Þau forréttindi sem náttúran okkar bíður uppá

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Þau forréttindi sem náttúran okkar bíður uppá

Ólesinn póstur af iceboy » 10 Feb 2014 15:58

Ég skelli inn nokkrum línum hérna þó að þetta eigi kannski ekki heima í þessum flokki.

Nú var ég að koma inn, búinn að njóta þess að vera úti í þessu frábæra veðri sem er hérna núna.

Það er ekkert annað en forréttindi að geta farið út i náttúruna að leika sér.

Ég er með sit on top kayak og tók smá rúnt a honum. ca 7,5 km á spegilsléttum sjó.

Ég var í dag á svæði þar sem ekki má skjóta, en hefði mátt skjóta þarna þá hefði báturinn verið sæmilega hlaðinn þegar ég kom í land.

Selurinn bara nokkra metra frá mér og fylgdist með mér.
Ég komst alveg að toppöndunum og stokköndunum. Nokkrar hávellur flugu rétt yfir mig.

Svo var ég að stríða nokkrum langvíum, komst i ca 15 metra færi við þær, aftur og aftur.
Þær hefðu nú auðveldlega getað fengið far í land hefði byssan verið með i för.

Það er ekkert annað en ómetanlegt að geta gert svona, og það bara rétt við bæjardyrnar
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Þau forréttindi sem náttúran okkar bíður uppá

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Feb 2014 16:07

Þetta er flott en með langvíurnar sástu aðrar svartfuglategundir í túrnum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Þau forréttindi sem náttúran okkar bíður uppá

Ólesinn póstur af iceboy » 10 Feb 2014 16:21

Ég sá eina álku líka
Árnmar J Guðmundsson

agustbm
Póstar í umræðu: 2
Póstar:38
Skráður:31 May 2012 16:52

Re: Þau forréttindi sem náttúran okkar bíður uppá

Ólesinn póstur af agustbm » 10 Feb 2014 16:21

Sæll Árnmar

Má til með að senda línu þar sem ég var einmitt að prófa svona Sit on top kaiak í gær.
Ég verð að segja að eftir þennann túr er þessi græja kominn á listann, ótrúlegt frelsi og nálægð við náttúruna sem maður nálgast á þessu.

Gangi þér vel á miðunum 8-)

kv,
Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Þau forréttindi sem náttúran okkar bíður uppá

Ólesinn póstur af iceboy » 10 Feb 2014 16:29

Já þetta er algjör snilld.

Enda er ég að fá annan svona kayak í byrjun april.

Hann er aðeins breiðari, og þar af leiðandi stöðugri, og það er planið að geta haft einn labbakútinn með aftaná. Ég veit um allavega einn sem gerir þetta, fer með labbann á kayaknum á gæsaveiðar
Árnmar J Guðmundsson

agustbm
Póstar í umræðu: 2
Póstar:38
Skráður:31 May 2012 16:52

Re: Þau forréttindi sem náttúran okkar bíður uppá

Ólesinn póstur af agustbm » 10 Feb 2014 16:37

Sæll aftur,

Já þetta er mjög spennandi. Má ég spyrja hvaða týpu af bát þú ert að fá ?

bestu kveðjur,
Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Þau forréttindi sem náttúran okkar bíður uppá

Ólesinn póstur af iceboy » 10 Feb 2014 16:53

Eg er að fá Islander strike angler frá GG sjósport.

Núna er ég með kayak frá Ellingsen. Mágur minn fær væntanlega að nota þann kayak, enda mikið öryggisatriði að vera 2 eða fleiri saman, sérstaklega á lengri ferðum.
Árnmar J Guðmundsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Þau forréttindi sem náttúran okkar bíður uppá

Ólesinn póstur af karlguðna » 10 Feb 2014 19:00

Já Árnmar þetta eru vissulega forréttindi ,, átti venjulegan kajak í denn en þeir eru ekki eins notadrjúgir og þessir sit on top kajakar,, enda er svoleiðis komin á óskalistann enda sýnist mér vera komið hálfgert æði á landann með þessa báta.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara