Tilkynning frá stjórn Skotvís

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Tilkynning frá stjórn Skotvís

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Mar 2011 16:45

Eins og ykkur er væntanlega kunnugt um, þá hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra samþykkt verndar og stjórnunaráætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs án breytinga og sendi stjórn Skotvís frá sér fréttatilkynningu til fjölmiðla sem hefur vakið athygli og í kjölfarið hafa viðtöl verið tekin við formann Skotvís.
Stjórn Skotvís hefur allt fram á þennan dag fylgst vel með þessu máli og komið á framfæri vel rökstuddum athugasemdum og tillögum sem hafa ekki verið virtar viðlits, hvorki af stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs né umhverfisráðherra. Nú þegar ákvörðun umhverfisráðherra liggur fyrir, þá er komin upp ný staða og stjórn Skotvís vill koma því á framfæri við félagsmenn, að þessari vinnu er hvergi nærri lokið og vinnur stjórnin nú í samráði við aðra aðila að samtökunum Ferðafrelsi að undirbúningi næstu skrefa.
Þar sem þetta mál hefur átt sér langan aðdraganda og mörg erindi verið send umhverfisráðherra og öðrum er að ferlinu koma, auk greinaskrifa í blöðum, þá telur stjórn Skotvís viðeigandi að benda félagsmönnum á Fjölmiðlavaktina sem hefur að geyma greinar sem skrifaðar hafa verið um málefnið, þ.a. menn geti kynnt sér einstök efnisatriði. Sótt er um aðgang hér og munið að gefa upp nafn og kennitölu.
Einnig er bent á samantekt [hér] sem send var umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur, ráðuneytisstjóra Magnúsi Jóhannessyni og framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs Þórði H. Ólafssyni með tölvupósti nokkrum klukkustundum áður en umhverfisráðuneytið boðaði til fréttamannafundar 28. febrúar til að tilkynna um niðurstöðu umhverfisráðherra.
Stjórn Skotvís hvetur félagsmenn til að kynna sér þessa samantekt og skoða þær greinar sem birst hafa í fjölmiðlum um málið í gegnum fjölmiðlavaktina, mynda sér skoðun og taka þátt í baráttunni eins og hverjum og einum þykir viðeigandi, en hafa í huga að sameinaðir kraftar á þessari stundu er lykillinn að áhrifum.
Frekari upplýsingar gefur stjórn Skotvís, stjorn@skotvis.is

Baráttukveðja,
Elvar Árni Lund, formaður Skotvís
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Tilkynning frá stjórn Skotvís

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Mar 2011 16:46

Og auðvitað hvet ég alla til að leggja hönd á plógin og ganga í Skotvís en þetta eru hagsmunasamtök veiðimanna og því fleirri félagsmenn sem standa á bakvið félagið því meiri slagkraft hefur það til að berjast við framkvæmda og löggjafavaldið þegar kemur að hagsmunum veiðimanna.

Skrá sig
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara