Varðandi hreindýraskotprófin.

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur
Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 10 Jun 2013 22:45

Sælir.
Úr því að það á að gefa afslátt fyrir félaga í skottfélagi sem fara í fara í hreindýr á það þá ekki alveg eins að greiða niður veiðikort fyrir þá sem vilja frekar veiða gæs og sel heldur en hreindýr eða niðurgreiða fyrir þá veiðipróf erlendis eða europassa, nú eða bara keppnisgjöldin í skotkeppnum.
Þarna er skotvís að hvetja til mismununar skotfélaganna á félögum eftir því hver er aðaláhugi manna á sportinu er.
Ef skotvís er svona umhugað um fjárhag veiðimanna ættu þeir kænski að styrkja bágstadda hreindýra veiðimenn um afslátt á árgjaldi hjá sér, eða þá bara að fá leigða aðstöðu og halda skotpróf sjálfir fyrir sína félaga og gesti og gangandi, það er örugglega hægt að lána þeim riffilaðstöðuna frítt. þeir geta þá séð um framkvæmdina.
Síðast breytt af Aflabrestur þann 10 Jun 2013 22:49, breytt í 1 skipti samtals.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 10 Jun 2013 22:46

Heh... góður Jóhann! Ertu búinn að fá kúlurnar, ég er líklega að fara úr bænum á smá varmint skytterí á fimmtudaginn. Það lítur út fyrir að það verði rosa fínt veður á miðvikudaginn!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af jon_m » 11 Jun 2013 01:05

Sammála Jóhanni, eru menn ofgóðir til að æfa sig og sanna sig áður en þeir leggja í veiðiferð ?

Hvaða máli skipta 4.500 kr í veiðiferð sem kostar aldrei minna en 100 þús og líklega oftar nær 300 þús ? Mögulega verða þær til þess að veiðiferðin heppnast vel og verður eftirminnileg upplifun fyrir veiðimanninn.

Steppi, það að hitta tíkall á 400 metra færi gerir engann að hæfum veiðimanni. Ekki er sjálfgefið að þú þekki muninn á tarfi og kú, þekkir svæðamörk, landamerki eða vitir hvar þú átt að leita að hreindýrum á viðkomandi svæði. Góð skytta fellir ekki dýr sem hún finnur ekki.

Skotprófin hafa sannarlega sannað gildi sitt og eru komin til að vera. Persónulega skiptir mig engu hver fær hvaða krónur eða hvernig hann ráðstafar þeim.

Farið og æfið ykkur takið prófið og hættið þessu væli, þeir sem kvarta mest eru þeir sem skjóta mest og er aðeins formsatriði fyrir að mæta í prófið. Vilja menn ekki líka spara sér veiðileyfið þar erum við þó að tala um einhvarja upphæð sem mönnum munar um, hver þarf veiðileyfi er ekki nóg af hreindýrum ?
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Jun 2013 12:56

jon_m skrifaði: Steppi, það að hitta tíkall á 400 metra færi gerir engann að hæfum veiðimanni. Ekki er sjálfgefið að þú þekki muninn á tarfi og kú, þekkir svæðamörk, landamerki eða vitir hvar þú átt að leita að hreindýrum á viðkomandi svæði. Góð skytta fellir ekki dýr sem hún finnur ekki.
Það er samt aldrei verra að vera flínkur að skjóta... :lol: að sama skapi get ég sagt að sá sem ekki kann að skjóta fellir heldur tæpast dýr, þó hann kunni að finna þau... 8-)

Þetta eru reyndar öfgarnar sitt í hvora áttina, best er að vera góður í báðu, þá gegnur þetta yfirleitt ágætlega... Við skulum stofna þráð síðar um leiðsögumanna kerfið, sem er náttúrulega brandari eins og það er uppbyggt í dag. Kannski ekki fyrir þá sem eru í því, fyrir þá sem eru að reyna að komast inn í það!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af johann » 11 Jun 2013 15:49

á morgun væri fínt, er kominn með skítsæmilega hleðslu fyrir Sierruna - 45 og 47 á æfingablaði (reyndar eitt fallið líka, en það var vegna þess að ég lá illa í mölinni). Hringi í þig.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af E.Har » 11 Jun 2013 16:07

Svo það sé á hreinu þá er þetta mín skoðun ekki SKOTVÍS :mrgreen: :mrgreen: :mrgreen:

Ef félag gæfi til dæmis afslátt upp á 1500 kr til félagsmanna, og það hefði það að fleirru tækju prófið þá kemur félagið samt út í 2500 kr + fyrir hvern sem tæki prófið! :lol:

Ef það yrði til að heldur fleirri gengju í félög og æfðu sig meira þá væri það fínt! Lika + fyrir félögin! :roll:

Finnst bara ekkert að því þó miðlægsamheitaverðlagning UST á hverju sem nefnir að nefnast sé gagnrýnd! Dreg meira að segja í efa að svona samráð sé löglegt!

Ekki skilja það svo að ég sjái eftir þessum krónum í skotfélögin.
Þau eru vel að hverri krónu kominn.

Finnst bara allt í kringum þessi próf vera unnið með öfugum skönkunum!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 8
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 11 Jun 2013 18:26

Sæll félagi Einar.

Þetta er nú ekki alveg svona einfalt, þar sem um opinbera verðskrá er að ræða eins og komið hefur fram.
Óheimilt er að víkja frá henni og gefa einhvern afslátt eða endurgreiðslu til félagsmanna.
Hef reyndar grun um að flestir af okkar félagsmönnum í Ósmann myndu afþakka slíkan afslátt.
Um verðsamráð var ekki að ræða, þegar einn aðili ákvarðar verðskrána.
Það myndu ekki koma fleiri félagsmenn til að taka prófið, einfaldlega vegna þess að prófið taka aðeins þeir, sem hafa fengið úthlutuðu dýri.
Varðandi það að félagsmönnum myndi fjölga, þá dreg ég það í efa.
Við á Króknum höfum reyndar ákveðna sérstöðu varðandi félagsmenn og fl.
Við auglýsum td aldrei eftir nýjum félagsmönnum. Þeir sem vilja ganga i félagið, óska sérstaklega eftir því. Við erum ekki háðir neinum opinberum styrkjum og ásælumst ekki lottópeningana.
Hausatala félagsmanna skiftir okkur því engu máli. Viljum frekar vera fáir og virkir, en margir og óvirkir.
Varðandi það hvort að prófgjaldið sé of hátt, þá er því best svarað með orðum eins af gestum okkar sem kom í síðasta mánuði til okkar, en hann sagði:
,,Nú, ekki meira" Segir þetta ekki allt sem segja þarf ?
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af sindrisig » 11 Jun 2013 21:46

Hvenær hefur 5000 kall ekki skipt neinu máli, þegar um er að ræða nokkra sem þarf að punga út? Væri ekki allt í lagi að hækka þá félagsgjöldin í skotfélögunum? Þegar minnst er á félagsgjöld, væri ekki ráð að hafa skotprófið innifalið í þeim, burt séð frá því hvort farið er á hreindýr eða ekki.

Einar bendir réttilega á einn hlut í þessu öllu og það er að sumir sem eru að fara á hreindýr þetta árið komast hjá því að borga til jafns við hina, ef rétt er farið með. Það eru jú allnokkrir sem tóku prófið eftir 1. júlí í fyrra.

Eftirlitsmannakerfið er náttúrulega brandari út af fyrir sig. Þetta er náttúrulega ekkert eftilit, þetta er gæd, líkt og gerist í laxveiðinni. Í stangveiðartilfellinu er mönnum þó nánast aldrei gert skylt að fara með gæd. En eins og Stefán hnykkir á er það efni í allt aðra umræðu.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af E.Har » 11 Jun 2013 21:57

Í grunnin held ég að Umhverfistofnun hafi ekki lagalegt leyfi til að gefa út verðskrá! :twisted:
Í annastað held ég að hvorki umhverfisstofnun né nokkuð annað fyrirbæri grti bannað skotfelagi að gefa afslátt af sínu felagsgjaldi! :evil:
Í þrjalagi held ég að menn á biðlistum væru liklegri til að æfasig og taka prófið ef einuver lækkun kæmi á móti!
Í fjórðalagi þá finnst mér gjaldið ekki hátt fyrir klubbana en hver og einn má hafa sina skoðun á því!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af jon_m » 11 Jun 2013 22:20

Stebbi Sniper skrifaði:Þetta eru reyndar öfgarnar sitt í hvora áttina, best er að vera góður í báðu, þá gegnur þetta yfirleitt ágætlega... Við skulum stofna þráð síðar um leiðsögumanna kerfið, sem er náttúrulega brandari eins og það er uppbyggt í dag. Kannski ekki fyrir þá sem eru í því, fyrir þá sem eru að reyna að komast inn í það!
Þarna erum við sammála Stebbi og þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að við erum bæði með skotpróf og leiðsögumenn. Við fáum veiðimennina til að æfa sig með því að gera kröfu um að þeir standist próf. Svo erum við með leiðsögumenn þeim til aðstoðar ef þeir þurfa aðstoð við eitthvað sem við kemur veiðunum og til að sjá til þess að menn fari að settum reglum, skili sér heilir heim og gangi vel um landið. Það er ekki hægt að gera kröfu um að 1100 veiðimenn hafi þá reynslu sem til þarf.

Það má svo alveg ræða það mál hvort mönnum ætti að bjóðast að sitja viku námskeið og taka skotpróf eins og þú varst að tala um til að mega fara einir til veiða. Ég efast þó um að mjög margir væru til í að greiða uppsett verð fyrir slíkt námskeið. Og hvað gerist þá 20 ágúst þegar allir þessir veiðimenn halda til veiða á sömu svæðum og hinir sem eru með leiðsögumenn ?

Þú mátt endilega stofna þráð um leiðsögumannakerfið það hefur sína kosti og galla eins og annað.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Jun 2013 12:20

Núna er bara spurningin hvort að skotfélögin ráði við að taka við öllum 900 veiðimönnunum sem eiga eftir að mæta fyrir 1. júlí? Ef allir ætla að mæta á síðustu stundu verða fáir sem veiða hreindýr á þessu ári...

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... skotprofi/
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Árni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Árni » 12 Jun 2013 22:49

Það er bara gott Magnús, það gæfi mér sem er nr 48 á biðlista von :)
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jun 2013 19:36

Árni, á hvaða svæði ert þú á biðlista?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Árni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Árni » 13 Jun 2013 19:55

Því miður því versta til að vera á biðlista í ár. svæði 6 tarf.

Sem er kannski ágætt bara, þarf að fara að punga út fyrir uppstoppuninni af tarfinum í fyrra
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jun 2013 22:09

Þá er nú ennþá ansi langt í þig á biðlistanum :(
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Morri » 17 Jun 2013 00:23

Skotprófin eru ágæt, en langt því frá gallalaus.

Ég þarf núna í próf, þarf að keyra 200km hið minnsta til að splamma á skífu sem fer til UST.

Kostnaðurinn er ekki mikill við prófið, þannig lagað. Ekki ef allt annað er talið saman. Hinsvegar kostar það mig töluvert meira að renna og taka prófið.

Láti ég kostnað og vesenið við að koma mér á stað til að taka próf ótalið, þá er eitt sem er meira en lítið í taugarnar á mér í reglum við prófið.

Bannað að nota stuðning við afturskeptið?? erum við ekki að fara að veiða? Afhverju má þá ekki nota stuðning við afturskepti eins og maður notar þegar maður er að veiða? Vettlingur eða húfa er hlutur sem ég er alltaf með á mér þegar ég er á riffilveiðum og bregð öðruhvoru undir skeptið til að vera stöðugri ef nægur er tíminn til að vanda sig sem best! Fáránlegt
Síðast breytt af Morri þann 17 Jun 2013 10:04, breytt í 1 skipti samtals.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jun 2013 09:49

Sæll Ómar, þetta er að ágætis ábending hjá þér... Ég spurði líka út í monopod-inn sem margir eru komnir með undir aftur skeptið og þeir eru víst líka bannaðir.

Persónulega finnst mér þetta eins vitlaust og að banna tvífótinn undir fram skeptið. Eftir nokkur ár verður þetta komið á þriðja hvern riffil.

Þú verður víst bara að skilja húfuna og vetlingana eftir heima þegar þú ferð á veiðar í sumar/haust... :lol:

Ég mun senda inn ábendingu varðandi þetta atriði í haust þegar okkur gefst kostur á því að koma með athugasemdir við skotprófið.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Morri » 17 Jun 2013 10:03

Sælir allir

Ég er nú á veiðum meira og minna allan þennan mánuð með rifflinum og meira og minna eitthvað allt árið. Skaut svartbak rétt áðan og tvo gærkvöldi. Er svo á grenum á þessum tíma og alltaf með húfu eða vettling undir ef tími er til að vanda sig sérlega mikið, til að halda rifflinum sem stöðugustum þegar skotið ríður af. Þetta eykur návkæmni, er alltaf til staðar með manni og minkkar líkur á særðu dýri. Bara í hreindýraveiðiprófinu sem ekki má nota þetta. Bull
Síðast breytt af Morri þann 17 Jun 2013 11:01, breytt í 1 skipti samtals.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Morri » 17 Jun 2013 10:08

Varðandi Monopod, líst vel á þann búnað. Hafa einhverjir verið að selja svona hér heima?
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 8
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 17 Jun 2013 10:40

Sælir/ar.
Styð Stefán varðandi það að senda inn ábendingar um það sem betur má fara.
Alltaf eitthvað sem kemur upp þegar farið er að vinna eftir regluverkinu.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Svara