Rjúpnaskytta tekin í gær

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
Rjúpnaskytta tekin í gær

Ólesinn póstur af Árni » 24 Oct 2013 10:16

http://sportveidivefurinn.is/2013/10/23 ... tu-i-gaer/

Hvernig er það, hver eru viðlögin við svona?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rjúpnaskytta tekin í gær

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Oct 2013 11:04

Held að í þessu tilfelli eru engin viðurlög þar sem ekki var búið að skjóta rjúpu og þar með ekki orðin glæpur þótt brotaviljinn hafi verið ljós.
Ef ég skil fréttina og afstöðu lögreglunar rétt.
Er þetta annað mál en þetta ?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... a_saeluna/
Ef svo er er mikið að gera hjá lögrgluni á Egilstöðum
Síðast breytt af Gisminn þann 22 Nov 2013 01:48, breytt 2 sinnum samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rjúpnaskytta tekin í gær

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Oct 2013 11:15

Sælir. Mönnum getur einnig verið refsað fyrir tilraun til glæps eins og fullframins glæps, enda hafi sá grunaði ekki hætt við af sjálfsdáðum áður en honum mátti vera ljóst að upp um hann kæmist.

Þetta er úr 12 gr. reglugerðar um fuglaveiðar nr. 456/1994 (Tók þetta úr breytingarreglugerðinni)
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum eða fangelsi allt að 2 árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.

Gera má lögaðila sekt fyrir brot gegn 10. gr. Um refsiábyrgðina fer eftir II. kafla A almennra hegningarlaga.

Tilraun til brota gegn lögum þessum og reglugerðum, sem settar eru á grundvelli þeirra, varða refsingu sem fullframið brot, sbr. III. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir um hlutdeild í brotum.

Gera má upptækt til ríkissjóðs: Ólöglegt veiðifang, egg eða eggjaskurn, veiðitæki og annan búnað sem notaður hefur verið við framkvæmd brots, veiðifang sem boðið er til sölu eða selt í bága við sölubann skv. 10. gr., svo og hagnað af ólöglegri veiði og sölu framangreindra verðmæta. Ekki er það upptöku til fyrirstöðu þótt annar sé eigandi veiðitækis eða annars sem upptaka er heimil á en sá sem sekur hefur reynst um brot á lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra. Að öðru leyti skal fara um eignaupptöku samkvæmt ákvæðum 69. gr. almennra hegningarlaga.
Og set inn til gamans III. kafla hegningarlaga um tilraun og hlutdeild.
III. kafli. Tilraun og hlutdeild.
20. gr. Hver sá, sem tekið hefur ákvörðun um að vinna verk, sem refsing er lögð við í lögum þessum, og ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að framkvæmd brotsins, hefur, þegar brotið er ekki fullkomnað, gerst sekur um tilraun til þess.
Fyrir tilraun til brots má dæma lægri refsingu en mælt er um fullframin brot. Skal það einkum gert, þegar af tilrauninni má ráða, að brotamaðurinn sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má, að sé um menn, sem fullfremja slík brot.
Ef hagsmunum þeim, sem verknaður beinist að, eða verknaðinum sjálfum er svo háttað, að tilraunin hefði ekki getað leitt til fullframins brots, má ákveða, að refsing skuli falla niður.

21. gr. Hegning fyrir tilraun fellur niður, ef sá, sem sekur hefur gerst um hana, lætur af sjálfsdáðum af þeim ásetningi sínum að drýgja brotið, áður en það er fullkomnað, enda farist framkvæmd þess ekki fyrir eða tilætlaður árangur náist ekki vegna tálmana eða annarrar tilviljunar, og hann hefur þar að auki, ef hann hefur með verknaði sínum valdið eða talið sig hafa valdið hættu á því, að brotið fullkomnist, komið í veg fyrir það eða gert þær ráðstafanir, sem myndu hafa komið í veg fyrir það, ef fullkomnun brotsins hefði ekki, án vitundar hans, verið aftrað á annan hátt eða verið óframkvæmanleg.

22. gr. Hver sá maður, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð.
Ef hlutdeild einhvers þátttakanda í brotinu er smávægileg, eða er í því fólgin að styrkja áform annars manns, sem áður er til orðið, svo og þegar brot er ekki fullframið eða fyrirhuguð þátttaka hefur misheppnast, má dæma hann í vægari refsingu en þá, sem lögmælt er við brotinu.
Þegar svo stendur á, sem í annarri málsgrein segir, og sömuleiðis, ef manni hefur orðið á af gáleysi að taka þátt í broti, má láta refsingu falla niður, ef brotið á undir hegningarákvæði, þar sem ekki er sett þyngri refsing en [fangelsi allt að 1 ári].1)
Nú er brot fullframið, og skal þá sá, sem veitir brotamanni sjálfum eða öðrum liðsinni til þess að halda við ólögmætu ástandi, er skapast hefur fyrir brotið, eða nýtur hagnaðar af því, sæta refsingu eftir ákvæðum þessarar greinar, enda taki önnur ákvæði laga ekki til verknaðar hans.
1)L. 82/1998, 2. gr.

23. gr. Hlutdeildarmanni skal ekki refsað, ef hann, á þann hátt, sem í 21. gr. getur, afstýrir brotinu eða gerir ráðstafanir, sem myndu hafa komið í veg fyrir það, ef framkvæmd þess hefði ekki, án vitundar hans, verið afstýrt á annan hátt, misheppnast eða verið óframkvæmanleg.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara