Skotreyn að missa aðstöðuna?

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
Skotreyn að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af Árni » 18 Jun 2013 14:49

http://www.dv.is/frettir/2013/6/18/skot ... did-brott/

Vona að þeir fái lengri völl á nýju svæði ef þeir þurfa að flytja.




edit; titli breytt:)
Síðast breytt af Árni þann 18 Jun 2013 16:02, breytt í 1 skipti samtals.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: SR að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af Árni » 18 Jun 2013 14:55

Mynd

rúmlega 6 km í loftlínu, er einhver að segja mér að hávaðinn sé óbærilegur?
ætla svosem ekki að þræta fyrir það þar sem það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þau eru að berjast fyrir þessu.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SR að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 18 Jun 2013 14:59

Þessi dómur hefur ekkert með SR að gera, en ég sé reyndar ekki tilganginn í því að loka hjá Skotreyn vegna hávaðamengunar ef ekki á að hjóla næst í SR. Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir okkur skotáhugafólk þar sem enn er verið að þrengja að okkur.

Ég veit reyndar ekki hvernig starfsleyfi SR er háttað en ég held að ég hafi heyrt að það gildi til 2019 eða 2020. Væntanlega verður erfitt að fá því framlengt eftir svona dóm.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SR að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af E.Har » 18 Jun 2013 15:03

Vondar fréttir fyrir alla!
Hávaði er meira vandamál á Íslandi en í löndunum í kringum okkur!
Skotreyn sennd í burtu! :(
Hvar standa þá SR? Skotfélag Hafnarfjarðar ofl! :cry:

Einfaldlega vont mál!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: SR að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af TotiOla » 18 Jun 2013 15:06

Sorglegt að þetta skuli enda svona eftir að þeir hjá Skotreyn eru búnir að byggja upp svona fínt svæði. Ömurlegt mál :(

Sé ekki hvernig SR á að geta starfað þarna áfram eftir þennan dóm. Þ.e.a.s. ef eitt á yfir alla að ganga.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: SR að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af Árni » 18 Jun 2013 15:51

Er þetta ekki einhver villa hjá þeim sem skrifar greinina? DV er nú kannski ekki alltaf það áræðanlegasta.
Ef eitthvað heyrist til kjalarness þá hlýtur það að vera frá riffilvelli SR sem beinist að kjalarnesi en ekki af 24gr haglaskotum á skotvelli sem er fyrir aftan hann...

Er einhver hér sem þekkir til þessa máls?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: SR að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af Árni » 18 Jun 2013 15:54

Hérna er dómurinn svosem í heild sinni, gef mér tíma í að lesa eftir vinnu en þetta er rétt, þetta er bara Skotreyn.
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/ ... 1&Serial=1
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: SR að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af skepnan » 18 Jun 2013 16:05

Já þetta eru ekki góð tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að margar af þessum kvörtunum voru vegna mótorkrosshjóla sem að æfa sig þarna líka. Fólk kvartaði undan hvellum frá skotvöllunum sem að voru víst "eins og vélbyssuskothríð"(eins og það var orðað), en þegar betur var að gáð var þetta víst hávaðinn frá krossurunum að leika sér en ekki skothvellir :twisted:
E.Har skrifaði: Hávaði er meira vandamál á Íslandi en í löndunum í kringum okkur!
Hávaði er meira vandamál í Reykjavík en annarstaðar :twisted:
Fólk sem fer í málaferli vegna laufblaða nágrannans eða í heila styrjöld vegna greina á trjám þeirra er ekki að fara að þola mögulegan hávaða frá byssubrjálæðingum sem að gæti truflað það frá hinni rómuðu kyrrð á rokrassgatinu Kjalarnesi :lol: :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

KarlJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Skotreyn að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af KarlJ » 18 Jun 2013 17:06

Eru ekki komin rök fyrir að leyfa hljóðdeyfa á rifflana? Með þessum rökum fengu Norsaranir hlóðdeyfa samþykkta.
Karl Jónsson. Akureyri.

bjarniv
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Skotreyn að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af bjarniv » 18 Jun 2013 18:19

Þarna er kannski kominn ástæða fyrir SR til að reyna að fá það í gegn að hljóðdeyfar verði á riflum á skotvöllum.
Þegar maður hefur verið þarna í nágrenninu þá hefur mér nú ekki fundist heyrast mikið í haglabyssunum miðað við riflana.
Kveðja Bjarni Valsson

Lundakall
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Skotreyn að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af Lundakall » 13 Ágú 2013 21:48

Menn eru að ræða um hávaðann frá skotsvæði Skotreyn.

Eftir að hafa lesið um málið eins og linkurinn var gefinn á, þá er bara ekki stakt orð um hávaða!!!
Lögmenn og dómari flækjast hver um annan í furðulegri deilu um hvort rétt hafi verið staðið að úthlutun svæðisins og sá sem á að tapa fyrir annara meint afglöp er Skotreyn.

Ég fór í að lesa þetta af því mér fannst að það hlyti að þurfa ofurheyrn til að greina skothvelli frá Skotreyn frá öðrum hávaða, t.d. umferð, roki, mótorkrossæfingum og skothvellum frá SR.

Þar sem hljóð frá Skotreyn þarf að berast a.m.k. 6 kílómetra og yfir nesið sem þarna er á milli, þá veit ég að hljóð hefur misst mikinn kraft við það og stór spurning hvort eitthvað af því hefur náð alla leið!!!

Svo ég spyr: Hefur með einhverjum hætti verið sýnt fram á hljóðmengun frá Skotreyn ?
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

egill_masson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Skotreyn að missa aðstöðuna?

Ólesinn póstur af egill_masson » 04 Sep 2013 17:05

Hér er úrskurður umhverfisráðuneytis vegna kæru starfsleyfis SR:
http://www.urskurdir.is/Umhverfis/Ursku ... ns/nr/3342

og hér er úrskurður sama ráðuneytis vegna kæru starfsleyfis Skotreynar
http://www.urskurdir.is/Umhverfis/Ursku ... ns/nr/3341

Hávaði spilar ekkert inn heldur formsatriði varðandi skipulagsmál.
SR slapp þar sem sú kæra barst umhverfisráðuneyti of seint.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

Svara