Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Lundakall
Póstar í umræðu: 8
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason
Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Lundakall » 25 Mar 2013 23:38

Þó nokkuð sé liðið frá refa-fundinum í Skotreyn, þá hefur enginn ritað hér um hvað nákvæmlega fór þar fram. Ég ætla því að setja hér inn eitthvað af því sem ég punktaði hjá mér.

Til að byrja með: Ég var (eins og líklega margir aðrir) búinn að hreinsa og brýna vígtennurnar fyrir fundinn, því ég er einn af þeim sem eru harðir á því að ref þurfi að fækka verulega.

Hins vegar þróaðist fundurinn á allt annan veg en ég hélt.
Ester var á fræðilegu nótunum, talaði um tegundir refa, tímgun og fleira í þeim dúr. Megnið af því var ég reyndar búinn að lesa um í bókinni hans Theódórs, Á refaslóðum.
Það sem var nýtt fyrir mér var skyldleiki Melrakkans (refsins) við aðra stofna á heimsskautasvæðinu. Of langt mál yrði að fara út í það en þess má geta að um 150 mórauðir refir eru eftir í Skandinavíu og það eru álíka margir fræðingar að stúdera þá. Hins vegar er það mikið af ref hér á landi að hann er ekki skilgreindur í útrýmingarhættu.

Það þykir mjög merkilegt hve gott samband hefur verið milli vísindamanna og veiðimanna hér á landi, reyndar talið alveg sérstakt og til fyrirmyndar. Veiðimenn hafa verið duglegir að senda refi til rannsókna og það sem eldri refaskyttur hafa haldið bókhald yfir í gegnum tíðina er talinn dýrmætur fjársjóður. Ester talaði af virðingu um þessa menn og vill greinilega halda góðum kontakt við veiðimenn, enda er það grundvöllur fyrir það sem hún er að vinna að. Sagði reyndar að það vantaði fleiri sýni af norðurlandi en vonaðist til að hægt yrði að bæta úr því.

Þegar rætt var um refarannsóknir kom merkilegt í ljós. Það sem maður hefur haldið að væri peninga-austur í Hornstranda-friðlandið, það er að fara í refakrufningu og fleira í þeim dúr. (Reyndar er til gríðarlegt magn upplýsinga vegna þess). Hins vegar hafa Hornstrandir lítið sem ekkert verið rannsakaðar. Farið var með gamla refaskyttu (minnir að hann hafi verið 92 ára) á svæðið árið 1992 og þannig voru grenin kortlögð. Sá gamli var um borð í bátnum og sagði nákvæmlega til um hvert átti að fara. Við þennan hól, þetta marga metra, í þessa átt og það skeikaði ekki um millimeter!!!
Veiðimenn hafa verið mikilvægir varðandi upplýsingar um svæðið.
Svo var eitt sumar að eitt greni var vaktað og atferli íbúanna skráð.
Ester og maður hennar hafa farið mikið um svæðið á sumrin í frítíma sínum.
Það virðist ekki vera um stórkostlegar rannsóknir á Hornstrandasvæðinu að ræða eins og maður hélt.

Svo kynnti hún fyrir okkur Melrakkasetrið. Það er staðsett á Súðavík, en ekki á Hornströndum. Hluti af safninu er helgaður veiðimönnum. Aðferðum, veiðitækjum og fleira í þeim dúr er gert skil og eins eru myndir af mörgum þessum gömlu kempum.
Auðvitað er saga refsins tíunduð og svo eru þarna nokkrir uppstoppaðir refir.
Ester hefur nánast fengið morðhótanir frá nokkrum náttúruverndarsinnum fyrir að vera með uppstoppaða refi til sýnis og sagði að þetta fólk væri yfirleitt mun vanstilltara en veiðimenn sem vildu ræða málin á kurteisum og fræðilegum nótum.
Ég segi fyrir mig að eftir þessa kynningu mun ég leggja leið mína AÐ Melrakkasetrinu, í stað þess að ég hefði lagt leið mína FRÁ því fyrir þennan fund.

Varðandi það að refir af Hornströndum færu á önnur svæði, þá sagði hún að rannsóknir bentu ekki til þess. Það er byggt á eyrnamaur sem finnst í refum í friðlandinu en ekki fundist annars staðar.

Hún sagðist hafa fengið styrk til að rannsaka magainnihald refa og þá sérstaklega fyndist henni fróðlegt að skoða það með tilliti til búsetu.

Mínar hugleiðingar eftir fundinn:
Mér finnst að Náttúrustofnun Íslands eigi að sjá um að veita fjármunum í krufningu refa. Ég get ekki séð að það sé í verkahring Veiðikortasjóðs. Mér finnst að Veiðikortasjóður eigi frekar að greiða veiðimönnum þóknun fyrir að koma refum til rannsókna. Ester talaði um mikilvægi þess að ganga vel frá því sem sent er til þeirra, t.d. merkja vel og með góðum upplýsingum, sett í plastpoka og fest við dýrið. Maðkaðir refir eru ekki hæfir til rannsókna!!!

Varðandi eyrnamaurinn. Það er verkefni fyrir Veiðikortasjóð. Skjóta ca. 5 refi á völdum svæðum í friðlandinu og meðhöndla þá eins og refi frá öðrum svæðum – og athuga svo mismuninn. Þetta segi ég vegna þess að eftir að lundi hefur verið aflífaður, þá fer lúsin af honum. Lundapysjur (kofur) eru ekki með lús.

Varðandi magainnihaldið – þá er það fróðlegt. Mætti t.d. gera á 5 ára fresti. Það er reyndar frekar fyrirsjáanlegt hvað er í maga þeirra refa sem leita í útborið æti – en þeim mun fróðlegra hjá hinum.

Með kveðju,
Lundakall
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

egill_masson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af egill_masson » 26 Mar 2013 14:36

Sæll Eyjólfur, ég tek undir skoðun þína um að Veiðikortasjóður ætti að greiða veiðimönnum þóknun fyrir að koma refum til rannsókna.
Kv
Egill
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 26 Mar 2013 17:10

Sæll Eyjólfur.
Kærar þakkir fyrir góða samantekt og fróðlega.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Lundakall
Póstar í umræðu: 8
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Lundakall » 03 Apr 2013 21:47

Sælir Egill og Jón
Takk fyrir að svara mér.

Ég var reyndar að vona að fleiri mundu tjá sig, sérstaklega um hugleiðingar mínar neðst í pistlinum.

Kannski er það bara þannig að menn hafa fest sig í þeim gír (eins og ég hef reyndar stundum gert sjálfur) að bölsótast út í fégráðuga rannsóknarmenn.

Vandinn liggur ekki þar, heldur hjá Veiðikortasjóði sem veitir peningum okkar hægri-vinstri eins og enginn sé morgundagurinn. Þar vantar bæði aðhald og skipulag !!!
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Gisminn » 03 Apr 2013 22:06

Ég er að mestu sammála þér og fannst lítið við að bæta og það er líka sennilega rétt að þó mér finnist vísindamennirnir vera orðnir full öruggir með spenan og skila litlu til baka þá er vandin aðhaldsleysi eða hreinlega vinamenningin hjá kortasjóð aðal vandin enda sama hvað maður myndi æmta og skræmta þeim er sama á meðan það koma peningar til að deila út.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Lundakall
Póstar í umræðu: 8
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Lundakall » 03 Apr 2013 22:13

Sæll Gisminn
Takk fyrir þetta. Ég er að spá í hvort ekki sé hægt að koma einhverju lagi á Veiðikortasjóðinn.
Alls staðar þar sem menn fá styrki til rannsókna þarf að senda inn faglega umsókn um hvað á að gera og af hverju. Síðan er skilað skýrslu um árangurinn.
Í okkar tilfelli er ekkert gert af þessu. Urrrrrrr. Peningunum bara sóað - megnið tómt rugl.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Gisminn » 03 Apr 2013 22:19

Sjáðu til dæmis Ester henni var hafnað um styrk en fékk samt styrkin þar sem æðri stofnun kippti í spottann svona til dæmis en úff ég vill ekki fara á flug en af nógu er að taka.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
oskararn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:18 Dec 2012 11:35
Fullt nafn:Óskar Arnórsson
Staðsetning:Akranes

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af oskararn » 03 Apr 2013 22:21

Og ekki bara það að skýrslu sé skilað, það er stundum krafa um að hún sé birt. Þannig verða stundum framfarir í vísindunum (lækna-, geim-, hug-, veiði-?)
Óskar Arnórsson, Akranesi
oskararn@gmail.com

Lundakall
Póstar í umræðu: 8
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Lundakall » 03 Apr 2013 22:34

Já, þetta er mjög furðulegt, svo ekki sé meira sagt.
Enn furðulegra finnst mér að það er hvergi hægt að skoða hvað þetta fólk er að rannsaka.
Það er t.d. stór-furðulegt að hvergi er hægt að sjá stafkrók um hvernig rjúpnarannsóknirnar ganga, þó skilst mér að þetta séu að verða orðin um 18 ár og nærri 150 milljónir. Elstu niðurstöðurnar eru orðnar hundgamlar og ekki nothæfar fyrir neitt nema línurit og svoleiðis.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

GummiValda
Póstar í umræðu: 4
Póstar:17
Skráður:05 Mar 2013 20:31
Fullt nafn:Guðmundur Valdimarsson

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af GummiValda » 07 Apr 2013 16:04

Sæll Eyjólfur.

Var þetta ekki misheyrn hjá þér með að refirnir fari ekki útaf friðlandinu?

Ester hlýtur allavega að vita betur.

Ég skaut t.d merktan ref frá Kjaransvík við Rauðamýri í Ísafjarðardjúpi og á sama tími sást annar sem ekki náðist. Og einn skaut ég á Snæfjallaströnd sem hafði verið merktur í Furufirði.

Svo veit ég að einn merktur refur frá Kjaransvík var skotinn við flugvöllinn á Þingeyri fyrir nokkrum árum.

Ég trú ekki að þetta séu einsdæmi.
Guðmundur Valdimarsson
Ísafirði
Sími 8614694
g.valda@simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Apr 2013 23:11

Takk fyrir þessa fræðslu Guðmundur og virkilega gott að vita þetta .
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af E.Har » 08 Apr 2013 10:38

Ef ég man rétt þá skaut Finni Kubb úr bíkinni Agggagagg í dölunum. :lol:
Hef aðeins reynt að stoppa ölduna í Hrútafyrði.

Málið er að þegar fólk velur niðurstöðuna fyrirfram og velur svo hvaða rök það notar til að styðja sína skoðun.

Finnst allaveg fátt í refarannsóknum undanfarin ár uppfylla mínarkröfur um faglega vinnu.
Af hverju eru ekki allar þessar rannsóknir á ref og mink aðgengilegar almenningi. Við borgum fyrir þær.

Hvað finnst til dæmis gömlu refunum í Bjarmalandi um þær!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Lundakall
Póstar í umræðu: 8
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Lundakall » 08 Apr 2013 21:35

Ekki finnst mér skrýtið að GummiValda spurji hvort lundakallinn sé farinn að heyra illa. :D
Ég hefði sko viljað vita um þessa refi sem augljóslega voru frá friðlandinu ÁÐUR EN ég fór á fundinn, því Ester margsagði að þeir færu ekkert þaðan. Friðlandið væri 580 ferkílómetrar og haftið um 7 km og svo átti að vera nóg að éta þar.
Hún talaði mikið um þennan eyrnamaur sem á að vera í ÖLLUM refum í friðlandinu, en hvergi annars staðar. Svo þá er spurningin, voru þessir refir með fræga eyrnamaurinn eða voru þeir sendir til rannsóknar?
Svo ég minni á það sem ég skrifaði áður:
Varðandi eyrnamaurinn. Það er verkefni fyrir Veiðikortasjóð. Skjóta ca. 5 refi á völdum svæðum í friðlandinu og meðhöndla þá eins og refi frá öðrum svæðum – og athuga svo mismuninn. Þetta segi ég vegna þess að eftir að lundi hefur verið aflífaður, þá fer lúsin af honum. Lundapysjur (kofur) eru ekki með lús.
Mikið er ég glaður með að E.Har tekur undir það sem ég hef mikið verið að reyna að koma að, nefnilega að þeir sem fá úthlutað úr Veiðikortasjóði þurfi að skila inn skriflegri umsókn og skila síðan skýrslu um árangurinn og það sé öllum aðgengilegt, t.d. á vef UST. (oskararn segir að það sé víðast krafa og það passar við mínar upplýsingar). Síðan finnst mér að þeir sem skila inn veiðiskýrslu geti kommenterað á árangurinn.
Þetta gæti verið í töflu, nafn styrkþega og síðan merkt við: Mjög gott - Gott - Hlutlaus - Lélegt - Mjög lélegt. Ef styrkþegi fær mikið af slæmum umsögnum fær hann ekki styrk aftur og eins ef hann ekki skilar inn skýrslu.
Þetta ætti að geta minnkað eða komið í veg fyrir viðvarandi vandamál eða eins og E.Har skrifar:
Málið er að þegar fólk velur niðurstöðuna fyrirfram og velur svo hvaða rök það notar til að styðja sína skoðun.
Við erum skoðanabræður með þessa furðulegu áráttu of margra vísindamanna að gefa sér einhverja niðurstöðu og gera svo allt til að styðja hana og henda eða fela gögn sem ekki passar við þessa fyrirfram gefnu niðurstöðu. :evil:
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

GummiValda
Póstar í umræðu: 4
Póstar:17
Skráður:05 Mar 2013 20:31
Fullt nafn:Guðmundur Valdimarsson

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af GummiValda » 08 Apr 2013 21:45

Ég var að reyna að finna skýrslurnar um þessa refi og aðra sem ég hef sent inn, en finn þær því miður ekki. Ég er búinn að senda þó nokkuð inn bæði úr djúpinu og héðan í kring um Ísafjörð. Megnið af þessu var með eyrnamaur. Ég hlýt að finna þetta einhvern tíma... vona allavega að það sé ekki búið að henda þessu. Eru þessi gögn hvergi aðgengileg???
Guðmundur Valdimarsson
Ísafirði
Sími 8614694
g.valda@simnet.is

Lundakall
Póstar í umræðu: 8
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Lundakall » 08 Apr 2013 22:05

Það er alveg magnað, þetta með eyrnamaurinn.
Mér finnst að fróðlegt væri að vita hvort þetta er í ÖLLUM refum í friðlandinu.
Veistu hvort eyrnamaurinn fer úr dauðum ref eða bíður hann þess sem verða vill?
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

Lundakall
Póstar í umræðu: 8
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Lundakall » 08 Apr 2013 22:09

Já, varðandi aðgengileg gögn.
Ég er kannski ekki sá flinkasti í að leita, en ég get hvergi fundið neitt um neinar rannsóknir sem gerðar hafa verið fyrir peninga úr veiðikortasjóði.
Þetta virðist bara vera algjört leyndó - eða að okkur veiðimönnum komi þetta ekkert við. :(
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

Oddgeir
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:09 Apr 2013 00:15
Fullt nafn:Guðmundur Oddgeir Indriðason

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Oddgeir » 09 Apr 2013 00:34

það má finna talsvert um veiðikortasjóðinn á heimasíðu Skotvis ef sett er í leitina veiðikortasjóður.
Skilgreining veiðikortasjóðs er alltof víð og veitir ráðherra að úthluta eftir sínum geðþótta og hundsa ráðgjafanefndina
Kv
Oddgeir

GummiValda
Póstar í umræðu: 4
Póstar:17
Skráður:05 Mar 2013 20:31
Fullt nafn:Guðmundur Valdimarsson

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af GummiValda » 09 Apr 2013 21:44

Lundakall skrifaði:Það er alveg magnað, þetta með eyrnamaurinn.
Mér finnst að fróðlegt væri að vita hvort þetta er í ÖLLUM refum í friðlandinu.
Veistu hvort eyrnamaurinn fer úr dauðum ref eða bíður hann þess sem verða vill?
Ég þykist vita að eyrnamaurinn fari ekki neitt. Annars fyndist hann varla að neinu marki. Oftar en ekki komast hræin hjá mér ekki í frost fyrr en eins til tveggja daga gömul og samt finnst í þeim eyrnamaur.
Guðmundur Valdimarsson
Ísafirði
Sími 8614694
g.valda@simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Apr 2013 21:59

Ef þessi maur er svona bráðsmitandi eru ekki allir hundar þarna með eyrnamaur?
Ég spurði dýralækni af þessari spurningu og hún sagði bara blátt áfram að eyrnarmaur fyndist varla í hundum á Íslandi en væri talsvert vandamál í öðrum löndum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

GummiValda
Póstar í umræðu: 4
Póstar:17
Skráður:05 Mar 2013 20:31
Fullt nafn:Guðmundur Valdimarsson

Re: Melrakkasetur, Ester og fundurinn

Ólesinn póstur af GummiValda » 09 Apr 2013 21:59

Jæja ég fann niðurstöður frá 2009. Af 13 dýrum sem ég sendi inn voru 3 með eyrnamaur. 2 skotin í Mjóafirði og eitt í Þernuvík við djúp.
Guðmundur Valdimarsson
Ísafirði
Sími 8614694
g.valda@simnet.is

Svara