Skaut af sér tvo fingur á hreindýraveiðum

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Skaut af sér tvo fingur á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Bowtech » 18 Ágú 2013 22:48

Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skaut af sér tvo fingur á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 19 Ágú 2013 11:16

Þetta eru slæmar fréttir, slys eru frekar fátíð þegar byssur eru annarsvegar, sem betur fer! Í svipinn man ég eftir tveimur slysum á undanförnum árum.

Í öðru tilfellinu fékk kona kúlu í lærið þegar menn voru að skjóta kálf sem beðið hafði verið eftir í nokkurn tíma á hreindýraveiðum. Las grein um þetta í sportveiði blaði fyrir einu eða tveim árum. Ef ég man rétt þá var sú sem fyrir því varð mætt aftur tveim árum síðar inn í Geithellnadal á Hreindýraveiðar.

Í hinu tilfellinu var fólk á rjúpnaveiðum þegar slysaskot hljóp af og fór ef ég man rétt líka í lærið á þeim sem fyrir því varð.

Það sem mér finnst merkilegt er hvað sumt fólk er strax tilbúið að stökkva til og dæma manninn og vera með alskonar sleggjudóma um hitt og þetta samanber sum kommentin undir fréttinni á DV. Þetta sama fólk hefur ekki hundsvit á því sem þarna gerðist og ætti því að forðast að vera með sleggjudóma um það.

Sem betur fer fór þetta ekki verr, sá sem fyrir þessu varð á alla mína samúð og vonandi nær hann sér fljótt og heldur áfram að veiða, því það er fátt, ef nokkuð eins gaman og að veiða.

Fyrir okkur hin er þetta áminning um hvað getur gerst, svo fólk sem umgengst byssur skal ávalt hafa allan vara á.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Skaut af sér tvo fingur á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Árni » 19 Ágú 2013 16:35

Sammála Stefáni, magnað hvað allir eru sérfræðingar og eru fljótir að dæma þegar eitthvað gerist, slys geta alltaf orðið og verða alltaf reglulega.

Annars hlýtur hann nú að hafa dottið maðurinn með byssuna eða eitthvað þessháttar
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Skaut af sér tvo fingur á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af TotiOla » 19 Ágú 2013 17:08

Stebbi Sniper skrifaði:Það sem mér finnst merkilegt er hvað sumt fólk er strax tilbúið að stökkva til og dæma manninn og vera með alskonar sleggjudóma um hitt og þetta samanber sum kommentin undir fréttinni á DV. Þetta sama fólk hefur ekki hundsvit á því sem þarna gerðist og ætti því að forðast að vera með sleggjudóma um það.

Sem betur fer fór þetta ekki verr, sá sem fyrir þessu varð á alla mína samúð og vonandi nær hann sér fljótt og heldur áfram að veiða, því það er fátt, ef nokkuð eins gaman og að veiða.

Fyrir okkur hin er þetta áminning um hvað getur gerst, svo fólk sem umgengst byssur skal ávalt hafa allan vara á.
Ég tek undir þetta. Það er magnað að sjá hvað við eigum allt í einu marga sérfræðinga í meðhöndlun skotvopna :ugeek:

Ég tala nú ekki um alla þá sem stökkva nú fram og vilja banna og breyta. Það er eitt að læra af mistökunum en allt annað að vera með hræðsluáróður.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara