Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Gunnar Ásgeirsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:19 Mar 2013 09:50
Fullt nafn:Gunnar Ásgeirsson
Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af Gunnar Ásgeirsson » 19 Mar 2013 09:53

Íslenski refurinn - samstarf vísinda- og veiðimanna - verður FIMMTUDAGINN 21 mars kl. 20

Sæl veriði.

Staðfest hefur verið að Ester er komin í bæinn og fyrirlesturinn verður í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.

Ester Rut Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Melrakkasetursins verður með fyrirlestur um Íslenska refinn í félagsheimili Skotreynar Álfsnesi á fimmtudaginn 21 mars kl. 20.00. Félagsmenn Skotreynar eru hvattir til að mæta og fræðast um hið stórmerkilega dýr.

Ester er líffræðingur í doktorsnámi við Háskóla Íslands með langa reynslu af refarannsóknum sem hún tók fyrst þátt í árið 1998 á Hornströndum undir leiðsögn Páls Hersteinssonar. Hún hefur stundað rannsóknir á refum öll sumur síðan og þar á meðal á Svalbarða.

Hún mun svara spurningunni " Hvað er svona sérstakt við tófurnar okkar á Íslandi?"
Einnig mun hún fjalla um hvaða þekking er til staðar í dag einmitt vegna samstarfs vísinda- og veiðimanna og hvernig hefur sú þekking gefið okkur ákveðna sérstöðu í heiminum.
Hver er stofnstærð refastofnsins sem hefur bæði verið í sögulegu lágmarki og sögulegu hámarki frá því rannsóknir / skráning hófst.
Hvernig er frjósemi refsins háttað, geldtíðni, aldurssamsetningu, fæðuval, félagskerfi, o.s.frv.
Rannsóknir á refum á Hornströndum og viðkomu þeirra

Við hvetjum alla veiðimenn og aðra sem áhuga hafa á íslenska refnum að nýta tækifærið og hlíða á hvað vísindamenn hafa fram að færa og hvernig við getum unnið saman til að auka þekkingu okkar á þessum elsta frumbyggja Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram í félagsheimili Skotreynar að Álfsnesi (á skotsvæðinu). Athugið að svæðið er í um 17 km fjarlægð frá Reykjavík og reikna þarf með 20 mín. ferðatíma. Sjá má staðsetningu skotsvæðisins á korti með því að smella á þennan hlekk :http://skotreyn.is/heimasiða/skotæfingasvæði...

Kv. Gunnar Ásgeirsson.
Síðast breytt af Gunnar Ásgeirsson þann 21 Mar 2013 14:47, breytt 3 sinnum samtals.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Íslenski refurinn - samstarf vísinda- og veiðimanna

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Mar 2013 18:07

Mikið væri ánægjulegt ef einhver á vegum Bjarmalands eða með þekkingu og veiðireynslu af ref og samskiptum við Ester gæti farið og spurt velvalinna spurninga án skítkast eða svoleiðis heldur á kurteisum en ákveðnum nótum.
Og frætt mig svo hvernig fundurinn fór og hvað var rætt svona í grófum dráttum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Gunnar Ásgeirsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:19 Mar 2013 09:50
Fullt nafn:Gunnar Ásgeirsson

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af Gunnar Ásgeirsson » 21 Mar 2013 14:48

Staðfest hefur verið að Ester er komin í bæinn og fyrirlesturinn verður í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.

Kv. Gunnar Ásgeirsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af Morri » 21 Mar 2013 23:24

Mætti einhver á þetta?

Ég komst ekki í þetta sinn...

Ætlaði á þetta í gær, alltaf verið að fresta þessu!
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

egill_masson
Póstar í umræðu: 4
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af egill_masson » 22 Mar 2013 15:46

Já þetta var stórskemmtilegt hjá Ester. Hún lagði áherslu á sérstöðu Íslands þar sem refaveiðar hafa tíðkast lengi og sérstaklega grenjavinnsla. Hún leggur mikla áherslu á gott samstarf við veiðimenn og hluti Melrakkasetursins er helgaður fræðslu og munum sem tengjast refaveiðum að fornu og nýju.

Hún fékk úthlutað úr veiðikortasjóði núna til rannsókna á fæðu refa og sérstaklega mismun á fæðu strand- og landrefa. Gæti orðið mjög áhugavert.

Aðrir punktar eftir minni- stofninn hefur tífaldast síðan hann féll 1960-1970 og er ca 15 þúsund dýr. Ekki vitað af hverju - en ein kenningin er að breyttar veiðiáherslur, sem er aukin vetrarveiði með útburði hræja spili hér inn, auk meira fæðuúrvals almennt auðvitað.

Hún taldi ólíklegt að dýr flæddu af friðaða svæðinu á Hornströndum og studdi það því að bráðsmitandi eyrnamaur er í öllum refum á svæðinu en hefur ekki fundist langt utan þess. Þá styðja erfðafræði -rannsóknir aðskilnað stofna á vestfjarðaskaganum og meginlandinu.

Loks lýsti hún eftir refahræjum af Norðurlandi - henni berast nánast engin sýni þaðan.

Að þessu loknu var sýnd heimildarmynd um herráðið á Dýrafirði en það eru snillingar sem verja æðarvarp í firðinum á herfræðilegan hátt.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

egill_masson
Póstar í umræðu: 4
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af egill_masson » 22 Mar 2013 16:08

Hér má sjá smá bút úr myndinni um herráðið: http://www.youtube.com/watch?v=fY7vdTdCRYo
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af Spíri » 22 Mar 2013 18:12

Þetta lofar góðu, gott að heyra að hún Ester ætli að vinna með veiðimönnum en ekki á móti þeim. En mikið væri ég til í að sjá þessa heimildamynd "Herráðið" veit einhver hvar er hægt að nálgast hana? þá á ég að sjálfsögðu við að kaupa eða leigja, ekki að hala hana niður ólöglega ;)
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

egill_masson
Póstar í umræðu: 4
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af egill_masson » 22 Mar 2013 20:21

Sæll Þórður, kvikmyndargerðarmaðurinn heitir Haukur Sigurðsson og er að vestan. Hann er með netfang haukurihorni@hotmail.com og er örugglega til í að brenna disk og senda þér. Ég ætla að panta 1 stk.

Kv
Egill
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af Morri » 23 Mar 2013 00:15

Nefnd um úthlutanir úr veiðikortasjóði hafnaði umsókn hennar. Ráðherra breytti því og Ester fær allt sem hún sótti um. Var þetta ekki 3.2miljónir, eitthvað nærri lagi?

Svo vill hún að við sendum hræ til hennar??

Breyttar veiðiáherslur.

Best að hætta hér
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af hpþ » 23 Mar 2013 10:37

Þetta hefur örugglega verið áhugaverður fyrirlestur og skemmtilegur, en ég spyr; Hvað er að því að senda hræ til rannsókna þó Melrakkasetrið hafi fengið úthlutað úr veiðikortasjóði ?? Eru ekki rannsóknir af hinu góða ef þær nýtast öllum aðilum sem málefnið snertir ? Ég segi fyrir mitt leyti að þau samtöl sem ég átti við Pál Hersteinsson heitinn hafa gagnast mér ágætlega og gert mig fróðari um margt varðandi tófuna. Og það er alveg ljóst að margar þessar niðurstöður sem liggja fyrir um íslenska refinn hefðu ekki komið til nema með samvinnu við veiðimenn og það vita líffræðingarnir, þannig að ég trúi ekki að þeir vilji slíta þau tengsl sem veitir okkur áfram vitneskju um þetta merkilega dýr.
Sem sagt, við skulum ekki alltaf vera fúlir á móti heldur reyna að nota það jákvæða sem af þessari samvinnu hlýst. :D
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af skepnan » 23 Mar 2013 16:10

Sælir allir.
Þetta hérna veldur nú einhverjum heilabrotum hjá mér:
egill_masson skrifaði:Hún taldi ólíklegt að dýr flæddu af friðaða svæðinu á Hornströndum og studdi það því að bráðsmitandi eyrnamaur er í öllum refum á svæðinu en hefur ekki fundist langt utan þess.
Ég vissi ekki betur en að eyrnamaur smitaðist með snertingu, eins og í greni en refur helgar sér óðöl og er eftir því sem ég veit best ekki að kyssast og kjassast að Kremlar-sið við hvora aðra :shock:
Og svo, hvað verður um alla yrðlingana sem að alast upp á Hornströndum, kemur geimskip reglulega og "bímar" þá upp og fer með þá á aðrar plánetur :?: eða verða þeir eins og læmingjar og hópast saman og stökkva fyrir kletta :?: Ef þeir fara ekki út fyrir friðlandið hvað verður þá um þá????
Það ætti að láta hana hafa amk. 10 milljónir úr veiðikortasjóði til þess að rannsaka dularfulla refahvarfið á Hornströndum :twisted: :lol: :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

egill_masson
Póstar í umræðu: 4
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af egill_masson » 23 Mar 2013 17:17

Ómar, eins og ég skildi þetta með breyttar áherslur var verið að vísa til þess að minna væri um grenjavinnslu en áður og meiri áhersla á vetrarveiði og útburði hræja. En það skal tekið fram að ég er mjög langt frá því að vera sérfræðingur í þessum málum.

Hvað varðar eyrnamaurinn Keli, ættu þessir smituðu refir væntanlega að veiðast utan friðlandsins og finna sér maka þá smita þá og væntanlega yrðlinga.

En já, hvað verður um alla þessa uppkomnu refi - það er góð spurning sem ekki fékkst svar við að öðru leyti en því að töluvert er víst um að yrðlingar finnist dauðir í friðlandinu.

Mín niðurstaða eftir þetta kvöld er allavega að Melrakkasetur er ekki ógn við eða óvinur veiðimanna heldur þvert á móti. Og ég fagna auknum rannsóknum - sérstaklega á fæðuvali landrefa. Vonandi leiðir niðurstaða þeirra rannsókna til að þess taka verður stærð refastofnsins inní stofnstærðarlíkan fyrir rjúpuna.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Mar 2013 18:19

Ég var því miður erlendis.
Auðvitað er það bull að refir fari ekki úr friðlandinu.
Finni skaut t.d kubb úr agg gagg gagg í dölunum.

Málið er að Ester er að reyna bað selja okkur veiðimönnum rannsóknir sínar.
Hún átti ekki skilið styrkin úr veiðikortasjóð. Fær hann ekki aftur með skárri ráðherra.
Vantar faglegri rannsóknir og markmið, niðurstöður.

Það er hneyksli að hún skrifi markmið Íslands í saskiptum við evrópusambandið.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Mar 2013 18:36

Það sem Keli átti við með smitið úti á við er held ég að hvað vitum við um smitstærð en ég er mikill talsmaður fækkun á ref en ég skelli ekki "skolla" eyrum við svona upplýsingum og það er rétt að ef Ester var hafnað af sjóðnum á ráðherra ekkert með það að breyta því.
En aftur að grunninum ég er samt pínu forvitin hvernig standa á að rannsóknum á fæðuvali refa að vetri,
Skjóta ref við æti og gefa út að refurinn borðar það æti ?
Eða veiða í gildrur? Eða ljósálfa ?
En ég met samt þá viðleitan að reyna að upplýsa fæðuval rebba að vetri þar yrði mörgum álitaspurnigum svarað að nokkru leiti.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Mar 2013 18:59

Ætli það eigi ekki að standa að því einhvern veginn svona, eins og Hálfdán H. Helgason fór að forðum?
http://www.melrakki.is/greinar/skra/20/
Var þessi ritlingur annars ekki búið að koma fram hérna á skyttuspjallinu?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Mar 2013 22:59

Þekkti þessa rannsókn og einmitt gagnrýndi hana einmitt fyrir að dýrin voru skotin við útburð og flest af þeim hross og það reyndist svo vera aðalfæða þessara dýra sem ég sagði í hæðni á sínum tíma vera alveg stórmekilega uppgötvun að refir semsagt lifðu á hrossum hörðustu mánuðina,
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Mar 2013 23:25

Vandinn er að þegar þú hefurngefið upp að rebbi lyfi mest á berjum.
Að refir fyrir vestan fari ekki af kjálkanum.
Að ref hafi lítið fjölgað.
Að stofnin sé 15 þ dýr.

Byggt á bsc gráðu................
Tæki frekar mark á Bjarmalandsmönnum og hefðbundinni starfræði :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Íslenski refurinn í dag Fimmtudag kl. 20

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Mar 2013 23:49

Það er þetta með kjálkann og eyrnamaurin sem ég einhvernvergin kem ekki saman.
Ég á góða tík og var með hana hjá góðum dýralækni um daginn vegna eyrnabólgu og ég spurði hana hvort þetta gæti verið eyrnamaur og svarið var stutt og ákveðið nei það finnst varla eyrnamaur í hundum á Íslandi en er vandamál úti,
Ef þessi maur er svona skæður þá væri hann að valda leiðindum á sveitahundunum líka og læknar myndu vita af þessu.
<Bara svona annar vínkill á pælingarnar.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara