Nafnlausar bleyður!!

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:
Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af atlimann » 03 Feb 2013 11:31

SSigurdarson skrifaði:Engar aftōkur en skrifum og kvittum með nafni. Þakka góðan og málefnalegan vef. Hōldum honum þannig :)
Siggi
ég set "Like" á það ;)
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

Benni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Benni » 03 Feb 2013 13:01

Vitiði hvað, ég hreinlega nenni ekki að rífast í ykkur Sigurður og Atli um þetta mál.
Ég stend á minni skoðun um að mér þyki þetta nafna mál vera komið útí algjöra vitleisu og öfga en frekar en að eyða mínum og ykkar tíma í þetta þá hætti ég hér með á Skyttuspjallinu.

Gangi ykkur sem best og góða veiði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Feb 2013 13:17

Jæja Benni minn.
Gott að þú skildir átta þig á að þú nenntir ekki að rífast um þetta mál við okkur Atla, það var að vísu vonum seinna, annars hefði þetta kannski aldrei farið út í þessa ,,vitleysu og öfga".
Þakka hlýjar óskir og góða ferð!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Feb 2013 13:44

Ætli ég blandi mér ekki inn í þessa umræðu.

Staðan er ennþá sú að ekki er komin á skylda til að skrifa undir nafni en nýjir notendur geta ekki skráð sig inn öðruvísi. Hinsvegar er mælst til þess að skrifa undir nafni og það hefur virkað mjög vel og skilað góðu spjalli. Hinsvegar er miður ef leiðindi skapast út frá nafnleysinu einu og sér en ekki innihaldi hins nafnlausa póstst. Ég hef miðað við að meðan nafnlausir fylgist með, spyrjir spurninga eða annað þessháttar teldi ég það ekki ástæðu til afskipta. Hinsvegar ef haldið er fram umdeildum fullyrðingum, sem þarfnast rökstuðnings er það ekki ásættanlegt öðruvísi en undir nafni, þar sem tröll nota þá aðferð til að skapa leiðindi.

Til stendur að taka þetta mál fyrir á fundi hjá félaginu og fara yfir alla þætti þess og verða allar skoðanir teknar til greina. Skoðanakönnun er afgerandi í þessu máli en farið verður yfir önnur atriði eins og lagaleg og svo hvaða reglur gilda um þá sem skráð höfðu sig fyrir breytingar auk þess sem breyta þarf notendaskilmálum.

Þannig að til að allt sé á hreinu þá set ég eftirfarandi reglur sem ég mun miða við þangað til að niðurstaða verður komin.
  • Ekki er skylt að skrifa undir nafni á þeim þráðum sem ekki taka það sérstaklega fram en allir hvattir til þess áfram.
  • Nafnlaus skrif sem þarfnast rökstuðnings, og telja má að leiði til mikilla skoðanaskipta getur verið eytt án frekari rökstuðnings.
  • Ef notendur telja nafnlaus skrif vera óeðlileg eða uppfylla ofangreinda skilgreiningu skulu þeir tilkynna póstinn/notanda með þar til gerðum hnappi.
  • Ef fimm tilkynningar berast um sama notanda verður farið yfir málið og eftir atvikum pósti eytt eða notandi bannaður tímabundið eða varanlega eftir ástæðum.
  • Virðum alla
Þessar reglur gilda þar til að ákvörðun hefur verið tekin um hvaða stöðu spjallborðið mun hafa varðandi þessi mál. Ég vona að þið virðið það við mig að ég gefi mér tíma til að taka ákvörðun um þetta og bera þetta undir stjórnina.

Berum virðingum fyrir öllum. Það er lykilatriðið og þeir fáu sem kjósa nafnleysi hafa yfirleitt ekkert illt í hyggju enda verður gripið inní ef annað kemur í ljós. Þeir eru þó áfram hvattir til þess að skrifa undir nafni því að sjálfsögðu er það skemmtilegra.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Baldvin
Póstar í umræðu: 2
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Baldvin » 03 Feb 2013 14:57

Er ekki sú regla að menn skrifi undir nafni verkfæri til þess að halda spjallinu málefnalegu og lausu við það skítkast og leiðindi sem gjarnan fylgir nafnlausum skrifum?

Mér finnst það eiginlega alveg stórundarlegt að menn verði fyrir aðkasti og leiðindum fyrir það eitt og sér að þeir vilji ekki skrifa undir nafni, jafnvel þó að ekkert sé að öðru leyti út á skrif þeirra að setja.

Það skýtur svolítið skökku við að í viðleitni sinni til að fá fólk til að skrifa undir nafni séu menn farnir að stunda akkúrat þá umræðutaktík sem reglunni er ætlað að koma í veg fyrir.
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af TotiOla » 03 Feb 2013 15:15

Baldvin skrifaði:Það skýtur svolítið skökku við að í viðleitni sinni til að fá fólk til að skrifa undir nafni séu menn farnir að stunda akkúrat þá umræðutaktík sem reglunni er ætlað að koma í veg fyrir.
Sammála þessu.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 03 Feb 2013 15:33

Mér finnst það vera sjálfsögð kurteisi að menn komi fram undir nafni á þessum vef sem og öðrum vefjum. Það stuðlar ekki að vitrænni umræðu að eiga orðastað við einhverja sem engin leið er að vita hverjir eru. Reynslan hefur líka sýnt að sumir "huldumenn" leyfa sér að skrifa ýmislegt sem þeir myndu líklega ekki gera undir fullu nafni eða rekjanlegu auðkenni.
Eiður S. Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir frá ágætri reglu í Morgunblaðinu í dag. Hún á ágætlega við hér. Pétur Guðfinnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kenndi Eiði regluna. "Hann hafði það fyrir sið þegar einhver hringdi í hann til að skammast út af sjónvarpinu að ef menn sögðu ekki til nafns - talaði maður ekki við þá," sagði Eiður.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

Baldvin
Póstar í umræðu: 2
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Baldvin » 03 Feb 2013 15:44

Það er nú bara þannig að víðast í netheimum tíðkast það að menn skrifi undir dulnefnum. Svo er auðvitað misjafnt hvernig til tekst með málefnaleikann. En það að dulnefni geti leitt til þess að fólk tjái sig óvarlega finnst mér ekki vera ástæða til að ofsækja þá sem skrifa málefnalega undir dulnefni.

Dónaskapur, dylgjur og ýkjusögur dæma sig sjálf, óháð því hvort skrifað er undir nafni eður ei.
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 03 Feb 2013 15:58

Þakka þér fyrir Magnús, þetta er ákaflega skynsamleg ákvörðun hjá þér og þetta var nákvæmlega það sem ég vildi fá fram... þ.e. hvaða reglur gilda!

Finnst þessi þráður reyndar samt sýna fram á ágæti þess að mikill meirihluti skrifar undir nafni! Verð bara stundum að taka að mér að verja litla manninn... :)
Síðast breytt af Stebbi Sniper þann 03 Feb 2013 22:29, breytt í 1 skipti samtals.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Feb 2013 18:02

Þakka þér fyrir þetta Magnús, þetta skýrir málið. Ég mun virða þessar reglur.
Mín skoðun í þessum málum er alveg á kristal tæru og mér finnst það mjög erfitt að gera undantekningar á að skrifa nafnlaust, það gefur einungis tækifæri til að menn teygi sig lengra og lengra, og fyrr en varair eru menn búnir að tegja sig of langt, eins og þessi þráður segir okkur í hnotskurn.
Það er greinilegt að það eru menn sem pota annað slagið, gera tilraunir með hvað þeir komist langt og bíða eftir að fá að vera óáreittir nafnlaust hér inni.
Það er merkilegt hvað margir hérna inni eru tilbúnir til að fyllast heilagri vandlætingu til stuðnings þessum mönnum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af TotiOla » 03 Feb 2013 20:14

Veiðimeistarinn skrifaði:Það er merkilegt hvað margir hérna inni eru tilbúnir til að fyllast heilagri vandlætingu til stuðnings þessum mönnum.
Já já Sigurður minn, já já :roll:
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 03 Feb 2013 20:45

Sælir/ar

Jæja ágætu félagar.
Er nú ekki mál að linni, okkar allra vegna. ;)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af E.Har » 03 Feb 2013 23:41

Skil ekki af hverju menn vilja ekki skrifa undir nafni, hef ekki heyrt nein rök sem ég kaupi.
Flestallir kmnir með nafn og mynd í prófílinn.
Ef ég réði hér þá væri það krafa.
Hott er annað að þar sem menn verða að logga sig inn undir nafni í upphafi þá skiptir það kannski minna máli, en samt. Af hverju ekki?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Fargo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:5
Skráður:04 Feb 2013 08:32
Fullt nafn:Sigurpáll Davíð Eðvarðsson
Staðsetning:Hafnarfjörður

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Fargo » 04 Feb 2013 09:20

Flott mál, er nýr hérna á spjallinu og líst vel á þetta!
Bestu kveðjur, Diddi Eðvarðs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nafnlausar bleyður!!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Feb 2013 09:35

Vertu velkominn hérna Sigurpáll!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara