Varðandi hreindýraskotprófin.

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 8
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki
Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 08 Jun 2013 16:22

Sælir/ar

Varðandi gjaldtökuna fyrir skotprófin, þá er nú öllum vafa eytt varðandi það hvernig þessir hlutir voru hugsaðir í upphafi, þegar lagt var að stað með verkefnið.
Ágætt að koma i veg fyrir óþarfa þras og nöldur eins og var á síðasta ári, nú þegar prófin eru hafin.
Sjá, http://www.osmann.is
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Gisminn » 08 Jun 2013 20:42

Takk fyrir þetta Jón og til að fyrirbyggja misskilning hef ég ekki veist að skotfélögunum með athugasemdirnar mínar. En þetta vinnst ekki með þrætum eða skætingi hér enda finnst mér þið góðir heim að sækja og kann vel við ykkur alla sem ég hef hitt.
En það er samt alveg merkilegt að aðeins framkvændaraðilar geti gert athugasemdir sem verði teknar gildar ekki satt ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 8
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 08 Jun 2013 21:39

Sæll Steini.
Kærar þakkir fyrir hlý orð í okkar garð. Og vertu ævinlega velkominn til okkar, enda stutt að renna.
Gætir auk þess hitt á bangsa á leiðinni, sem væri bónus fyrir þig :D
Held að það að framkvæmdaraðilarnir hafi ekki gert athugasemdir við gjaldtökuna, skýrist af því að það hafi alltaf legið ljóst fyrir að þeirra mati að um opinbera verðskrá hafi verið að ræða.
Hef einnig trú á að félögin noti það sem kemur í þeirra hlut til að bæta aðstöðu sína. Að minnsta kosti gerum við það og það er til hagsbóta fyrir alla okkar gesti.
Til gamans má geta þess að til okkar á Króknum hafa komið ca 1000 manns frá 8. maí sl.
Þetta eru þau sem landið munu erfa og það er von okkar og trú að starf okkar verði skotveidi/skotíþróttinni til hagsbóta i náinni framtíð.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Jun 2013 22:16

Í fyrsta lagi held ég að framkvæmdaaðilarnir hafi ekkert haft með þessa verðlagningu að gera, nema hjálpa til við að áætla hvað færi mikill tími í svona próf.
Síðan held ég að UST hafi í framhaldi af því ákveðið gjaldskrána einhliða, eins og reyndar flest ef ekki allt sem frá þeim kemur varðandi hreinaveiðar.
Reynslan segir okkur sem vinnum mest við þessi mál hins vegar, að það er ekki það affarasælasta hvað þessi mál varðar, allt of margar einhliða ákvarðanir varðandi þessar veiðar eru gjörsneyddar allri praktík, eins og sagt er á ,,góðri" íslensku og sumar reyndar eins og þær hafi dottið af himnum ofan, beint ofani í fúlan pytt.
Hins vegar er það alveg dagljóst að þessi ákvörðun um prófgjaldið gat ekki orðið öðru vísi, nema að því leiti að hægt hefði verið að hafa meira samráð um upphæðina sem slíka og hún getað þar af leiðandi orðið eitthvað örlítið lægri eftir atvikum.
Hin leiðin hefði aldrei gengið upp að hafa þessa upphæð sem leiðbeinandi hámark og etja skotfélögunum saman í samkeppni, það sér hver vitiborinn maður að þessháttar hefði aldrei gengið upp!
Viðhengi
IMG_6674.JPG
Skotpróf hjá Dreka prófdómari Helgi Rafnsson.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af sindrisig » 09 Jun 2013 07:55

Þetta er mynd síðan í fyrra !!??

Mér finnst persónulega hálf asnalegt að þurfa að taka þetta próf á hverju ári. Ekki þarf maður að taka bílprófið í hvert sinn þegar bíllinn er skoðaður....
Sindri Karl Sigurðsson

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:26 Ágú 2012 16:53

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 09 Jun 2013 09:37

Sammála þér Sindri.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 8
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 09 Jun 2013 11:06

Sælir félagar, Sindri og Þorsteinn.

Hálf asnalegt eða ekki. Er ekki hálfasnalegt að þurfa að endurnýja veiði kortið sitt á hverju ári?
Eða að þurfa að sækja um hreyndýraleyfi á hverju ári? Þetta er komið til að vera og á bara eftir að versna, eins og hefur sýnt sig annarsstaðar. Að æfa sig í skotfimi er bara af hinu góða, fyrir utan það hvað að er skemmtilegt :D
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af sindrisig » 09 Jun 2013 21:31

Jón! Þú ert farinn að verja opinbera gjörninga blint og hikstalaust. Það hugnast mér ekki, enda er örugglega leikur UST til þess gerður að ota okkur saman og sitja stikkfrí með sleikjó á meðan.

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 8
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 09 Jun 2013 21:50

Sæll Sindri.

Ég er aðeins að benda á það að fyrst þetta var sett á, þá er það komið til að vera. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hef reyndar grun um að fyrirmyndin af þessu fyrirkomulagi sé sótt til nágrannalanda okkar. Hef einnig grun um þeir viðurkenni ekki veiðikortið okkar eins og staðan er í dag.
Held að það þurfi að lengja námskeiðið til að það sé tekið gilt til stórgripaveiða.
Um að gera fyrir okkur að hafa skoðanir á hlutunum, en við skulum endilega halda umræðunum á málefnalegu plani. Og þetta spjallborð er kjörinn vettvangur til þess.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af sindrisig » 09 Jun 2013 21:59

Sammála.

En er ekki alveg sammála að halda þetta próf árlega. Er ekki hægt að hygla þeim sem eru t.a.m. virkir í skotfélögum og taka þátt í mótum eins og Skaust hefur verið að halda, með því að stimpla leyfið (eða mögulegt leyfi)?

Síðan er hitt málið. Ef það er hægt að setja eitthvað á garðann, þá hlýtur að vera hægt að taka það af honum einnig ekki satt? Óþolandi þetta með að setja eitthvað á og svo er það bara þannig.......
Kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 8
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 09 Jun 2013 22:17

Sæll aftur Sindri.

Árlega eða ekki árlega? Er þetta ekki spurning um það við hvaða þjóðir við miðum okkur við.
Varðandi hvort að td keppnir skotfélaganna gætu skipt máli, veit ég ekki hvernig yrði horft á.
Veit samt að við í Ósmann tókum aðila í próf fyrir mörgum árum síðan. Gáfum síðan út staðfestingu sem hann tók með sér til Noregs. Hann lagði hana síðan fram hjá þeim aðila / skotfélagi, sem hann átti að taka prófið hjá þar. Það var tekið gilt og hann slapp við að taka prófið þar.
Það er síðan þetta með íslensku regluna :x Þegar einu sinni er búið að setja eitthvað á, þá er það næstum því öruggt að það mun verða til framtíðar.
Síðast breytt af Jón Pálmason þann 09 Jun 2013 22:25, breytt í 1 skipti samtals.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 09 Jun 2013 22:25

Sælir.
Ég hef sagt það áður og er alltaf að verða hrifnari þeirri hugmynd að Skotfélöginn hætti þessum afskiftum af þessu prófaveseni, hvort sem það er skotvopnaleyfi eða skotfróf. Og það verði bara fenginn í þetta aðili eins og Frumherji eða einhvert svipað fyrirtæki, sem vinnur frá kl. 8-5 á 1-2 stöðum á landinu og lokað um helgar. Hvað ætli að taxtinn yrði þá? þega þeir væru búnir að koma sér upp aðstöðu og menn farnir að þufa að taka frí og aka langar leiðir.
Sjáið hvernig er komið fyrir skotvopanámskeiðunum þetta eru að verða 2 staðir á landinu Ak. og Rvk. sem þau eru haldin á.
Þannig að ég hvet menn til að stíga létt til jarðar í þessum efnum.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 09 Jun 2013 22:46

Það er reyndar nokkuð til í þessu hjá þér Sindri, fyrir suma er þetta próf aðeins skattur, því það er aðeins formsatriði að mæta! Þeir eru samt lýgilega margir sem þurfa á því að halda að taka svona próf.

Þetta minnir mig samt á þegar ég var í Iðnskólanum í RVK og æfði körfubolta 5 x í viku ásamt því að fara 3 - 4 sinnum í líkamsrætarstöð í hverri viku. Ég spurði íþróttakennarann hvort ég þyrfti virkilega að mæta í leikfimi með fólki á öllum aldri í mjög misgóðu formi, í verklegan íþróttatíma sem var í mínum huga bara tímasóun. Svarið var einfalt og stutt "já, að sjálfsögðu".

Skotprófið er komið til að vera og það þurfa allir að þreyta það. Mætti samt alveg vera á 3 ára fresti, gildistíman væri hægt að setja inn á veiðikortið.

Ég hef aldrei skilið þessa umræðu um þetta gjald sem er tekið fyrir þetta próf. Mér finnst hún í rauninni fáranleg. Það kom alltaf skýrt fram hjá UST og Einari Guðmann að þessi gjáldskrá væri ófrávíkjanleg og ekki mögulegt að gefa afslætti frá henni.

Það fyrsta sem gerist hinsvegar er að menn fara að leita leiða til þess að komast hjá því að borga gjaldið og skotvís hafa farið þar fremstir í flokki með eitthverja mjög svo kjánalega túlkun á því hvernig félögin ráðstafa 4000 krónunum sem kemur í þeirra hlut.

Ég vona að menn átti sig á því að ástæðan fyrir því að þetta próf kostar aðeins 4500 krónur er sú að félögin tóku þetta að sér. Ef menn halda áfram að hnýta í félögin með þetta próf þá er ljóst að þau munu hætta þessu eitt af öðru og senda þetta heim til UST sem þarf þá aftur að leigja völlinn af félögunum og kosta starfsfólk til þess að sjá um þetta. Þetta þýðir að ekki verður um neinn sveiganleika að ræða til þess að taka prófið. Heldur verður það bara auglýst og þeir sem ekki komast þá verða hugsanlega að keyra í næsta landshluta til þess að taka prófið sem mun þá líklega kosta tvöfalt eða þrefalt það sem það kostar í dag.

Ég væri til í að sjá A og B próf

A: Þetta venjulega próf á 3 ára fresti, fyrir þá sem vilja hafa guide með sér 4.500.-.

B: 2 X 5 skot á færum frá 50 til 300 metrar, á sömu skífu, færin óuppgefin og þú sleppur við að hafa guide. Taka á hverju ári verð 15.000.-. UST mætti sjá um framkvæmdina fyrir mér.

Ég myndi stökkva á B prófið eins og mjög margir aðrir sem þurfa engan guide með sér á veiðar. Þá þyrfti ég ekki alltaf að hlusta á þetta bölvaða rugl sem UST er alltaf með þegar ég spyr um námskeiðið sem þeir lofuðu að halda og eru nú búnir að svíkja vel á þriðja ár.

Umsóknarferlið var eitt og sér alveg út í hött að ég tali nú ekki um klúðrið sem var þegar námskeiðið var haldið. Ég spyr líka eru leiðsögumenn með hreindýraveiðum eina starfstéttinn á Íslandi sem þolir enga samkeppni?

Allavega dettur mér engin önnur starfstétt í hug þar sem ekki er hægt að komast að í kannski hátt í 20 ár eins og nú virðist ætla að stefna í þrátt fyrir mikinn áhuga mjög margra.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Árni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Árni » 09 Jun 2013 22:54

Verð að vera sammála Ósmönnum hérna.

Græjurnar eru dýrar, bráðin er dýr, bensínið og ferðin er dýr og að menn skuli geta nöldrað út af 4500 krónum, af ferð sem þeir eru heppnir að sleppa við undir 300 þúsund finnst mér sérstakt.
Skotprófið er svo sannarlega búið að sanna notagildi sitt eftir aðeins eitt ár.
Varðandi gjaldið þá er þetta bara sanngjarnt verð og frekar nær lágmarki heldur en annað. Heildarvinnan við hvert próf er í kringum 1 klukkutími að lágmarki og ekki er það hátt tímakaup fyrir verktakavinnu + að þetta rennur að mestu leiti í skotfélögin sem er ekkert nema gott mál.

Og varðandi að þurfa að taka þetta á hverju ári - margir breyta um riffla milli ára, aðrir breyta um kúlur eða hleðslur, hlaup verða ónákvæmari með aldrinum, menn geta lent í slysum eða veikindum eða einhverju álíka sem getur haft áhrif á getu þeirra osf, já og svo má ekki gleyma þeim sem grípa riffilinn á 1-4 ára fresti bara til að skjóta hreindýrið.

edit: reyndar finnst mér að UST hefði getað séð sóma sinn í því að lækka gjaldið á dýrinu sem um nemur einu skotprófsgjaldi til að "verðlauna" þá sem eru í formi og ná þessu örugglega í fyrstu tilraun, það myndi væntanlega hvetja menn til að ná árangri í þessu líka. Eins mögulega að hafa verðlaun handa bestu 1-3 skorunum á hverju ári.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 8
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 09 Jun 2013 23:17

Sælir/ar.

Skemmtilegar hugleiðingar/uppástungur hjá Árna í lok pistilsins ;)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af sindrisig » 10 Jun 2013 00:25

Maður gæti haldið að þið séuð opinberir starfsmenn upp til hópa!

Frumherji að skoða hvað?
Lengja námskeiðið hvað?
Stíga létt til jarðar, já það er alltaf gott ef sporin mega ekki sjást, hef nú engar áhyggjur af því.

Er nú reyndar á því að þegar einhver tala af hreindýraferðum er aflokið, ætti viðkomandi að fá að fara frjáls sinna ferða á hreindýraveiðar. Enda margir hverjir, sem titla sig eftirlitsmenn, með minni reynslu en margur eftrilitsþeginn....

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 10 Jun 2013 15:56

Ha ha... góður Sindri, ég er nú næstum því opinber starfsmaður í mínu skotfélagi. Langur vinnudagur sem er ílla eða ekkert borgaður og það skiptir litlu máli hvort ég stend mig vel eða ílla, maður virðist aldrei vera rekinn... :lol:

Þar fyrir utan vinn ég hjá Símanum! :roll:

Þessi umræða hér er svosem ekki líkleg til þess að skila nokkrum breytingum á skotprófinu þannig séð og allt hefur þetta sína kosti og sína galla.

Ég er aðeins að segja það sem Einar Guðmann hjá UST sagði okkur þegar þessi skotpróf voru sett á og ekki var annað að heyra á honum en að hann væri afar ánægður með að Skotfélögin skildu taka svona vel í það að sinna þessu verki þar sem hann sjálfur lét þau orð falla að með þessari leið væri verið að halda kostnaðinum í lágmarki og ef UST ætti að sjá sálft um þetta þá værum við að tala um að minnsta kosti tvöfalt hærra verð.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af E.Har » 10 Jun 2013 18:47

Varla að ég þori að tjá mig á jafn eldfimum þræði, menn rugla alltaf minum skoðunum við skotvís þó eg hafi ekki verið í stjórn í fjölda ára!

1 Má Umst ákveða gjald fyrir öll almannafélög einhlið er það brot á samkeppnisreglum! :twisted:
2 Má skotfélag þá ekki bjóða félagsmönnum lægra gjald? :o
3 Ef skotfélag má ekki lækka gjald á egin felagsmenn má þá lækka félagsgjaldið hjá þeim sem taka prófið! :roll:

Ekki að mér þyki gjaldið hátt eða að félögin séu ekki vel að þessu kominn, finns þetta bara gert með öfugum skönkunum :-)

Nokkrir i kringum kig fengu bréf um að þeir þurfi ekki í skotpróf þar sem þeir tóku það seint í arinu í fyrra! Svo fremi sem þeir nota sama riffilinn! Er þá verið að prófa riffilinn en ekki manninn!

Svo hef ég maegt að athuga við farmsetningu prófsinns! En læt það lygja milli hluta. Min skoðun er að menn eiga að vera bunir að skjota fyrr! Prófið árlega, framkvæmd í takti við lög og umgengnisreglur skotvalla.

PS hef til sjálfur reynt að ísl próf / veiðikort gildir á norðurlöndunum ;-)
pss er að pæla í að taka prófið með 9,3 og sigtum i sumar :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 10 Jun 2013 19:13

Sæll Einar

Þetta er kosturinn við málfrelsið. Þó mér finnist skotvís ekki hafa farið rétt að í túlkun sinni á þessu gjaldi og séu með sínu framlagi að skipta sér af því hvernig félgögin haga þessu og reyna að fá þau til þess að gefa félagsmönnum sínum ívílnanir á eitthvern hátt vegna skotprófsins, sem ég sé ekki að gangi upp í fljótu bragði. Þá ert þú ekki skildugur til þess að hafa þessa sömu skoðun og ég.

Ég skal segja þér einn ágalla sem ég sé strax á því að gefa félagsmönnum afslátt af félagsgjaldinu sem nemur þessum 4000 krónum sem ekki gengur til UST. Félagsmenn myndu þannig geta tekið prófið algerlega óháð því hvort þeir hafi sótt um leyfi eða séu á leiðnni að fá úthlutað af biðlista, hver er tilgangurinn með því að eyða tíma í að prófa slíka menn og standa í umstanginu sem felst í því að skila niðurstöðunum.

Segjum að það væri kannski 2 - 300 mans um allt land sem myndu þá vilja þreyta prófið, en hafa raunverulega ekkert í það að gera, það er bara rugl.

Þarna finnst mér skotvís vera einfaldlega að ganga inn á svið sem þeir eiga ekki heima á, þ.e. að skipta sér af rekstri skotfélagana, sem í langflestum tilfellum eru íþróttafélög þannig séð og hafa ekkert þannig með veiðar að gera, nema bara að því leiti að það er hægt að æfa sig þar fyrir veiðar.

Það er að sjálfsögðu alveg í lagi að tjá sína skoðun... öðruvísi væri ekki hægt að ræða málin.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Varðandi hreindýraskotprófin.

Ólesinn póstur af johann » 10 Jun 2013 21:19

iss piss, ég sé ekkert eftir þessum 4500 kalli. Skotin sem ég er búinn að hlaða og skjóta vegna æfinga, hreinsidót, die, pressa, míkrómál, sjónauki, skotfélagsmeðlimagjald, lyklagjald, etc etc svo maður tali ekki um veiðkortagjald, bensín, gistingu, kjötskurð og kartöflur með steikinni eru miklu meira. Ef ég fengi hreindýr á hverju ári næstu 20 árin þá væru þetta heilar 90.000,- sem er ekkert ofaukið í sjálfboðaliða eins og Stefán. Þykir mér að nóg sé komið að barlómi um gjaldið. Mín vegna mega prófdómarar bjóða frúnni út að borða fyrir peninginn.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

Svara