Þungar hleðslur.

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Þungar hleðslur.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 13 Oct 2013 22:46

Erum við að nota of þungar hleðslur velti ég oft fyrir mér?
Oftar en ekki hef ég valið mér þungar hleðslur í gæsaveiði og er svo lánsamur að eiga veiðubyssur sem höndla þær vel.

Í þessa skipti brá ég út af vananum og hafði með mér pakka af gömlum 36gr. Fedral Hi-Power sem karl faðir minn taldi afar góð skot í gæsaveiði og skildi eftir mér til gangs.

Haglastærð BB og kallast í Ameríkuhrepp 1,1/4 oz. 3,1/4 Dram EQ stendur á pakkanum sem er rúmlega 35 ára gamall.

Fimm gæsir lágu. Þrjár lentu dauðar og tvær komu niður með brotna vægnstýfu og tel ég BB högl og góðan hraða hafa gert gæfu mun í þetta skipti.

Þetta kallar að sjálfssögðu á samanburðarrannsókinr og fleirri túra við fyrsta tækifæri.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Þungar hleðslur.

Ólesinn póstur af karlguðna » 14 Oct 2013 20:20

sælir,, hef nú reyndar aldrei verið aðdáandi þungra hleðslna ,,, 42gr. nr.2 með fullri þrengingu hafa reynst mér ágætlega ,, en verð nú að segja 36gr. fynnst mér svolítið smátt ,,, en væri alveg til í að prófa ,,.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Þungar hleðslur.

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Oct 2013 20:36

Mín reynsla er 36gr númer 4 í Ágúst en færi mig svo yfir í nr 3 og er með 42gr hleðslu þá.Ég var með ofurtrú á 3" en er nánast alveg hættur að nota það.
En svona til gamans og umhugsunar þá var ég að tala við veiðimann og skot komu að sjálfsögðu til sögu og þá sagði hann bráðskemtilega setningu sem er þessi :-)
Ég kaupi engöngu Remington nítro af Ellingsen og þar sem þau eru svo rándyr þá vanda ég mig á veiðum því ég tími ekki að hitta ekki og sóa peningnum.
Síðast breytt af Gisminn þann 14 Oct 2013 23:02, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Þungar hleðslur.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 14 Oct 2013 20:58

Tvö, fjögur og sexhundurð sagði veiðifélgi við mig um daginn þegar ég hitti ekki með grænuskotunum.

En það var hverra krónu virði að geta sáttur sagt að það var ekki skotunum að kenna :lol:
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Þungar hleðslur.

Ólesinn póstur af 257wby » 14 Oct 2013 22:01

Hef verið að nota 38gr nr 3 í gæs og önd síðastliðin haust og líkar vel, flott ákoma og það sem ég hitti hrynur niður :)
Haglastærð 4-5 myndi samt henta betur í smærri fuglana.

kv.Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Freysgodi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Þungar hleðslur.

Ólesinn póstur af Freysgodi » 14 Oct 2013 22:08

36g má segja að sé "náttúruleg" hleðsla fyrir 12 gauge byssu og hægt að skjóta þeim af miklum kraft/hraða án þess að þrýstingur vaxi upp úr öllu valdi. 36g hleðslur fara oft á 100 fps hraðar en 42 g og líkum má leiða að því að dreifin sé líka þrengri. Hvert hagl hefur því meiri skriðþunga í 36g hleðslu, en þar sem hraðafallið er þeim mun hraðara sem hraðinn er meiri, þá er þessi upphafshraðamunur ekki orðinn mikill út á 30 metrunum.

Ég held að það sem er merkilegast við þessi gömlu skot sé stærðin á þeim (BB). Ég hef átt í bréfaskriftum við Tom Roster sem er í forsvari fyrir Consep töflurnar og hann telur haglastærð númer 2 heppilegustu blýhaglastærðina fyrir gæsaveiðar. Mér finnst með ólíkindum að nota högl #4 á 4 kg gæs en högl #5 á 400g rjúpu. Gæsin þarf skriðþunga í höglin, en er svo stór að ekki þarf þéttann sverm til að tryggja að nokkur högl hitti. Svo ég er að nota haglastærð 2 og á bilinu 42 til 50 g hleðslur á gæsina, en flestir í kringum mig eru með 42g #4 sem er mjög haldið að mönnum hér á landi - og vissulega veiða margir vel með þeim.

Kveðja

Jón V.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Þungar hleðslur.

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Oct 2013 23:03

Hefði kannski átt að taka fram að mín eru Rio þannig að 4 þar er þristur hjá mörgum ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

KarlJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Þungar hleðslur.

Ólesinn póstur af KarlJ » 15 Oct 2013 17:09

Sælir,
Varðandi haglastærðir þà finnst mér þægilegra að tala um þvermál haglanna í mm heldur en stærðir 2-4 og svo framvegis.
Hvað finnst ykkur vera lágmarks stærð í mm fyrir gæsina? En rjúpu?
Kv. K
Karl Jónsson. Akureyri.

Svara