Hreindýrastaðsetning

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Eggert
Póstar í umræðu: 1
Póstar:10
Skráður:22 Jul 2012 11:38
Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af Eggert » 10 Feb 2013 11:53

Var að leita eftir staðsetningu á felldum dýrum,
enn fann engar skrár yfir það.Hvar er helst að finna
þessa staði eða GPS.punta.(það væri gaman að skoða á korti)
Þegar ég hef farið hefur leiðsögumaður tekið niður gps punta.
Langaði að bera saman nokkur ár og skoða breytingar á hegðun.

Utan veiðitíma væri gaman að fylgjast með hreindýrum sem eru
með senda.Hægt er að fylgjast með hvölum í tölvunni

Eggert Bergsveinsson
eggertb1@gmail.com

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Feb 2013 13:53

Sæll Eggert.
Þetta var sett inn á gamla vef veiðstjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar fyrir árin 2003, 2004 og 2005.
Síðan ekki söguna meir.
http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/h ... kraarsafn/
Klikka á flipann, Staðsetning felldra hreindýra.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Stefán Einar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:05 May 2012 20:49

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af Stefán Einar » 10 Feb 2013 20:32

Sælir
Þetta eru skemmtilegar samantektir og fróðlegar!

Til að mynda virðast tvenn dýr hafa verið felld sunnan af Papey árið 2004!
http://www.ust.is/library/Skrar/Einstak ... nd2004.jpg

Kv.
Stefán Einar
Með kveðju frá Sviss
Stefán Einar Stefánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af gkristjansson » 10 Feb 2013 20:48

Sammála, það væri virkilega gaman að geta fylgst með þessum fram yfir 2005.

Með tilkomu "Google Maps" þá er nú ekki mikið mál að sýna hnit á korti........
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af johann » 12 Feb 2013 10:56

Það er ég viss um að einhverjir fengjust til að flikka upp á þetta í sjálfboðavinnu ;)
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af gkristjansson » 12 Feb 2013 11:41

Ekkert mál að vinna vefsíðu sem gæti sýnt þetta, spurningin er hins vegar hvar er hægt að nálgast hnitin?
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af gkristjansson » 21 Feb 2013 21:21

Sælir / Sælar öllsömun,

Bara vegna þess að ég sagði að "það væri lítið mál að sýna hnit á korti", þá tók ég mér smá tíma til að sannreyna þetta.

Eins og er þá er útkoman þessi:

http://www.gkr2004.com/hreindyr/synakort.php

Þetta er enn "í smíðum" og ég hef, sem betur fer haft talsverða hjálp frá góðvini okkar allra Veiðimeistaranum sem var svo góður að senda mér einhver hnit.

En betur má ef duga skal, luma einhverjir af ykkur á upplýsingum um felld dýr?

Eins og er þá er hægt að setja eftirfarandi inn í gagnagrunninn:
- Dagsetning sem dýrið var fellt
- Staðsetning á felldu dýri (GPS hnit)
- Tegund dýrs (Tarfur, Kú, Kálfur)
- Þyngd dýrs
- Leiðsögumaður
- Veiðimaður
- Kennileiti (þá þarf reyndar líka hnit á kennileitunu)
- Mynd (hægt að tengja eina mynd við hnitin)

Svo bara til að koma þessu betur "á koppinn" ef einhver hefur eitthvað af þessum upplýsingum sendið mér tölvupóst (gkristj@gkr2004.com) og ég set þetta inn.

Væri gaman að sjá hvort ekki sé hægt að búa þetta til......

Kveðja,
Síðast breytt af gkristjansson þann 21 Feb 2013 21:30, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af gkristjansson » 21 Feb 2013 21:29

Gleymdi: Það er, að sjálfsögðu, líka hægt að skrá á hvaða svæði (1 til 9) dýrið var fellt.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 22 Feb 2013 08:34

Mjög flott kort, gaman að smella á bólu og sjá mynd.

Kv,
Hrafn
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af karlguðna » 22 Feb 2013 09:32

sælir hér, svo er er annað sem mætti hafa með á þessum hreindýravef, það myndi hjálpa mis þrekmiklum mönnum að velja sér veiðisvæði ef gefin væri upp einhverskonar "erfileikastuðull" fyrir
veiðisvæðin . T.d. veiðisvæði 2 . hefði stuðulinn 1. þar sem ég held að það sé auðveldasta svæðið
en svo væri svæði 9. með stuðulinn 10. ef það er eins og ég held að það sé lang erfiðasta svæðið. en þessa stuðla yrðu náttúrulega þaulkunnugir menn að setja upp.
Ég segi þetta nú vegna þess að manni langar kannski í aðeins meiri "hasar" eða áreynslu en svæði 2 býður upp á en er um leið alveg ókunnur þessum svæðum öllum og kannski kominn af léttasta skeiði
og veit ekki hvaða svæði hentaði manni best !
bara svona smá spekúlasjón.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af gkristjansson » 22 Feb 2013 10:50

Það er hægt að bæta inn þessum "erfiðleika stuðli", getur einhver sett saman "töflu" um þetta og sent mér eða skráð inn hér á spjallborðinu?
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af gkristjansson » 22 Feb 2013 14:18

Við erum núna komnir með 70 hnit inn í gagnagrunninn þannig að það er núna betra að fara inn á:

http://www.gkr2004.com/hreindyr/

smella á "Gestur"
smella á "Kort felld dýr"
Velja hvað þú vilt skoða
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Feb 2013 18:27

Það er mjög erfiitt að gera erfiðleikastuðul yfir svæðin 8-)
Það er hægt að fá mjög erfiða túra á svæðum 1 og 2 sem eru alla jafna talin auðveldustu svæðin ásamt svæði 6 og hluta af svæði 7. Það kemur fyrir að menn lenda í miklu labbi, drætti og burði á þessum svæðum líka.
Síðan er hægt að fá mjög auðvelda túra á svæðum 3, 4, 5, syðri hlutanum af svæði 7, 8 og 9 eftir aðstæðum, það er að segja ef dýrin eru neðar í landinu, þó þau svæði séu talin erfið, mikið labb, erfiður dráttur og mikill burður.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af gkristjansson » 22 Feb 2013 19:40

Sammála síðasta ræðumanni :-)
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hreindýrastaðsetning

Ólesinn póstur af karlguðna » 23 Feb 2013 20:00

það er kannski satt að það þurfi hæfileika til að gera svona "erfiðleikastuðlatöflu" en það væri samt mikil hjálp þeim sem ekkert þekkir til að til væri einhverskonar lýsing á svæðunum sem gerði mönnum betur grein fyrir því hverju þeir géta átt von á á hverju svæði fyrir sig. En vissulega þarf til þess vilja , tíma , þekkingu og hæfileika, og ekki víst að neinn sé til í að standa í þessu , því það er ekki hrist fram úr erminni ef vel á að vera.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara