Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Bowtech » 29 Dec 2013 17:06

Komið Sæl

Hérna er stutt samantekt um könnun á tillögu Svæðisráð Skotvís á Norðvesturlandi um fyrirkomulag á hreindýraúthlutun. En jafnframt var öðrum spurningum varpað fram til að vita skoðun veiðimanna á ákveðnum atriðum. Samkvæmt Outcome sem sá um könnunina að þá eru niðurstöður marktækar til frekari skoðunar. Svarhlutfall var í samræmi við kannanir almennt.

Hvet ykkur að skoða þetta og segja ykkar skoðun.

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]

Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Dec 2013 17:55

Þetta eru um margt athyglisverðar niðurstöður og gaman að skoða þær.
Margt þarna sem ég get samþykkt fyrir mitt leiti, en annað ekki.
Svarhlutfallið er hrikalega lágt og þessvegna spurning um trúverðugleika.
Tillögurnar um úthlutunina eru um margt athygliverðar og hægt að taka undir þær að miklu leiti.
Hins vegar bera skoðanakannanirnar þess merki að þar eru nær einngis félagsmenn SKOTVIS spurðir.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Dec 2013 18:15

Þessi könnun var send til allra sem vildu taka þátt óháð félagi en svarhlutfallið er mjög svipað og með allar kannanir sýnist mér hvort sem það er gallup eða annað.
En sumt kom mér undarlega á óvart þegar niðurstaðan var ljós úr könnunini en það er bara vilji svarenda svo það verður gengið út frá þeim vilja við mótun og vinnu tillögunar.
Nógu mikinn tíma og möguleika höfðu menn til að hugsa málið og svara og mesta úrvinslan okkar var að fara yfir athugasemdirnar þar sem við gáfum þann möguleika til að fá betri hugmynd um þankaganginn svona almennt en ekki bara í okkar hópi.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 4
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 29 Dec 2013 18:54

Sæll Þorsteinn.

Hvaða lista fékk Outcome i hendurnar og frá hverjum þegar þeir sendu út spurningalistann sinn ?
Fengu þeir lista yfir þá sem fengu úthlutuðu hreindýri og eða félagatöl hinna ýmsustu skotfélaga ?
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Dec 2013 21:25

Ég fékk ekki þennan lista, þó ég bæðu um hann :?
Þorsteinn , það breytir því ekki að tæp 82% svarenda eru í SKOTVIS en rúm 18% utan SKOTVIS.
Upphaflegt úrtak í þessari könnun var 2044, Fjöldi svarenda 376, 1668 svöruðu ekki, svarhlutfall 18,40% eins og fram kemur í þessari Stuttu samantekt á könnun, eins og hún er kölluð.
Þorsteinn það er ekki sambærilegt svarhlutfall eða svipað og með allar kannanir eins og þér sýnist, hvort sem það er gallup eða annað.
Þar er svarhlutfallið oft kring um 60% að því er MÉR sýnist og það þykir meira að segja ekkert sérstök þátttaka 8-)
Það breytir hins vegar ekki því að ég get verið sammála mörgu sem kemur fram í þessari könnun ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Dec 2013 23:11

Það var leiðinlegt að þú fékkst ekki listann Siggi minn en ég er að vinna í að fá nákvæmar upplýsingar um spurningu Jóns svo ég geti svarað sem öruggast hve margir fengu færi á að svara könnununi.
En könnunin er talin marktæk af sérfræðingunum og þaðan hef ég þetta að þetta sé mjög eðlilegt svarhlutfall getur farið frá 12-60% eftir hvert sé viðfangsefni spurningana.
En Spáum aðeins í þessu það er sent út hnitmiðað á 2044 sem ætti að koma þetta viðfangsefni við
Og eins og ég sagði aðens ofar þá er ég með sterkan grun um að miklu fleirum hafi verið boðið að taka þátt í úrtakinu en þessum 2044 en aftur að málefninu 376 létu sig þetta einhverju skipta hvað á að lesa úr því ? Er 81,6% Sama? eða eru ekki hreindýraveiðimenn eða ef maður leikur sér aðeins með svarhlutfallið og fer með 18,4 prósentuna í heildarfjölda veiðimanna ca 13000 veiðimenn þá er útkoman 2396 alvöru hreindýraveiðimenn sem ótrúlegt en satt er líklega mjög nærri lagi helduru það ekki ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af karlguðna » 30 Dec 2013 14:43

Mjög gott framtak og gefur von um að þeir sem fara með völdin í skotvís reyni að komast að vilja veiðimanna og þá vonandi að fylgja honum eftir , ég fékk nú ekki að taka þátt í þessari könnun en fæ það kannski næst því ég tók þá ákvörðun eftir að ég sá þessa könnun að gerast félagi í skotvís :mrgreen: eftir að hafa næstum skráð mig oft áður ,,, ég vona nefnilega að þessi aðferð að spyrja félagsmenn um vilja þeirra verði meira áberandi í framtíðinni og svo reynt að koma þeim vilja í framkvæmd, en eitt í þessari könnun gerði mig mjög undrandi og það er að helmingur þeirra sem tók þátt vilja halda þeirri kvöð að verða alltaf að hafa leiðsögumann með í för , :shock: sem að mínu mati rýri mikið ánægjuna af "veiðinni" sjálfri, sem er að fynna og nálgast dýrið. En gott framtak og meira af sama..
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af sindrisig » 30 Dec 2013 16:19

Tja... Ég kallaði sérstaklega eftir því að fá þessa könnun senda, þar sem ég fékk hana ekki hendur eftir að hafa sótt um að fá hana inn á vef Skotvís.

Man ekki betur en að það hafi verið umræður hér á þessu spjalli vegna þess hve illa gekk að fá aðgang að könnuninni.

Síðan, svona af því að ég rek oft augun í aukaatriði, hvar eru síðustu 8 blaðsíðurnar af könnuninni?

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Dec 2013 16:30

Indriði svarar örugglega fyrir síðurnar en þetta er leiðinlegt að menn sem vildu svara og óskað eftir því á annaðhvort hjá Skotvís eða á hinu netfanginu sem gefið var upp fyrir þá sem ekkert vildu hafa með skotvís og takk fyrir Orðin Karl því þetta er einn smá liður í því að hlusta og fara eftir vilja meirihluta veiðimanna.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 4
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 30 Dec 2013 17:38

Sæll Þorsteinn.

Ég bíð enn eftir svari........ :?:
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 4
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 30 Dec 2013 19:13

Sæll Sindri.
Það vantar miklu meira en bara síðustu 8 blaðsíðurnar, enda talar Indriði um stutta samantekt á könnuninni.
Það sem mér finnst kostulegra er að það eru bara sumar spurningarnar birtar, ef maður skoðar númerin á spurningunum.
Hvaða tilgangi sem það þjónar svo ;)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Dec 2013 23:59

Jón Pálmason skrifaði:Sæll Þorsteinn.

Hvaða lista fékk Outcome i hendurnar og frá hverjum þegar þeir sendu út spurningalistann sinn ?
Fengu þeir lista yfir þá sem fengu úthlutuðu hreindýri og eða félagatöl hinna ýmsustu skotfélaga ?
Sæll Jón þeir fengu póstlista Skotvís og svo allra þeirra sem vildu taka þátt og skráðu sig annaðhvort á póstlista skotvís eða á netfangið sem gefið var upp fyrir þá sem ekki vildu vera á póstlistanum.
Formönnum skotfélaga ég held allra en vill ekki fullyrða það var ekki búinn að fá það staðfest var send kynning á að til stæði að hafa þessa könnun með ósk um að láta félagsmenn vita svo þeir gætu óskað eftir að vera með og fá spurningalistan.
Ég held að þeir hafi ekki fengið neina lista frá félagatölum skotfélaga eða úr úthlutun hreindýra enda ekki alment samþykki fyrir því..

Þetta alla vega átti og held að þetta hafi farið svona fram.
Kynning á Hlaðvef,skyttuvef,Skotvísvef.og öllum formönnum skotfélaga gert viðvart.

Það virðist hafa orðið einhver brotalöm í að láta alla sem vildu fá spurningalistan til að geta tekið þátt og er það miður og bið ég bara afsökunar á því.
En ég hefði viljað vera öruggari með að geta svarað með 100% vissu að sent hafi verið á formenn skotfélagana áður en ég svaraði þér en ég veit allavega að það átti að gera.

Bætt við síðar
Já og hvað varðar að sumum spurningum er slept var aðlega af því að þær voru meira að fá meiri fyllingu í svörin
Td ertu í skotvís ?
Næsta spurning ef þú svaraðir neitandi afhverju ? þessum spurningum er slept í stuttu kynninguni
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 4
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 31 Dec 2013 08:42

Sæll Þorsteinn.

Takk fyrir svarið svo langt sem það nær. Veit þú gerir þitt besta.
Þetta með brotalamirnar er samt aldrei ásættanlegt.
Gott að sinni og gleðilegt nýtt ár.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Bowtech » 31 Dec 2013 09:19

Eins og ég sagði í upphafs pósti þá er þetta einungis stutt samantekt. En niðurstöður verða birtar í lok Janúar 2014 heild sinni ásamt skriflegum athugasemdum þeirra sem tóku þátt.

Það sem Þorsteinn hefur bent á eins og með netfangalistann að þá varð því miður einhver brestur á að allir hafi fengið könnunina senda til sín sem báðu um það og meir að segja 2 úr svæðisráðinu fengu ekki, hver orsökin á þvi var er mér ekki kunnugt um nema ef um mannlega þáttinn að mönnum hafi yfirsést ákveðin atriði.
Með póstlistann sjálfann. þá kom í ljós að það var mikið um að netföngin voru ekki í gildi, fólk skipt um og ekki látið vita eða þá að þau voru ekki rétt einhverja hluta vegna. skilst að meginn hluti netfanga á póstlistanum séu ekki félagsmenn í Skotvís en á eftir að fá það alveg staðfest.
Með að kynna könnunina þá var það auglýst hér, á Hlaðvefnum og Skotvís
Svo var sendur tölvupóstur til flestra ef ekki allra skotfélaga á landinu þar sem biðlað var til þeirra koma viðkomandi pósti áleiðis til sinna félgsmanna en hvort að öll félög hafi komið til móts með það veit ég ekki. Einnig sent á félag hreindýrleiðsögumanna.

Jafnframt voru margir ekki hrifnir af því að skrá sig póstlistann hjá Skotvís til að geta tekið þátt og þá bauð ég mönnum að senda mig póst sem margir þáðu.

En þetta var leiðin sem ákveðið var að nota í þetta skiptið.

Vona að þetta skýri hluti að einhverju leiti.

Ef þið viljið ræða þetta eitthvað beint endilega hafið þá samband í pm.

Megið þið eiga góðar stundir og óska ykkur gleðilegs nýtt ár.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Dec 2013 09:52

Þetta sem fram er komið hérna rýrir mjög trúverðugleika þessarar könnunar, það virðast miklar brotalamir vera á því hverjir fengu könnunina senda og ekki á hreinu á hvaða netföng hún var send yfirleitt og eitthvað um að þeir sem báðu um að fá könnunia senda fengu ekki.
Lýsingin á því að vantað hafi upp á að tveir í svæðisráðinu hafi fengið könnunina senda er eiginlega dropinn sem fyllir mælinn, það gefur til kynna að ekki hafi aðeins verið um brotalamir að ræða heldur að hér geti verið um mikla annmarka að ræða.
Komi menn ekki svona skilaboðum í eigin tölvur hlítur eitthvað mikið að vera að.
Þegar síðan við bætist að svarhlutfall kannaninnar var bara aðeins rúm 18% fer ég að efast enn frekar um trúverðugleikann, vegna þess að hún virðist endanlega aðeins eða aðallega hafa verið send á félags menn SKOTVÍS sem ætti að tryggja miklu meiri þáttöku en þetta.
Ef þetta er hlutfallsleg skoðun félaga í skotvís sem þarna kemur fram, það er að sega að rúm 80% félaga SKOTVÍS hafi enga skoðun á málin, þá verður þessi könnun aldrei til annars en skemmtilestrar fyrir þá sem áhuga hafa á málinu en könnuninn ekki að öðru leiti til þess fallin að fara að vinna eftir henni tillögur að nyju úthlutunarkerfi fyrir hreindýraveiðileyfi.
Það er ekki tilefni til að fara að breyta úthlutunarkerfi sem rúmlega 80% félaga í SKOTVÍS virðast ánægðir með eða láta sig engu skipta.
Viðhengi
IMG_5147 - Copy.JPG
Það er spurning hvernig leyfum verður úthlutað á þessa bola á svæði 4 á næsta ári.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Gisminn » 31 Dec 2013 11:49

Ég er ekki alveg sammála með könnunina því að feillin gerði engan greinamun á félögum eða utan það er jákvæði þátturinn.Þessari könnun var ekki bara miðað á skotvís heldur frekar til að ná til hreindýraveiðimanna innan og utan skotvís. Það tókst að mestu.
En skil ég þig rétt að ef skotvís fær meirihluta sinna manna í einhverju máli þá tekur þú það gott og gilt og fullt tilefni til að fara með þau mál lengra ? ;)
En svo það sé alveg á hreinu að þessi skoðanakönnun fór fram af einlægni til að fá fram breytingu á gölluðu kerfi og fá fram skoðanir manna! Það tókst og það voru engar kostningaveiðar til að ná fram einhveri ákveðinni niðurstöðu né neitt slíkt og það var ég sérstaklega ánægður með.
Fyrir mér sannaði könnunin bara hve mikil fölsk eftirspurnin er eftir dýrum eins og þessi 80% sýndu og kannski fattaði ekki stór hluti þeirra að með því að taka þátt og seigjast þar bara ekki taka afstöðu hefði verið betra. Eins og kjósandin sem situr heima og heldur að með því sé hann að skila auðu.
Og þú spyrð um úthlutunina á þessum bolum og bentir einmitt á einn af göllunum því samkvæmt lögum á að birta kvóta næsta árs 1 des svo því ætti kvóti 2014 að vera orðin ljós ekki satt? En ef það verður með sama sniði verður þetta kunngjört seint í janúar.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Stefán Einar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:05 May 2012 20:49

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Stefán Einar » 01 Jan 2014 10:58

Sælir

Ég get vart orða bundist.

Þessi könnun er engan vegin marktæk fyrir margra hluta sakir, fyrir utan að vera illa unnin. Svo fátt eitt sé tilgreint, þá er ekki um slembiúrtak að ræða - né heildarsvörun. Í öðru lagi er svarhlutfallið skelfilega lágt. Í þriðja lagi þá gat fjöldi manns ekki tekið þátt í könnunni. Í fimmta lagi, þá er einungis brot af umsækjendum hreindýraleyfa sem taka þátt í könnunni.

Eina ályktunin sem ég get dregið af þessum tölum er að Skotvís ætti ekki að vera forsvarsaðili hreindýraveiðimanna – a.m.k. byggt á þessum niðurstöðum. Ástæðan er eftirfarandi:

Heildar úrtak: 2.044
Þeir sem aldrei hafa sótt um hreindýraleyfi: 55 - (af 371)
Þ.a.l. að 316 svarenda hafa sótt um leyfi.

Af ofangreindum tölum má ráða að 15% svarhlutfall í þessari könnun hafa sótt um leyfi (=316/2044). Þá er eftir að draga frá 20% sem hafa (einhvern tíman) skilað inn leyfi. Öll svörin verða svo að skoðast í ljósi þessara 15%, sem er svo ekki einu sinni slembiúrtak – ásamt öðrum annmörkum.
Svo til að bæta gráu ofan á svart – þá sóttu 4.327 um hreindýraleyfi á síðasta ári. Með öðrum orðum, þá vantar 93% umsækjenda í þessa könnun (=4.327-316/4327).

Ekki myndi ég treysta mér að ýta t.d. fyrstu spurningunni úr vör með svona bakland.

Ef menn ætla að gera marktækar kannanir – þá verður það best gert í samvinnu við UST og þegar sótt er um hreindýraveiðileyfi. Þannig fengist marktækt slembiúrtak allra umsækjenda. Aðrar leiðir eru einnig færar, sem ég mun ekki tíunda hér.

Kv.
Stefán
Með kveðju frá Sviss
Stefán Einar Stefánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af sindrisig » 01 Jan 2014 11:09

Gleðilegt árið.

Veit ekki betur Stefán en að ég svari á hverju ári einhverju á skilavef UST. Ég hef aldrei nokkurntíma séð neinar niðurstöður þaðan, af hverju veit ég ekki, kannski er minnið hjá mér svona gloppótt...

Annars tek ég einfaldlega undir það sem Veiðimeistarinn segir. Þetta er pínleg könnun.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Jan 2014 11:56

Sæll Stefán ég hreinlega skil ekki rökin þín afhverju mega ekki þeir sem skila inn leyfi 20% taka þátt í könnununi ?
Ég fæ ekki betur séð að 85,2% svarenda hafi sótt um hreindýr en 14,8 ekki held þú hafir snúið þessu við. og þá í sama ljósi ef verður að skoða þetta út frá 85,2 sem ég held að sé vel marktækt.
En reyndar er þetta skoðað og virt af öllum 100% svarendum það má ekki vinsa einhverja svarendur úr því þá fyrst skekkist niðurstaðan.
En ég hef áður sagt að það urðu feilar i að fá alla til að svara sem vildu en ekki það stórir að það ráði einhverjum heildarúrslitum því línan var vel skýr hjá svarendum.
Nógu vel var þetta kynt.
Aðrar leiðir segir þú en vilt ekki tíunda þær! Mér þætti mjög gaman að fá þær tíundaðar.
Og Svæðisráð norðurlands vestra gerði þessa könnun til að leggja fyrir Skotvís með að sjálfsögðu samþykki skotvís en hún var ekki gerð af frumkvæði skotvís það var okkar.
Og fengum við menn með reynslu til að gera könnunina svo hún yrði fagleg og hnitmiðuð.
Slembiúrtak segiru og hvaða rök koma þá við niðurstöðuni ?
Að þetta sé ekki að marka vegna þess að of fáír hreindýraveiðimenn lentu í úrtakinu og niðurstaðan þessvegna röng það hefði bara átt að senda á þá sem sækja um hreindýr og þá koma efasemdarmennirnir með að sú könnun sé líka röng því það var bara þröngur hagsmunahópur sem fékk að taka þátt fyrir utan að það er ekki heimild til að fá þann lista til skoðanakannana.
En ég skal alveg kanna hvort það sé hægt að semja við UST um að með veiðikortaumsóknini nú komi beinskeyttur spurningalisti en þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þar verður ekki hægt að vera með athugasemdakerfi eins og við buðum uppá í þessari könnun
En nó sagt.
'i upphafi þráðar var beðið um álit niðurstaðna þessarar könnunar svona sem loka púls
Hvort menn séu sammála niðurstöðuni eða ekki og hvar væri það sem ykkur fyndist að.
Og er þá verið að gefa okkur spjallverjum hér sem mistu af könnunini eða vilja bara almennt segja sína skoðun kost á að hafa eitthvað til málana að leggja.
Því reynslan sýnir að það heyrast oftast bara neikvæðu raddirnar eftir að kannanir eru birtar svo að það verður bara að koma í ljós hve margar þær verða og hvaða atriði í tillöguni þær eru ósáttar með.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun.

Ólesinn póstur af sindrisig » 01 Jan 2014 15:06

Satt er það Þorsteinn að sannleikanum er hver sárreiðastur um það verður seint deilt.

Þessi könnun er af hinu góða en ég, og greinilega fleiri, er ekki alveg að kaupa kálið í þessari framreiðslu. Ég myndi einfaldlega vilja fá könnun þegar sótt er um hreindýr þar sem spurt væri út í fyrirkomulagið og jafnvel með að auki, nokkrum leiðandi spurningum til að fá afstöðu fólks. Þetta er gert í dag en ég hef aldrei séð neinar niðurstöður frá þeirri könnun og óska eftir að minnistap mitt sé leiðrétt ! (enginn fullkominn og þaðan af síður maður sjálfur...)

Það veit hver, sem vill skoða tölfræðina aðeins betur, að þegar svarhlutfall er langt undir helmingi þeirra sem eru spurðir, er ekkert að marka útkomuna. Það þarf einfaldlega að vinna framhaldið út frá þeim punkti, engir sleggjudómar eða neitt, halda fókus og klára málið.

Gleðilegt árið aftur ...
Sindri Karl Sigurðsson

Svara