Rjúpa með .22lr

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
Rjúpa með .22lr

Ólesinn póstur af Árni » 22 Oct 2013 12:43

Daginn,
Langar að spyrjast fyrir hvernig mönnum sem fara á rjúpu með .22lr vegnar miðað við að fara með haglarann?
Er mikill munur (eða möst) að vera með hljóðkút?
Fljúga hópar oftast upp við að skjóta eina eða eiga þeir til að sitja áfram eins og maður hefur heyrt?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpa með .22lr

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Oct 2013 13:08

Þegar ég var mjög ungur fór ég á veiðar með 22 og þegar ég hugsa til baka þá held ég að þetta hafi aðalega farið eftir frosti. þeim mun meira frost þeim mun fleyri fugla gat ég skotið áður en hópurinn flaug en ég var bara með 22 án kíkis og bara skaut á fuglinn liggjandi í ca 50 metrunum og ég man að það var oftar en ekki mikil læti í skotnu rjúpuni áður en hún drapst endalega svona eins og hauslaus hæna til að miða við eitthvað.
Hvellurinn er ekki málið held ég það er hvellur af kúluni líka þetta er meira hvar þú ert staðsettur hvort hún tengi þig við hvelllin og það sé ógn eða ekki.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Rjúpa með .22lr

Ólesinn póstur af T.K. » 22 Oct 2013 15:28

Held nú að deyfir við veiðar rúmist ekki innan ramma laga okkar. En að skjóta rjúpu með 22 er annars ekkert mál. Haglabyssa er samt mun sniðugra verkfæri - þeas ef þú vilt fá nógu margar til að metta fjölskylduna :)
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Rjúpa með .22lr

Ólesinn póstur af jon_m » 22 Oct 2013 21:26

Ég mæli með því að allir sem ekki hafa prófað að veiða rjúpu með riffli prófi það. Það getur verið mjög gott að hafa riffil ef rjúpan er mjög stygg og erfitt að komast í færi með haglarann.

Yfirleitt er það hljóðið sem kemur þegar kúlan lendir sem fælir fuglinn, en ekki skothvellurinn. Þess vegna er líklegra að maður nái fleiri en einni ef fuglinn situr þar sem ekkert grjót er á bakvið. Yfirleitt byrjar maður á að skjóta fuglinn sem situr neðst í brekkunni eða í útjaðri hópsins til að fæla ekki hópinn.

Á árum áður var ástæðan fyrir því að menn notuðu riffil sú að skotin kostuðu aðeins brot af því sem haglaskot kostuðu og menn voru lausir við að endurhlaða haglaskotin. Ennig er auðveldara að bera með sér 150 riffilskot en 150 haglaskot. Þá voru menn jafnvel að skjóta yfir 100 rjúpur á dag og allt að 20 fugla á sama stað.

Einnig er þetta frábær æfing fyrir alla hreindýraveiðimenn, þú þarft að koma þér fyrir og skjóta oft á dag og verður því ekki í vndræðum þegar kemur að því að skjóta hreindýrið.

Oftast er það þó svo að haglabyssan gefur betur þar sem þá er maður ekki háður því að sjá alla fugla áður en þeir fljúga upp.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Rjúpa með .22lr

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 22 Oct 2013 22:29

Ég heyrði söguna þannig frá eldri mönnum, að það ætti að byrja á efsta fuglinum. Þá heldur rjúpan að hvinurinn sé fálki.
Annars er þetta frekar sjaldan að ganga upp að ná mörgum á sama stað.
Kemur fyrir samt.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Rjúpa með .22lr

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Oct 2013 20:39

Subsonic, hávaðin er ekki vandamál.
Veðrið ræður hve vel hún treystir á felubúninginn
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara