa og falla með því sem ég set fram hér á netið, en það var ekki ætlun mín að "móðga eða stuða" menn hér og biðst ég velvirðingar ef svo hefur verið.

Ps.
Svo er smá munur á innsláttarvillu eða stafsetningarvillu...þannig að ég bætti við "R" inu sem vantaði í fyrirsögnina á þræðinum. :D
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Feb 2013 18:01

Benni minn, ert þú nú ekki kominn aðeins fram úr þér?
Þú segir hér að það sé ekki í mínum verkahring að ráða því hverjir komi hér fram undir nafni, það er hárrétt hjá þer, það er ekki í mínum verkahring og ég hef aldrei reynt að ráða því hverjir komi hér fram þó þú látir að því liggja.
Hins vegar hef ég alveg ákveðnar skoðanir á þessum málum og ég held reyndar að það dyljist engum sem þetta spjallborð les á annað borð hverjar þær skoðanir eru og ég stend við þær hvar sem er.
Benni, þú tekur sem dæmi máli þínu til stuðning neðanritað.

,,Að sjálfsögðu eru allir hvattir til þess að koma fram undir nafni og setja það í fasta undirskrift. Það er þó ekki skylda á spjallinu en þeir eru rétthærri hér sem það gera. Þeir sem koma ekki fram undir nafni af einhverjum ástæðum mega tjá sig ef það er málefnanlegt og fer ekki út í eitthvað bull. Eins og ég bendi á fyrir ofan gildir reglan:

Póststjórar á þessu spjalli áskilja sér rétt til þess að eyða póstum án frekari rökstuðnings ef ekki er skrifað undir nafni og þess er talin þörf vegna efni póstsins

Hinsvegar getur enginn verið skráður á þetta spjallborð allveg nafnlaust því nefang er tengt notendanafninu sem hægt er að senda á og er virkt og jafnframt eru allar ip tölur skráðar fyrir hverja einustu aðgerð á þessu spjallborði".

Síðan þetta var skrifað hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklar breytingar orðið á þessu spjallborði og umhverfi þess.
Benni minn, þessi póstur er skrifaður 21. mai í vor og er orðinn löngu úreltur miðað við þróunina á þessu vefspjalli síðar.
Ég ætla ekki að fara að æra óstöðugan með að rekja alla þá þróun út í hörgul en minni á að 11. janúar siðastliðinn setti vefstjóri hér inn könnunina sem ég setti slóðina á hér fyrir ofan.
Niðurstaðan úr þeirri könnun var afgerandi.
Í framhaldi af því breytti vefstjóri reglum spjallborðsins og síðan getur enginn skráð sig hér inn sem notanda nema nafn hans komi fram.
Það er hægt að sjá það með því að smella á nikkið hjá öllm sem síðan hafa komið inn og þá sést að fullt nafn kemur fram í ,,Sýni notanda", undir glugganum ,,Skráðir notendur".
Svo núna getur enginn skráð sig inn á þetta spjall öðruvísi en undir nafni.
Þess vegna lít ég svo á að það sé skylda að vera undir nafni hér, þeir sem eru komnir inn áður, detta þar á milli skips og bryggju, hafi þeir ekki á annað borð uppfært prófílinn sinn eins og ég hef reyndar gert.
member/Vei%C3%B0imeistarinn/
Þess vegna legg ég mikla áherslu á að við sem vorum komnir inn á þetta spjall áður en þessu var breytt, sýnum þeim sem nú eru að skrá sig inn þá virðingu að vera hér undir fullu nafni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 02 Feb 2013 18:23

Sælir/ar.

Ágætlega orðað hjá Sigurði.
Könnun var gerð og útkoman skýr. Þ.e. vilji meirihlutans.
Fyrir mína parta er þetta ósköp einfalt.
Ég geri kröfu til þess að vita við hvern ég á samskifti við á spjallinu.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 02 Feb 2013 22:03

Ég tilheyri þeim hluta spjallsins sem tel ekki eftir mér að skrifa undir nafni, en ég er líka svona frekar hófsamur þegar kemur að því að skipta mér að því hvernig aðrir hafa hlutina, þess vegna finnst mér þetta allt of langt gengið, það sem hér á undan er ritað.

Í mótmælaskyni skrifa ég nafnlaust til stuðnings þeim sem vilja ekki taka þátt í svona bulli eins og er í þessum þræði. Mér finnst að menn eigi að hafa rétt til þess að skrifa hér á meðan það er málefnalegt og byggt á rökum, þá kemur mér ekki við hvort þeir heita Gylfi Sig, Þóðrur Spíri, KOH, Benni eða konnari (Ingvar Kristjánsson)... hver er eiginlega Ingvar Kristjánsson, ekki veit ég það og mér er líka alveg sama hver hann er eða hvað hann gerir, á meðan ég get hagnýtt mér fróðleik hans á sameiginlegu áhugamáli okkar sem er byssur... Reyndar þekki ég afar fáa sem hér skrifa þó ég viti skírnar og föðurnöfn þeirra.

Ef það verður sett sem ófrávíkjanleg regla hér að skrifa undir nafni þá skal ég samþykkja það að aðrir notendur geti sett af fullum krafti ofan í við þá sem ekki skrifa undir nafni, en á meðan svo er ekki þá finnst mér einfaldlega nóg að benda mönnum á það kurteisislega að þess sé óskað að þeir skrifi undir nafni ef þeir vilji láta taka mark á sér...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
SSigurdarson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:17 Jan 2011 17:51
Staðsetning:Reykjavík

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af SSigurdarson » 03 Feb 2013 00:15

Engar aftōkur en skrifum og kvittum með nafni. Þakka góðan og málefnalegan vef. Hōldum honum þannig :)
Siggi
Sigurður Sigurðarson
ssigurdarson(hjá)gmail.com

Svara