Tímarit Skotvís komið út

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Tímarit Skotvís komið út

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Ágú 2011 10:47

Var að fá tímarit Skotvís í hendurnar. Góð lesning og fróðleg

Meðal efnis er:

* Staða blesgæsarinnar eftir Arnór Þórir Sigfússon
* Veiðimaðurinn, sælkerinn og orgelleikarinn Jón Stefánsson með athyglisverðar villibráðaruppskriftir.
* Forvitnileg grein um miðunartæki og fjarlægðarmæla.
* Það nýjasta í GPS tækninni.
* Ítarleg grein um hvernig koma má í veg fyrir að særa fugl sem skotið er á á flugi.
* Ólafur Níelsen fjallar um stöðu rjúpnastofnsins eftir vorhretið.
* Elvar formaður skrifar grein um starf og stefnu SKOTVÍS
* Guðni Einarsson með forvitnilega grein um vöxt refastofnsins og úrræði til að halda honum í skefjum, Guðni ræðir við nokkrar reyndar refaskyttur.
* Auk þessa eru í blaðinu nokkrar minni greinar.

Ef menn eru veiðimenn en ekki búnir að skrá sig í Skotvís hvet ég menn eindregið að gera það en Skotvís eru hagsmunasamtök veiðimana á Íslandi og eina félagið sem stendur vörð um hagsmuni veiðimanna gagnvart löggjafar og framkvæmdarvaldinu. Hagsmunasamtök verða sterkari því fleirri sem fleirri eru í þeim og veitir félaginu ekki af miklum slagkrafti á komandi árum.

Skrá sig!
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara