Það var verið að deila peningunum okkar.

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16
Það var verið að deila peningunum okkar.

Ólesinn póstur af Spíri » 21 Mar 2013 15:45

Jæja það var verið að úthluta úr veiðikortasjóðnum margfræga. Mér leikur forvitni á að vita að td. var Melrakkasetrið að fá pening til þess að rannsaka hvað refirnir éta að vetrarlagi, væri ekki upplagt fyrir Melrakkasetrið að vinna með veiðimönnum og rannsaka felld dýr. Þá fékk Náttúrufræðistofnun Íslands 10 milljónir til vöktunar á rjúpnastofninum, og sýnist mér sú ágæta stofnun vera áskrifandi á 10 millum árlega þó niðurstöður á rannsóknum þeirra liggi ekki fyrir, ja nema að rjúpu fer fækkandi.
En þetta er sjálfsagt allt gott og blessað :)


http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... ortasjodi/
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Það var verið að deila peningunum okkar.

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Mar 2013 17:17

Þetta er bara grátlegt
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Það var verið að deila peningunum okkar.

Ólesinn póstur af Morri » 21 Mar 2013 18:07

Endilega drífa sig upp á Álfsnes í kvöld og spyrja Ester á melrakkasetrinu hvað hún ætli að gera með þær niðurstöður sem rannsóknin kl 20:00 á því hvað refir éta á veturnar?????

http://skotreyn.is/frettir-fra-skotreyn ... ður-2013-2

Ég kemst ekki, þetta átti að vera í gær og ætlaði ég þá. Kemst ekki í kv, þessu var frestað um daginn líka.

Nefnd um úthlutanir úr veiðikortasjóði hafnaði umsókn hennar. Ráðherra breytti því og Ester fær allt sem hún sótti um.

Svo vill hún að við sendum hræ til hennar??
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Það var verið að deila peningunum okkar.

Ólesinn póstur af GBF » 22 Mar 2013 08:55

Úthlutunin hlýtur að vekja spurningar um til hvers nefndin hafi verið sett á laggirnar. Hver er með puttana í málinu ? Hvaða hagsmunagæsla er á ferðinni ? Af hverju eru ákveðnir aðilar í áskrift að fé sem ekkert fæst fyrir ?
Georg B. Friðriksson

Svara