Stærstu tarfarnir á klakanum

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54
Stærstu tarfarnir á klakanum

Ólesinn póstur af T.K. » 11 May 2013 11:12

Daginn.

Hvað er stærsti/þyngsti hrein-tarfur sem veiðst hefur á Íslandi stór/þungur?

Einnig væri gaman að heyra og sjá hvað menn hérna á spjallinu hafa fellt veglega tarfa, færið sem skotið var á og hvaða kúla.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærstu tarfarnir á klakanum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 May 2013 11:53

Þeir stæstu sem ég hef heyrt talað um eru milli 130 og 140 kíló að fallþunga. Minnir ég hafi heyrt um 135 kíló.
Það verður hins vegar að taka öllum tölum um ofurþunga hreindýrstarfa með nokkrum fyrirvara, þessir skrokkar eru viktaðir við misjafnar aðstæður á mismunandi viktir.
Til dæmis, eru allir hreindýrsskrokkar sem flegnir eru hjá mér viktaðir á sömu viktina og hafa alltaf verið.
Þessi vigt er gamall ,,Saltari" sem tekur 200 kíló, sem kom í hús heima á Vaðbrekku árið 1973 að mig minnir, svo hún er orðin 40 ára gömul og stendur enn fyrir sínu, til dæmis notaði faðir minn hana allan þann tíma sem hann sinnti ullarmati vítt um Austurland og reyndar víðar, sennilega í um 30 ár.
Það er hins vegar deginum ljósara að þessi vigt hefur hvergi fengið löggildingu þó bændur hafi ekki gert athugasemdir við að fá greitt fyrir ullina sína eftir henni.
Hins vegar hef ég oft heyrt tölur um svo og svo mikinn þunga en þegar frekar er að spurt kemur í ljós að ekki fást svör um á hvernig vigt skrokkurinn var viktaður, eða jafnvel menn viðurkenna grímulaust að þunginn sé áætlaður.
Síðan þegar skrokkurinn er úrbeinaður á staðnum eða tekinn í sundur og léttur eins mikið og hægt er til að auðveldara sé að bera hann er kannski einhverju tilviljanakenndu bætt við þyngdina fyrir það sem eftir varð á staðnum, ég tala nú ekki um ef það er öll beinagrindin, geta þessar þyngdatölur verið mjög á reiki.
Veiðimenn eða leiðsögumenn eru alla jafna ekki með pundara í vasanum til að halda þessum tölum saman.
Þrír þyngstu tarfarnir sem veiddir hafa verið með mér eru 117 kíló Jón Jósefsson árið 2004 (sjá mynd) cal. 308 færi um 150 metrar, 116 kíló Hallgrímur Hallsson cal. 2506 færi 130 metrar, 115 kíló Axel Kristjánsson cal. 300 H&H færi 120 metrar.
Þyngsti tarfurinn hjá mér síðasta haust var 110 kíló, hann veiddi Pétur Bl. Gíslason í Flatarheiðinni.
Þessi veiðitúr sem Jón Jósefsson veiddi sinn tarf er eftirminnilegur auk 117 kíló tarfsins hans veiddi Stefán bróðir hans 110 kílóa tarf og Steini bróðir 105 kílóa tarf (sjá einnig mynd).

Síðan er annar mælikvarði sem vert er að huga að hornamælingin sem hefur verið framkvæmd frá árinu 2004 og Reimar Ásgeirsson stendur fyrir, þar er mælt eftir Bone & Crokket kerfinu, sem er Kanadískt eða Amerískt að uppruna.
Þar flokkast hornin í gull yfir 360 tommur, silfur milli 350 og 360 tommur ef ég man rétt og brons sem lenda undir 350 tommum.
http://lifandiuppstoppun.com/index.php? ... &Itemid=40
Viðhengi
870_7100.JPG
Jón Jósefsson við 117 kílóa tarfinn sinn.
871_7128.JPG
Frá vinstri, Steini bró... Stefán, Jón.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 1
Póstar:16
Skráður:28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn:Ívar Karl Hafliðason

Re: Stærstu tarfarnir á klakanum

Ólesinn póstur af ivarkh » 12 May 2013 22:39

Sælir
Ég hef nú ekki verið í þessu eins lengi og margir aðrir leiðsögumenn en hef síðstu tvö ár tekið nokkra flotta tarfa á mínum veiðum. 119kg í fyrra og með krúnu sem er vel yfir gulli var feldur á öxi með 308 af um 100m. Fór líka í fyrra í Þrætutungur (svæði 1) og tókum þrjá tudda en sá þyngsti var 118kg feldur með 243 af um 130m færi en þeir voru allir vel yfir 100kg. 2011 tók var felur með mér 118 kg tarfur á Sandfelli 6.5-284 á 80m, 115 kg tarfur við Fríðufell 308 á 90m og 114 kg tarfur við Lambalæk í Þrætutungum af svona 50m og var hjörðin nánast við það að labba yfir okkur þar sem við lágum og völdum okkur tarf. Sjálfur tók ég 110kg tarf með honum Eið Gísla í fyrra. Hér eru nokkrar myndir.
Kveðja að austan Ívar Karl Hafliðason leiðsögumaður
IMG_0631Lítil.jpg
119kgGull
IMG_0631Lítil.jpg (52.05KiB)Skoðað 1411 sinnum
IMG_0631Lítil.jpg
119kgGull
IMG_0631Lítil.jpg (52.05KiB)Skoðað 1411 sinnum
SmjörfjöllLítil.jpg
Þrír úr Þrætutungum
SmjörfjöllLítil.jpg (37.32KiB)Skoðað 1411 sinnum
SmjörfjöllLítil.jpg
Þrír úr Þrætutungum
SmjörfjöllLítil.jpg (37.32KiB)Skoðað 1411 sinnum
IvarKarlLitil.jpg
Ég sjálfur í fyrra
IvarKarlLitil.jpg (38.18KiB)Skoðað 1411 sinnum
IvarKarlLitil.jpg
Ég sjálfur í fyrra
IvarKarlLitil.jpg (38.18KiB)Skoðað 1411 sinnum
Kv Ívar Karl

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Stærstu tarfarnir á klakanum

Ólesinn póstur af E.Har » 13 May 2013 15:56

Búin að fikta í þessu nokkur árin en fáir farið yfir 110 kg.
Persónulega finnst mér mjög gott ef menn eru að fá 100+
Þá reyndir veiðimenn.

Tveir stærstu sem ég hef gædað á eru:
Ívar Erlends 118 á svæði 9. Gamall durgur með lurkahorn sem var svo stolið!
Valur Righter byssusmiður 125 kg á svæði 5, Sandvík. Tekin í tvennt en vigtaðaur á löggiltri hafnarvog á Ísafyrði á þriðja degi.

Finnst gaman að eltast við svona afa en það þarf að gefa sér auka daga í það, og hafa nokkra góða vini með til að tosa þessu heim.

Á Palli Leifs ekki einhvern yfir 130 kg? var það ekki einhver heimalingur?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara