Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af Bowtech » 07 Jul 2013 19:43

http://visir.is/kaninur-skotnar-a-faeri ... 3130709362

Nú verða einhverjir fegnir og aðrir ekki. Ætli þetta gæti verið fordæmisgefandi eins og fyrir höfuðborgasvæðið?? og eða aðra veiði á kaninur.. En hvað finnst ykkur um þetta?

'i þetta verkefni væri hægt að nota boga og ör þá væri lítil sem enginn í hættu innanbæjar. Það er þróunin í Evrópu að nota boga til veiðistjórnunar í þéttbýlum vegna að friðanir hafa farið úr böndum og ekki þyki öruggt að nota skotvopn í þéttbýli... og veiðar gefnar frjálsar til að það taki sem skemmstan tíma að stemma stigu við vargnum... ;)
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af E.Har » 08 Jul 2013 16:20

Hefur umhverfisstofnun lagaheimild til að láta skjóta gæludýr á færi! :twisted:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af skepnan » 08 Jul 2013 18:14

Menn láta ekki taka sig í bælinu þarna í Ölfusinu
http://www.sunnlenska.is/frettir/12467.html
Heldur ætla þeir að byggja stærsta minkabú á landinu í Þorlákshöfn, svo sleppa kvekindin reglulega og sjá fyrir kanínuvandamálinu :twisted: Hibba-bibb barbabrella :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 08 Jul 2013 18:44

Hvar sækir maður um? verður úrdráttur eins og með hreindýrin? :)
-Dui Sigurdsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af Bowtech » 08 Jul 2013 19:39

Ef,ég skil fréttina rétt að þá er það umhverfisráðuneytið sem gefur heimildina ekki UST. Ætli það sé ekki mikill áhugi að sækja um þetta..
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af E.Har » 09 Jul 2013 09:17

Umhverfisráðuneitið getur það ekki heldur! Það eru ekki undanþágur í villidýralögunum.
Þannig að enn og aftur fer ráðuneitið út fyrir sitt verksvið!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af E.Har » 09 Jul 2013 09:23

Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Vísir Innlent 07. júlí 2013 13:35








Tweet

Senda
Prenta










"Það eru ráðnir menn sem munu fara um og skjóta kanínur.“ MYND/365 .


Umhverfisráðuneytið hefur gefið Sveitarfélaginu Árborg leyfi fyrir að drepa kanínur á Eyrarbakka og á Selfossi en kanínur hafa fjölgað sér gríðarlega mikið á þessum tveimur stöðum og valda miklu tjóni í görðum fólks og víðar. Kanínurnar verða skotnar á færi.

Kanínur eru að verða mikið vandamál á Selfossi og Eyrarbakka og fara þær í taugarnar á mörgum en aðrir elska þær og vilja alls ekki að farið verið í herferð gegn þeim.

Kanínur fjölga sér mjög hratt. Nú hefur fengist leyfi til að drepa hluta af kanínunum í sumar.

Ásta Stefánsdóttir er bæjarstjóri í Árborg.

„Við erum búin að fá heimild frá Umhverfisráðuneytinu til þess að fara í það að fækka kanínum. Þær hafa vaðið uppi hér á Selfossi og Eyrarbakkar og valdið tjóni í görðum hjá fólki. Það er mikill fjöldi af kanínum þannig að við fengum heimild til þess að fara í átak til að fækka þeim,“ segir Ásta.

Hvernig átak er það?

„Það eru ráðnir menn sem munu fara um og skjóta kanínur.“

Er þetta mikið magn sem á að skjóta?

„Já, við fórum í svona átak í fyrra og þá náðust eitthvað um hundrað dýr - sem okkur þótti svolítið lítið en við erum að vonast til að ná betri árangri núna. Enda er þetta orðnir hvimleiðir gestir sem eru farnir að angra fólk verulega.“

En hvernig angra kanínurnar íbúa á Eyrarbakka og Selfossi?

„Þær eru að fara í garða og skemma gróður og þess háttar. Það er líka þekkt að kanínur geta valdið spjöllum húsum, þær geta skemmt lagnir og grafið sig undir hús. Það þarf að stemma stigu við þessu.“

Og verða þær bara skotnar á færi?

„Já, það er nú bara þannig.“

Og allt í lagi með það?

„Já þetta er sú leið sem er áhrifaríkust, það er ekki gott að leggja út eitur eða þannig því það geta hvaða dýr sem er farið í það. Það hefur ekki gefist vel að nota gildur, þannig þetta er nú bara leiðin hvað svo sem mönnum kann að finnast um það,“ segir Ásta að lokum.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af E.Har » 09 Jul 2013 13:43

Sæll Einar Kristján.
Heimild til að veita undanþágu til að veiða villt dýr er að finna í 7. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í 3. mgr. ákvæ ðisins segir: Þar sem talið er að villt dýr valdi tjóni einhvern tiltekinn t íma árs eða á svæðum þar sem viðkomandi tegundir eru friðaðar samkv æmt lögum þessum eða reglugerðum byggðum á þeim getur ráðherra að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands, eða hreindýraráðs að því er varðar hreindýr, veitt tímabundið leyfi til veiða í því skyni að koma í veg fyrir tjón. Í 7. mgr. ákvæðisins segir ennfremur: Ráðherra getur að fenginni tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands ákveðið að beita sér fyrir útrýmingu stofn eða tegundar dýra sem flust hefur til Íslands af mannavöldum.
Kanínur eru framandi tegund og ágengar í íslenskri náttúru og valda töluverðu tjóni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur almennt lýst yfir að útrýma beri kanínum úr íslenskri n áttúru áður en þær verði að stærra vandamáli og Umhverfisstofnun hefur teki ð undir þessi sjónarmið.
Vonandi svarar þetta fyrirspurn þinni.
Kveðja,
Sigríður Svana


Flott og vandað svar
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Jul 2013 15:21

sælir allir , Kanínur eru ekki friðaðar ! og engin lög sem banna kanínuveiðar , og það sem er ekki bannað samkvæmt lögum er leyfilegt ! en hvort má veiða þær innan bæjarmarka er svo annað mál. þetta svar sem kom fram hérna ofar er greinilega att við friðaðar dýrategundir sem þarf að halda í skefjum , svo sem Álft og fleiri skaðvalda sem valda bændum búsifjum. Svo nú er bara að reka kanínuhjörðina útfyrir bæjarmörkin og hefja skot eða örfahríð.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af iceboy » 09 Jul 2013 16:17

Ekki held ég að þetta sé svo einfalt.

T.d. þá eru allir fuglar sem til landsins koma, eða eru hér allt árið friðaðir, svo á vissum tímum er friðun aflétt á ákveðnum tegundum, og höfum við kallað það veiðitímabil.
Það gildir væntanlega um kanínurnar líka.
Og ef kanínur eru skilgreindar sem gæludýr þá má ekki nema dýralæknir aflífa þær nema þær séu sárþjáðar.

En vonandi er þetta til þess að þær verði skilgreindar sem meindýr og að átak verði sett í að útrýma þeim, það er að segja að við almennir veiðimenn fáum að veiða þær ekki bara meindyraeiðar
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af skepnan » 09 Jul 2013 17:21

Karl Guðnason, jú kanínur eru friðaðar og jú það eru til lög um veiðar á þeim eins og öðru. Aldrei skal falla í þá gryfju að segja að ef þú vitir ekki betur þá sé allt leyfilegt, það virkar ekki vel ef þú ert svo tekinn við að skjóta eitthvað sem þú taldir engin lög ná yfir.
"Með búfé er í lögum þessum átt við alifugla, geitfé, hross, kanínur, loðdýr, nautgripi, sauðfé og svín."
Þetta er tekið úr lögum um búfjárhald:
http://www.althingi.is/altext/stjt/2013.038.html

Þarna kemur skýrt fram að kanínur eru flokkaður sem bústofn og við höfum engan rétt til þess að skjóta þær frekar en hrossin, rollurnar, aligæsirnar né nokkuð annað sem að telst til bústofns.
Þetta hefur verið útskýrt nokkrum sinnum og rætt á spjallsíðum, aðallega á Hlaðvefnum, þar sem þetta kom nokkrum sinnum upp.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Jul 2013 17:36

villtar kanínur eru ekki bústofn !!! eða er ég að misskylja eitthvað ,,,, það væri svosem ekki í fyrsta skipti. En ég ég er viss um að engin gerir kröfur um að eiga þessi meindýr,,,, þá væri sá í smá hættu með að Vera krafinn um skaðabætur fyrir þau spjöll sem þau hafa gert !!?? svo þarna er ekki verið að tala um bústofn. Svo ég segi óhikað VEIÐUM KVIKINDIN.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Jul 2013 18:14

Málið með Kanínur er að þær eru í ákveðnu lagalegu limbói. Ef þær eru gæludýr er með öllu óheimilt að veiða þær og aðeins dýralæknir sem má aflífa þær. Ef þær eru bústofn má aðeins eignandi þeirra bera ábyrgð á slátrun þeirra eftir viðurkenndum aðferðum. Ef þær eru villt dýr þá eru þær friðaðar. Það er þannig að öll villt dýr eru friðuð á Íslandi, nema friðun sé sérstaklega aflétt með reglugerð og þá aðeins með heimild í lögum.

Þannig að það er rangt að það megi veiða kanínur og hefur einfaldlega ekki verið hugsað út í þetta vandamál. Þannig hefur umhverfisstofnun greinilega ætlað að nýta sér heimild í villidýralögum til að leyfa veiðar þar sem stofnin veldur tjóni. En eftir situr að enginn getur réttilega flokkað þetta. Gæludýr eru jú dýr sem haldið er til yndisauka, þessar kaninu eru það ekki... Það er enginn eigandi að þessum kaninum og þeim er ekki haldið til manneldis eða annara nytja svo þær eru tæpast bústofn lagalega séð og svo eru þær ekki taldar upp í villdýralögum og því myndu þær teljast til viltra dýra og væru friðaðar samkvæmt þeirri skilgreiningu.

Það er rétta að almenna reglan í lagasetningu er að það sem ekki er bannað er leyfilegt. Á Íslandi vill svo til að tvenn lög að ég veit hafa þetta öfugt, það er að allt er bannað nema að það sé leyft. Það eru núverandi vopnalög og svo villidýralögin að hluta, það er að öll dýr eru friðið nema annað sé tekið fram, hinsvegar eru allar veiðiaðferðir leyfðar nema þær sem eru bannaðar :) Í frumvarpi til nýrra vopnalaga er einmitt ein ástæða breytinga að setja lögin á rétt form, þ.e. að allt sé leyft nema að það sé sérstaklega bannað. Þannig að það er rétt hjá kela að það borgar sig ekki að ganga út frá því að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega tekið fram þegar kemur að vopnalögum og veiðilögum nema maður sé virkilega búin að lesa lögin í þaula.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af karlguðna » 11 Jul 2013 15:43

Sælir félagar, það er satt að maður á ekki að æsa menn upp í eitthvað ólöglegt en þegar lögin eru jafn vitlaus, ósangjörn og ófullkomin sem þau eru, þá leyfir maður stundum pirringnum að tala, það sem þykir sjálfagt hjá öðrum þjóðum svo sem bogveiðar, hljóðkútar á riffla, veiðar á tegundum sem eru sjálfbærar osfv. osfv. eru okkur landanum forboðið !!! og það sem eykur pirringin er að við eigum engan málsvara sem gæti krafist meiri sanngirni í þessum málum, og ef einhver byrjar á SKOTVIS rullunni þá segi ég PASS.

e.þ. samkvæmt þessu er bannað að veiða þessi grey. :oops:
6. gr. Villt dýr, þar með talin þau sem koma reglulega eða kunna að berast til landsins, eru friðuð nema annað sé tekið fram í lögum þessum. Um innflutning dýra gilda lög nr. 54/1990.
[Ávallt skal gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagnvart villtum dýrum og búsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun. Við skipulag og landnotkun skal tekið tillit til villtra dýra og búsvæða þeirra, sbr. lög um náttúruvernd og [skipulagslög].1)]2)

kanínuveiðar hafa aldrey verið leifðar er það :twisted:

ef það þarf ekki að breita þessu bulli þá þarf að fara að leifa Hass eða LSD,,,, svo menn géti flogið eitthvað annað.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af Bowtech » 13 Jul 2013 15:20

Þessi lög og reglugerðir hér virðast vera sett bara til að valda ruglingi vísa hver á aðra svo að yfirvöld geti ákveðið hlutina eftir því hvað þau vitna í og túlka eftir sýnu höfði þegar það hentar þeim.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af karlguðna » 13 Jul 2013 16:14

AMEN,,,, Indriði sér þetta,,, eins og margir aðrir Íslendingar en þar kemur fram hið sorglega sem hrjáir Íslenska þjóðarsál ,,,, "það snertir ekki mig svo ég skipti mér ekki af þessu" og svo leifum við misréttinum að viðgangast. Þar sem "góða" fólkið þegir viðgengst ranglætið. Mörgum fynnst nú menn kannski vera orðnir dálítið dramatískir en einmitt þeir sem það hugsa eru þeir sem ekki skylja að lítið brot gegn fáum er eitthvað sem bitnar á þeim seinna. Ég verð nú að taka það fram að ég er jafn sekur og flestir í þessum málum og er alveg tippikal íslendingur hvað þetta varðar , mætti tildæmis aldrey á mótmælin frægu hér um árið . svo það er kannski það fornkveðna sem er að rætast , "þú uppskerð eins og þú sáir". En mikið væri það gaman ef menn hefðu það að leiðarljósi að elska náungann eins og sjálfan sig og ekki hefta hann bara svona aþvíbara og vegna þess ég gét,!!!!!!!!!! og lög væru byggð á einhvejum rökum en ekki bara "ég ræð",,,,, og alltof miklu sjónvarps glápi,,,,,, jæja það er best að hætta að röfla hérna það breitir litlu ,,mættum við öll batna .
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af E.Har » 13 Jul 2013 19:50

Er ekki allt i lagi að lesa ufir svar Sigríðar Svönu í Umjverfisráðuneitinu sem ég birti hér á undan?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Ólesinn póstur af karlguðna » 14 Jul 2013 13:05

ef spurningunni er bein til min þá var ég búinn að lesa það og las það aftur en er líklega frekar tregur því ég sé ekki annað en tippikal svar pólitikusar sem segir ekkert þó hann /hún tali og tali.
Einar þú kannski túlkar svarið fyrir mér því ég bara sé ekkert af viti í því.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara