Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Apr 2013 08:34

Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Apr 2013 08:52

Ég myndi nota 12 gauge slug...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Spíri » 30 Apr 2013 09:31

Fyrir nokkrum árum synti háhyrningur á fyllinguna við Gilsfjarðarbrúna og strandaði þar, þegar ljóst þótti að ekki væri hægt að bjarga skepnunni var tekin ákvörðun um að lóga hvalnum. Fengin var skytta til verksins og ekki vildi betur til en svo að ekki tókst að drepa hvalinn þrátt fyrir að hann hafi verið skotinn allmörgum sinnum í hausinn, og var endirinn að hann var skorinn. Í kjölfarið sendi landbúnaðarráðuneytið leiðbeiningar til veiðeigandi embætta/stofnana um hvernig skyldi aflífa háhyrninga með skoti. Er búinn að reyna að google umfjöllun um þetta en finn ekkert, en ég man vel að Skessuhorn birti greinar um þetta mál.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 30 Apr 2013 09:57

Sælir.
Held að caliberið skifti ekki öllu máli það er frekar kúlan að mínu mati tæki helst solidbrass kúlu eða fullmetaljacket með mjög þykkri kápu. til að ná í gegnum spik eða bein ef það er færi á haus annars voru hrefnubátarnir oft með 458 til að aflífa í gamladaga. slögg eru ekki hentug í þetta verk of mjúk og of hæg til að ná "penetration".
Hef séð þessa grein nafni minn Pálmason á þetta til ef ég man rétt og fræðir okkur kænski um þetta.
Annars bara minn 2kall.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af konnari » 30 Apr 2013 11:31

Ég myndi nota 458 Lott (með 500 gr. kúlu) sem ég á :D
Kv. Ingvar Kristjánsson

Baldvin
Póstar í umræðu: 2
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Baldvin » 30 Apr 2013 11:35

Það ætti að duga :D
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 30 Apr 2013 12:23

Sælir.

Það eru til verklagsreglur varðandi þessi mál og samkvæmt þeim þá á að nota a.m.k. riffil í 11,6 mm
(.458 cal) og alklæddar kúlur með ávölum oddi á stóra hvali.
Háhyrningur telst til stórra hvala.
Á litla hvali á að nota samkvæmt reglunum riffil í a.m.k. cal .3006
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Baldvin
Póstar í umræðu: 2
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Baldvin » 30 Apr 2013 14:31

Hvað ætli séu til margar svona stórar safarí-kanónur (eða hreinlega skriðdrekabyssur) á skerinu?

Á ríkið einhver verkfæri sérstaklega ætluð í svona verkefni?
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af maggragg » 01 May 2013 00:20

Ríkið á ekkert til þessara verka, nema þá fallbyssuna á Þór :) Treysta á einkaaðilia í þessu. Veit ekki hversu margir eiga .458 cal samt, en ég hef alloft gluggað í gegnum þessar reglur, sem eru nokkuð umfangsmiklar miðað við málefnið...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 01 May 2013 10:03

Ég held að það sé nú alveg til eitthvað af þessum byssum hérna. Bróðir minn á t.d. eina síðan hann kom í gang námskeiði fyrir hrefnuveiðimenn fyrir nokkrum árum síðan.

Hann fór reyndar svo bara og veiddi eina eða tvær hrefnur ef ég man rétt. Hann notaði 500 grs kúlur svo þetta bankar mann nú alveg nokkuð hressilega.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 May 2013 11:53

Er þetta ekki málið til að skjóta háhyrning, brassið er allavega nógu stórt og varla klikkar þessi kúla, ekki svo naugið hvar hún hittir, málið dautt og háhyrningurinn líka!
Viðhengi
Man-Torpedoes.jpg
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af konnari » 01 May 2013 14:36

Fyrir utan sjalfan mig veit ég um fjóra sem eiga 458 Lott svo veit ég um einn 458 Win Mag og þeir eru eflaust mikið fleiri !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Morri » 01 May 2013 15:43

Sælir

Það þarf nú líklega ekki neina ofurbyssu til að aflífa háhyrning á þurru landi, þar sem skotmarkið er allt uppúr sjó og hægt að fara nálægt ef maður vill.

Hugsa að flest caliber yfir 22.hornet fari létt með þetta verk
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af karlguðna » 02 May 2013 18:20

Ómar er ekki það þykk spikkápa á þessum hvölum að það þurfi svolítið stærra ???? nú er ég bara að spyrja án þess að þekkja neitt málið en ég held reyndar að Sigurður hreindýrabani hafi kannske farið aðeins yfir markið , en mig þætti nú gaman að vita HVAR er best að skjóta þessi grey ef þrengir að.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Morri » 02 May 2013 18:35

Ég þekki ekki til svona aflífunar, skaut þessu svona fram.

Alltaf þegar eitthvað svona kemur upp þá er talað um allar heimsins stærstu fallbyssur í því samhengi að aflífa.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 02 May 2013 19:56

Varðandi það hvar á að skjóta, þá kemur það skýrt fram í leiðbeiningunum/verklagsreglunum.
Það á að vera hægt að nálgast þær, ef vilji er fyrir hendi.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða stærð af byssu er notað í Háhyrning ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 May 2013 22:25

Ég held nú að það sé langeinfaldast að skera þá við þessar aðstæður, það er víst tiltölulega einfaldur hlutur.
Ég skil ekki þessa histeríu sem fer í gang þegar háhyrningar eða aðrir smáhvalir synda á land, allir sem vetlingi geta valdið fara á staðinn og reyna að koma þeim aftur á haf út.
Menn leggja að vísu ekki í stórhvelin, enda þurfa menn kannski að valda meiru en vettlingi til að koma þeim út úr fjörunni!
Vita menn ekki að þegar hvalir taka upp á því að synda á land er eitthvað að þeim og ekkert að gera nema lóga þeim sem fyrst, til að stytta þeim dauðastríðið.
Þó fólk komi einum og einum á haf út reka þeir bara dauðir annarsstaðar fljótlega eða drepast í hafi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara