Síða 2 af 4

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 10:34
af Veiðimeistarinn
Ég get verið alveg sammála því að rolla númer 13-308 (ætli hún hafi verið fædd á föstudegi) getur ekki verið annað en óhappakind og bölvuð rússa.
Fátt er samt svo með öllu íllt að eigi boði nokkuð gott, eins og þar segir. Þegar búið er að skíra ána Vaðbrekku kemur svo mikið til mótvægis að ég held að þetta gæti bara bara að meðaltali orðið ágæt ær 8-) :lol: :lol:

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 12:37
af iceboy
Keli erud thid buin ad taka upp 5 stafa numer?
Erud thid ekki med 4 stafa eins og adrir bændur a landinu ;)

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 15:59
af Veiðimeistarinn
Það er nú heppni fyrir þá Fljótsdalsbændur, Önnu og Kela að þurfa ekki að skíra rolluna Bessastaðagerði :lol: :lol: :lol: :lol:

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 16:12
af iceboy
Ef thad yrdi gert utfra thessu spjalli tha verdur ad hafa thad i huga Siggi ad eg er nu i mun betri holdum en thu en hef hinsvegar minna verid notadur til undaneldis ;)

Enda kannski thad sem thu ert ad yja ad :lol: Ad kvikindid myndi allsekki standa undir fodurkostnadi enda yrdi hun liklega steingeld :lol:

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 18:17
af Gunson
Jæja, er ca. 308 svona afleitt_ Sitt sýnist hverjum.. Það steinlá hjá mér tarfurinn þegar ég fékk hreindýr síðast. Færið var 180m og farið var aðeins að rökkva. Remington 770 308 úr Vesturröst klikkaði ekki og skotið var annaðhvort Sako 123 grs eða Norma 150 grs. Það er mjög merkilegt hvað menn geta verið sammála um að vera ósammála. En svona sem innlegg í umræðuna þá datt mér þetta í hug:

Oft þegar skytturnar þrátta,
þá erum við utangátta.
Ef einn getur hitt,
segir annar oh- shit
en þannig er 308.
Kveðja Gunson

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 18:21
af skepnan
Árnmar, þú hefur kannski ekki litið nýlega í fjárbókina í Bessastaðagerði, eða það ágætisforrit Fjárvísi, en þar er nokkuð á hreinu að allar ær á Íslandi eru með 5-stafa númer. Svo er til hægðarauka að aðeins 4 stafir eru settir í merkið í eyranu... Umræðuefni þessa þráðar er t.d. með númerið 3308 í eyranu :D

p.s. varst þú annars ekki í fræbúðingsnámi :mrgreen: :?: :lol:

kv. frá Önnu og Kela

p.s.s. Gunson
Það steinlá hjá mér tarfurinn
þá munaði nú einmitt engu að tarfurinn hér á bænum hefði steinlegið :!: :lol: :lol: :lol:

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 18:28
af iceboy
Jújú Keli ég veit af því að það eru 5 stafir í fjárvís en verð að viðurkenna að ég hugsaði þetta bara út af merkinu :oops:

Það passaði svo miklu betur við að geta notað 3006 eða árið 2022 að nota 2506 ;)

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 19:00
af Veiðimeistarinn
Fyrst boltinn hefur verið gefinn upp á þennan hátt, þá datt mér þetta í hug 8-)

Í hlöðunni gimbrin er hánni að stela
en hjónin sig inni við tölvuna fela,
þar alltaf að þrátta
um 308.
En skömmin hún skallaði Kela! :lol: :lol: :lol:

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 19:45
af Gisminn
Snild :-)

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 20:01
af karlguðna
hahha like :lol:

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 20:50
af sindrisig
Já, já það mætti halda að núværi kominn upp kvæðabálkurinn, langar kvaðir (öðru nafni limrur).

Þetta er nú að sjálfsögðu mjög skemmtilegt, sérstaklega þegar umræðan er í kringum .308.....

kv.

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 22:18
af Jenni Jóns
það er þá best að leggja aðeins til málana :)

Vaðbrekka kindin er nefnd
kannski er það einskonar hefnd
að markið á eyra
er dásamleg tala að heyra.

Re: Helvítis 308

Posted: 26 Jan 2014 22:40
af Gunson
Sæll Sindri minn.
Sendi þér kveðju yfir götuna. Þú ert nú svo (g)limrandi góður í tilsvörum.

Sindri er svolítið hissa.
Hann síst vill af umræðum missa.
Hann langar að þrátta
því cal 308
því fylgir víst fullorðinsbyssa.

Í 308 því langar.
En því fylgja ýmsir angar.
Það margan mann slær,
þótt maður sé fær,
og þetta helvíti - það stangar.

Kveðja fyrir nóttina. SRR

Re: Helvítis 308

Posted: 27 Jan 2014 13:23
af Veiðimeistarinn
Hérna er svo ein til Kela sem alltaf er að lenda í hremmingum, með vísan til þess þegar hann elti hreindýrin upp úr Heljardalnum með tunguna á undan sér.

Í höndunum heldur á byssunni,
Heljardals klifrar mót brekkunni.
Högg á hann datt,
það heldur kom flatt.
Heppinn það skall ekki á tungunni.

Re: Helvítis 308

Posted: 27 Jan 2014 14:43
af skepnan
HAHAHAHA góður :lol: :lol:

Ég vona bara að 303 ((british)) hagi sér betur en frænka hennar :shock: Hvað þá 338 :o

Kveðja Keli

Re: Helvítis 308

Posted: 14 Feb 2014 01:29
af Gunson
Ég held ég sé engu að stela,
og ekkert ég hefi að fela
með 308
ég þarf ekki að þrátta
en þetta kom allt frá Kela

Re: Helvítis 308

Posted: 14 Feb 2014 01:30
af Gunson
Ég held ég sé engu að stela,
og ekkert ég hefi að fela
með helvítis 308
ég þarf ekki að þrátta
en þetta kom allt frá Kela

Re: Helvítis 308

Posted: 14 Feb 2014 21:52
af skepnan
Nú jæja, áfram skal haldið.
Þegar ég henti kvekindinu yfir garðabandið, þá fór hún ansi hratt til jarðar eins og 308 sæmir :twisted:
Og var nú samt "hleðslan" á bakvið ansi heit :lol:
En sem betur fer var ég nú í stígvélum með stáltá :twisted:

Hér er viðstöðulaust verið að þrátta
og vígvöllur engra sátta.
Ekki er skotlínan bein
og skotfærin ansi sein
í vesalings þrír núll átta.

Kveðja Keli

Re: Helvítis 308

Posted: 15 Feb 2014 11:45
af Gunson
Fréttin hún flýgur um landið,
í Fjótsdal er ljóta standið:
Keli fer ekki að hátta,
fyrr en ein 308,
grandar kind bakvið garðabandið. :P

Með kveðju að austan.

Re: Helvítis 308

Posted: 15 Feb 2014 14:42
af gylfisig
Hahahahahahah