Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum

Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

.243 Win
44
12%
.25-06 Rem
31
9%
.260 Rem
33
9%
6.5x55 SE
77
22%
.270 Win
24
7%
7mm-08 Rem
36
10%
.284 Win
10
3%
.308 Win
64
18%
.30-06
25
7%
.300 WM
11
3%
 
Samtals atkvæði: 355

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Jan 2012 11:47

Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum möguleikum. Miðað er við að hægt sé að nota þau á alla bráð á Íslandi. Þar sem aðeins er hægt að hafa 10 möguleika þá komast ekki fleirri fyrir. Getið bætt við öðrum caliberum í þráð eða/og rökstutt ykkar val ef þið viljið en spurningin er samt sú hvaða caliber þið mynduð velja af þeim sem eru í boði.

.243 Win
.25-06 Rem
.260 Rem
6.5x55 SE
.270 Win
7mm-08 Rem
.284 Win
.308 Win
.30-06
.300 WM
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af 257wby » 25 Feb 2012 10:01

Ég myndi taka 260 rem af þessum kaliberum sem gefin
eru upp af eftirfarandi ástæðum.
1. Hentug stærð fyrir íslenskar aðstæður
2. Praktískt í hleðslu
3. Gríðarlega nákvæmt

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Feb 2012 13:26

Sammála með .260

Held að það sameini kosti margra kalibera (byggt á .308, short action, 6,5mm) og væri mitt val í nettu caliberi. Hinsvegar er ég líka hrifinn af .284 sem stærra kaliberi en ef ég ætti að velja tæki ég sennilega .260 vegna minna bakslags og ekki ætti að muna miklu í ferlinum á lengri færum milli þeirra með þyngstu keppniskúlunum 140/180 grain
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af Benni » 26 Feb 2012 22:59

Ég valdi 308 win því það er gríðar nákvæmt og meir en nógu öflugur á allt hér heima plús það er ódýrt að hlaða í hann og endalaust úrval af kúlum, brassi etc.
Get varla ýmyndað mér betra alhliða caliber en 308 winchester!

Á hinn bóginn er 308 win ekkert sérstaklega spennandi því það eiga allir einn(=

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Feb 2012 19:51

Í dag veldi ég 7mm 08.
Mjög áhugavert hylki, enda af góðum ættum runnið.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Feb 2012 23:46

Af þessum ofanskráðum mundi ég tvímælalaust velja 2506, gamla 3006 hylkið stendur alltaf fyrir sínu, það er líka áhugavert í 6,5-06 en þá er maður kominn út í sérsmíði og erfitt að fá hylki nema forma þau sjálfur úr 2506 eða 3006!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af konnari » 12 Mar 2012 15:31

Af þessum lista vel ég 3 kaliber....þ.e. einn milliþungann 25-06, einn þungann .260 rem og svo eina sleggju í hreindýrið 300wm. Það er mun meira gaman að eiga fleiri en einn riffil. Annars gæti ég komist af með einn 30-06 í allt hér heima ef buddan leyfði ekki annað !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af E.Har » 28 May 2012 15:18

Eginilega ekker!
Fyrir alla veiði á Íslandi finnst mér 6 mm of lítið.
25-06 akkley imprufed er áhugavert, en einhvað við þetta 30-06 hylki sem böggar mig og hitt ef við erum komnir í semi villikött, afhverju þá ekki einhvað sem er byggt á yngra hylki eins og t.d wsm

6,5 til 7 mm ideal. Jafnvel 7,64
Sem veiðikaliber vil ég það flatt.
260 rem og 270 win næst minum óskum.
Finnst 270 soldið gamaldas vil feitara hylki og krappari axlir.
260 er áhugavert, kannski hægt að renna rýmer í það og stækka baukinn því eins og stendur á skiltunum .
Hraðinn drepur.


Tæki samt frekar 6,5-284 270 wsm og jafnvel 300 wsm sem er samt doldið overkill.

En sem betur fer erum við allir sérvitringar í þessu.
En verð seint flokkaður með alvöru rifflanördum.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 1
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 28 May 2012 16:30

Ég valdi 260rem og virðist það bara ætla koma vel út. Ég sett inn spurningar á Hlað vefinn fyrir ca ári um þetta caliber en þá voru ekki margir með hugann við það. Í þessum þræði hér á ofan er áhuginn greinilega vaxandi.

kk
Hjörtur
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 28 May 2012 16:38

Augljóslega 260 Rem. Held að við Hjörtur og Ingvar séum sammála um það.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af konnari » 29 May 2012 09:35

Gísli Snæ skrifaði:Augljóslega 260 Rem. Held að við Hjörtur og Ingvar séum sammála um það.
Líkar þetta :lol:
Kv. Ingvar Kristjánsson

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af konnari » 29 May 2012 10:01

E.Har skrifaði: Fyrir alla veiði á Íslandi finnst mér 6 mm of lítið.
25-06 akkley imprufed er áhugavert, en einhvað við þetta 30-06 hylki sem böggar mig og hitt ef við erum komnir í semi villikött, afhverju þá ekki einhvað sem er byggt á yngra hylki eins og t.d wsm
Einar ég þarf nú að leyfa þér skjóta úr Sauer 30-06 sem ég á til að sannfæra þig um ágæti þess kalibers.....þetta er bara míta í höfðinu á þér að 30-06 sé eitthvað ónákvæmt!
Hér eru 5 skota grúppur á 100 metrum úr „venjulegum“ 30-06 veiðiriffli með 2.5-10 stækkun n.b.

Mynd

Mynd
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 29 May 2012 12:25

3006-3.jpg
Hornady RN 220 grs. .30-06, 100 m
3006-3.jpg (70.74KiB)Skoðað 2568 sinnum
3006-3.jpg
Hornady RN 220 grs. .30-06, 100 m
3006-3.jpg (70.74KiB)Skoðað 2568 sinnum
Að mínu mati eru öll þessi kaliber prýðilega nothæf til alhliða veiða hér á landi, nema kannski .243 Win. sem getur verið á mörkunum þegar kemur að lengri færum á hreindýr. Veiðimeistarinn getur frætt okkur betur um það. Þrátt fyrir annmarka sína hefur .243 lengi verið á toppinum yfir þau kaliber sem hafa verið notuð á hreindýr.
Ég gaf .270 Win. atkvæði mitt vegna góðrar reynslu af því kaliberi til veiða. Winchester Model 70 riffill í því kaliberi og með 4- 10x sjónauka hefur orðið fyrir valinu þegar ég eða sonur minn höfum unnið í hreindýralottóinu. Eins var þessi riffill fastur ferðafélagi áður en happdrættið var tekið upp. Hlaupið er grannt veiðihlaup en riffillinn skilar auðveldlega undir tommu grúppum á 100 m með réttri hleðslu. Það er mjög ásættanleg nákvæmni fyrir veiðiriffil.
Kosturinn við .270 Win. finnst mér vera hvað skothylkið er ljúft fyrir skyttuna en bráðdrepandi fyrir bráðina. Með því að núllstilla á 200 m er hann 5-6 cm yfir á 100 m og 12-15 cm undir á 300 m eftir því hvaða kúla er valin. Ég nota alltaf 130 grains kúlur. Ég hef í gegnum tíðina notað Nosler BT, Speer Grand Slam, Hornady Interbond, Hornady SST og síðustu árin Swift Scirocco kúlur.
Ég á líka 30-06 með 1,5-6 sjónauka. Þann riffil hef ég einnig notað til veiða hér heima og erlendis. Sá riffill skilar líka mjög ásættanlegri ákomu miðað við veiðibyssu. Ég hef oft skotið hálftommu grúppur á 100 m, með 6x stækkun á sjónauka, með kúluþyngdum frá 150 grains upp í 220 grains. Það er bara fín nákvæmni fyrir hvaða veiðiriffil sem er. Kosturinn við þessi slögg er að þau hreyfast lítið í vindi og virka vel í bráð. Ég hef hótað Veiðimeistaranum því að mæta með svona skot á hreindýr því hann er svo hrifinn af þungum og hægfara kúlum - eða þannig!
Mér finnst að menn eigi ekki að gera kröfur um að veiðiriffill skili sama árangri og benchrest riffill. Þegar kemur að veiðum er aðalatriðið að hitta dýrið á réttan stað. Þess vegna er nauðsynlegt að æfa sig sem mest að skjóta á mismunandi löngum færum og úr þeim skotstellingum sem maður gæti mögulega þurft að nota, t.d. liggjandi eða krjúpandi. Þannig byggir skyttan upp sjálfstraust og kynnist byssunni sinni.
Ég las eftir gamlan speking, Jack O'Connor minnir mig, að til að prófa nákvæmni veiðiriffils sé gott að skjóta einu skoti á blað. Fara aftur daginn eftir og skjóta öðru skoti á blaðið og endurtaka leikinn þriðja daginn. Þannig fáist raunhæf mæling á nákvæmni veiðiriffilsins. Málið er nefnilega það að á veiðum skiptir fyrsta skotið úr köldum riffli öllu máli.
Síðast breytt af Guðni Einars þann 29 May 2012 13:12, breytt í 1 skipti samtals.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

Hilmir
Póstar í umræðu: 1
Póstar:25
Skráður:29 May 2012 13:04

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af Hilmir » 29 May 2012 13:07

Cal .308 Win, ekki spurning.
Hilmir Valsson
Borgarnesi
hilmirva@simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af iceboy » 29 May 2012 13:22

Ég á bæði 6,5x55 og 270 og veldi ég annað þeirra.
En ég hef líka skotið hreindyr með bæði 30-06 og 243.

Ég er ekki sammála því að 243 sé í raun of lítill.
Fyrir 2 árum fékk bróðir minn sitt fyrsta hreindyr, fyrsta árið sem hann sótti um.
Hann skaut dýrið á 220 metra færi með 243 án tvífóts, dýrið steinlá, og eftirlitsmaðurinn sem var næstur í hópinn, spurði pabba þegar hann lét vita að þeir gætu farið í hópinn, hitti hann? Hann sá ekki þegar dýrið datt, svo það að 243 sé í einhverjum vandræðum með að drepa á sæmilegum færum er ég ekki alveg sammála. En ég færi nú kannski ekki að teigja mig neitt mikið lengra en þetta með því cal.

p.s Fyrir Sigga ( veiðimeistarann) það var Danni sem horfði á bróðir minn skjóta dýrið :-)
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 May 2012 00:05

Guðni og Árnmar.
Það er ekki sama Jón og séra Jón á hreindýraveiðum! Um það bil 10% af veiðimönnum sem koma til mín árlega eru það skólaðir í skotfimi að þeir geti skotið með hvaða vopni sem er til dæmis 3006 með 200 gr. kúlu eða 243 með 100gr. kúlu án mikillar umhugsunar þegar þeir vita færið og áttað sig samstundis á hvað fallið er mikið á vegalengdinni, þetta á raunar við um öll kaliber sem eru hæg með þungum kúlum, þessi 10% geta talist til séra Jónanna :D
Síðan eru allir Jónarnir 90% af hreindýraveiðimönnum sem ekkert skinbragð bera á fall kúlu og fjarlægðir til bráðar, hvað þá samspilið þar á milli, þess vegna hentar Jónunum best að vera með hröð og flöt kaliber með léttum kúlum :D
Þess vegna er ekki hægt að alhæfa um þessi mál, en Jónunum er enginn greiði gerður með því að séra Jónarnir ráðleggi þeim að fá sér nú endilega sömu vopn og þeir, nema, taka þá og kenna þeim samspil hraða og fall kúlna versus fjarlægð í bráð jafnframt og miðla þeim allri sinni þekkingu og reynslu á, ja, til þess að gera á örstuttum tíma! Er það mögulegt með einhverjum viðunandi árangri ?? Spyr sá er ekki veit, þó hann viti nú ýmislegt ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af iceboy » 30 May 2012 00:23

Ég er alveg sammála þér Siggi. Þetta snýst að sjálfsögðu um að þekkja sitt vopn, geri maður það þá er hægt að gera margt með allskonar vopnum.

Þegar þú talar um 90% þá skal ég segja þér( ykkur smá dæmi frá í fyrra)

Ég fór með mönnum á veiðar, þeir fengu lánaðan riffil og fóru á laugardeginum upp á álfsnes að prófa, svo fórum við austur á sunnudeginum og á veiðar á mánudeginum.

Veiðin gekk vel, eftirlitsmaðurinn vissi að þeir hittu með rifflinum en að þeir voru ekki reyndir og því var reynt að komast í stutt færi og það tókst, ca 117 metrar.

Allt gekk vel og dýrið hjartaskotið.

Þar sem ég hef nú smá áhuga á skotvopnum þá spurði ég aðeins út í vopnið, cal og þessháttar.
Svarið sem ég fékk var, ég veit það ekki, eitthvað stórt.
Sem var svosem rétt, 7mm rem mag.
ég veit ekki hvort að þessir hefðu vitað hvað þeir væru að gera með 243 á löngu færi eða 3006 ( svo við nefnum nu ekki búmmerangið siggi) En auðvitað lærist þetta oftast með tímanum og reynslunni.
En þetta dæmi þar sem 243 var notaður þá vissi eftirlitsmaðurinn að skyttan hefur notað þessan riffil þónokkuð og skotið allmargar gæsir með honum og þekkir hann ágætlega
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af E.Har » 30 May 2012 07:52

Icaboy Það virkar allt við góðaraðstæður.
Grænlendingar nota gjarnan 223!
Ekki að það sé til eftirbreytni.

Ég er svo sem sammála flestum um að 243 m 100 g kúlu sé alveg lámarkið og það á ser í raun sögulegaskýringu.
6,5 stendur sig mun betur í t.d vindi.
300 magnum er auðvitað overkill fyrir veiðimenn.
Sérstalega ef haft er í huga að flest dýr eru skotin á undir 150m
Þá eikst hættan svo á að kúlurnar sem eiga að sveppa brotni upp.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 30 May 2012 09:42

Og þess vegna er skotprófið algjörlega nauðsynlegt. Það sýnir allavega fram á færni manna að hitta lágmarksflöt á þessum 100m. Menn fá þá vonandi riflana aðeins fyrr að láni og æfa sig líka gjarnan þar sem þetta kostar örfáar krónur, ekkert af þessu getur talist slæmt.

Vandamálið með reglurnar og .243 eða 6mm er að flestir 6mm riflar skjóta 100gr kúlu frekar slælega. Flestir riflar í því caliberi standa sig mun betur með léttari kúlum og þegar er farið að þrýsta vel á eftir 100gr kúlum í t.d. .243 þá eru menn að lenda í því að kúlurnar láta leiðinlega þegar þær lenda í bráð.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hvaða caliber mynduð þið velja af þessum?

Ólesinn póstur af gylfisig » 31 May 2012 00:53

Væri ég að fara í hreindýr,, sem ég ætla reyndar að gera í ágúst komandi, þá get ég valið um 3 riffla í skápnum.
SAko TRG-42 300 wm
Sako/Krieger cal 6,5x 47
Mossberg /Winchester cal 308
Og ég verð fljótur að velja..
Sako TRG-42 300 wm.
Hefur aldrei klikkað.
Fellir hreindýr fljótt og örugglega með 165 grs Nosler bt. og er traustur riffill, þó hann sé þungur að bera
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara