Skotveiðar og EES

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af Björn R. » 13 Feb 2013 14:27

Góðan dag

Senn líður að kosningum, sumir flokkar vilja ólmir inn í Evrópusambandið, aðrir ekki. Hingað til hef ég verið frekar andvígur inngöngu. Mig langar til að spyrja ef einhver hér hefur skoðað afstöðu EES til veiða almennings á villtum fuglum, refum og hreindýrum? Er einhver hér sem veit hvort EES hafi stefnu í þessum málum, hvort að við sem sportveiðimenn séum betur eða verr settir með þetta samband yfir okkur? Sjálfur veiði ég rjúpur, gæsir, svartfugl og hreindýr þegar það gefst. Hugurinn stendur einnig til refaveiða. Sjálfsagt get ég fundið þetta í einhverjum skjölum en hef þó ekki getað googlað þetta með þeim hætti að ég hafi fengið óyggjandi svör.

Til umhugsunar. Orðið sportveiðimaður vil ég frekar nota yfir okkur helgarveiðimenn og er það þá til aðgreiningar frá þeim veiðimönnum sem hafa lífsviðurværi sitt af, s.s leiðsögumenn, sjómenn ofl. Veiðarnar eru samt ekki uppá sportið eitt heldur til að fá mat úr besta mögulega hráefni en þurfa ekki að treysta á matvinnslur eins og Findus! (Þótt hrossakjöt sé ekki slæm fæða).

Með fyrirfram þökk
Björn Róbert Jensson
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af gkristjansson » 13 Feb 2013 18:53

Eftir því sem ég best veit þá er heimskauta refurinn (okkar refur) alfriðaður hjá EES.

Svo eru líka ýmsar fuglategundir sem EES er ekki sátt við að séu veiddar. Til dæmis þá var veiði á "woodcock" mjög vinsæl hér in Ungverjalandi þar til að landið gekk í EES og þessar veiðar voru bannaðar til að "vera í samræmi við reglur EES" (mjög óvinsæl ákvörðun samkvæmt öllum þeim veiðimönnum sem ég hef talað við hér).

Út frá þeim skrifum sem ég hef séð á erlendum (Evrópskum) spjall vefum þá hefur innganga í EES ekki verið til bóta fyrir veiðimenn heldur frekar til ama.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Feb 2013 19:02

Ein af megin reglum ESB er jafnræðisreglan. Eitt af því sem búast má við út frá því er að allir íbúar ESB hafi jafnan aðgang að veiðilendum hér heima, þ.e. þjóðlendum og væntanlega jafnframt umsóknum um hreindýr. Það má ekki mismuna íbúum ESB eftir þjóðerni eða búsetu og væntanlega má þá ekki neita þeim um að veiða rjúpu á þjóðlendum hér heima kjósi þeir að koma að veiða...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af Björn R. » 13 Feb 2013 19:39

Kannski var þetta heimskulega spurt. Hefði svo sem getað sagt mér það sjálfur að ES mun ekki hjálpa okkur.

Björn
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Feb 2013 20:33

Nei Björn minn það er ekki til heimskuleg spurning heldur bara heimskulegt að spyrja ekki.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 14 Feb 2013 00:29

Það er líka rétt að árétta, til þess að koma í veg fyrir misskylning að á EES og ESB er talsvert mikill munur. Íslendingar eru t.d. aðillar að EES (Evrópska efnahagssvæðinu) eins og Norðmenn og Svisslendingar, en það er einmitt stundum verið að velta því upp núna hvort gjaldeyrishöftin sem við erum með sé brot á EES samningnum sem við erum aðillar að og snúast þær vangaveltur um frjálst flæði fjármagns innan EES.

En svo er ESB (Evrópu sambandið) einmitt það sem þú ert líklega að vísa í Björn og er ekkert sérstaklega hliðholt okkur veiðimönnum, enda uppfullt af alskonar misgáfulegri miðstýringu að hætti umhverfisstofnunar og fleiri sambærilegra aðilla.

Af þessum tveimur mjög svo slæmu kostum, annars vegar ESB með sínum kostum og göllum og hinsvegar að við stjórnum okkur að mestu leyti sjálf verð ég að velja þann seinni... jafnvel þó sagan segi að við séum engan veginn fær um að stjórna okkur sjálf og ættum helst af öllu að biðja Norðmenn að taka okkur aftur yfir... :? :roll:

Hér verður ekki veiddur svartfugl, eða refur eða neitt slíkt þegar inn í ESB er komið og hreindýra veiðar verða ríkramanna sport. Það er að minsta kosti mín tilfinning.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af Björn R. » 14 Feb 2013 09:37

Jú ESB er einmitt það sem ég er að tala um. Veit að við erum þegar búnir að taka upp megnið af reglunum þeirra og mér líst ekki vel á. Því miður virðumst við ekki ekki eiga sterka málsvara inná þingi þegar kemur að veiðum, kannski að flugustangveiðum undanskildum.

Ég þekki ósköp vel hversu auðvelt er að verða samdauna lífinu í 101 Reykjavík en fyrir þá sem vilja halda í gamlar hefðir og veiða sér til matar af og til finnst mér einfaldlega mannréttindi svo lengi sem náttúran bíður ekki skaða af.
Ég þekki of mikið af fólki sem nánast finnst ógeðslegt að drepa dýr sér til matar en þetta fólk sporðrenndi síðasta hreindýri frá mér af bestu lyst og hafði orð á því að þetta væri betra en nautakjöt! En að labba með mér eftir rjúpu, nei "ógeðslegt " eins og það var orðað.

Með kveðju
Ég er búinn að fá mín svör nú. Takk fyrir mig

Björn Róbert Jensson
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 14 Feb 2013 11:37

Það kom ýmislegt fróðlegt fram um stöðu skotveiða í ESB í þræði um refaveiðar í ESB vargur/stada-refsins-innan-esb-t126.html?hilit=ESB#p216.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af Björn R. » 14 Feb 2013 13:00

Greinilegt Guðni að fleiri en ég hafa verið að spá og spekulera! Fróðlegur þráður.
Nú ætla ég ekki að kvitta með nafni, var að reyna græja þetta sjálfvirkt!
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af Björn R. » 14 Feb 2013 13:01

En gekk ekki.
Verð að reyna aftur. Ætlaðist til að hér eftir kæmi sjálfvirk kveðja frá mér og mynd

Með kveðju
Björn Róbert Jensson
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skotveiðar og EES

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Feb 2013 20:38

Flottur Björn, þú ert til eftirbreytni, þó myndin hafi ekki komið í fyrstu tilraun.
Ég gafst upp við það á sínum tíma að koma myndinni inn en sendi bara allt ,,hele" til Magga Ragg. vefstjóra og hann reddaði hlutunum fyrir mig, það voru einhver hjúts vandræði hjá mér með stærðina á myndinni!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara