Innsend grein í Bændablaðið um Bogveiði.

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Innsend grein í Bændablaðið um Bogveiði.

Ólesinn póstur af Bowtech » 13 Jun 2014 22:38

Er Bogveiði möguleg á Íslandi?

Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Íslands henti fyrir bogveiðar. Í Kanada, Alaska, Grænlandi ofl löndum eru aðstæður svipaðar og hér heima og ætti því ekki að vera síður hægt að veiða með boga hér en þar, en eins og staðan er á Íslandi í dag að þá er óhemilt að nota boga og ör við veiðar.
Mælt með að stofnaður verði starfshópur!

Á Íslandi er ekki til opinberskoðun á bogveiðum þar sem ekki hefur farið fram úttekt á þessu málefni hjá yfirvöldum. Bogveiðifélag íslands óskaði eftir því við Umhverfisráðherra 2011 að gerð yrði úttekt á málinu. Umhverfisstofnun var falið að sjá um það, umsögn UST var mjög jákvæð en þar var lagt til að stofnaður yrði starfshópur sem færi yfir málið. Í skýrslu nefndar um endurskoðun á veiðilögjöfinni er það einnig lagt til. Þrátt fyrir það þá hafa yfirvöld ekki séð sér fært að stofna starfshóp og enn er lítið um svör og ferlið gengið frekar hægt fyrir sig og hefur það helst strandað á ákveðinni gerð af örvaoddum til æfinga og veiða. Ljóst er að oddarnir skipti ekki máli með stofnun á starfshóp, þeir skipta aðeins máli ef prufuveiðar yrðu leyfðar og til æfinga.

Mismunun!
Yfirvöld túlka núverandi vopnalöggjöf þannig að ekki sé heimilt að flytja inn, ákveðna gerð af örvaroddum sem notaðir eru til æfingar/keppni í vissum greinum bogfimi og við veiðar erlendis. Í grunninn þá eru allir örvaroddar æfingaroddar. Samkvæmt lögum er talað um odda til æfingar og keppni og er tilgangurinn ekki annar en að æfa og keppa þar sem veiðar eru ekki leyfðar. Það er hinsvegar heimilt að flytja inn stærri riffla en löglegir eru hér, með undanþágu til að veiða erlendis og æfinga á skotsvæðum á Íslandi, með öllum tegundum skotfæra, en ekki má flytja inn þessa tilteknu örvarodda til æfinga og veiða erlendis á sömu forsendum. Þarna er um augljósa mismunun á milli þess hvaða verkfæri menn kjósa til veiða erlendis. Að geta æft með þeim verkfærum sem nota skal við veiðar er grunn forsenda þess að hægt sé að fella veiðidýr hratt og öeugglega.

Rannsóknir og fleira.
Í Danmörku hafa farið fram rannsóknir á bogveiði síðan 1999 af hálfu danskra yfirvalda og eru enn í gangi sem sýnir að við veiðar með nútíma bogum og örvaoddum er hlutfall særðra dýra jafn mikið, og ef eitthvað er lægra en við skotveiðar. Bogi og ör í dag leyfilegt veiðitæki til jafns við skotvopn samkvæmt Evrópusambandinu og er tilgreint sem slíkt í European Charter on Hunting and Biodiversity. Í Þeim löndum þar sem leyft er að veiða með boga þarf veiðimaður að hafa lokið IBEP námskeiði sem er alþjóðlegt námskeið fyrir bogveiðimennsem er haldið af landssamtökum bogveiðimanna í hverju landi fyrir sig.

Bogveiði er nú leyfð rétt við túnfótin.
Á Grænlandi voru bogveiðar leyfðar á Sauðnaut 2012 og á Hreindýr 2013. Auk víðar norðurlöndunum. Öll þau leyfi sem hafi boðist fyrir bogveiði hafa selst upp og er mikil eftirspurn. Heyrst hefur að erlendir veiðimenn á leið til Íslands séu að spyrja hvort bogveiði sé leyfð á Íslandi og vilji nota boga og ör við veiðar.

Veiðistjórnunartæki.

Sveitafélög og borgir í Evrópu eru farnar nota boga og ör sem veiðistjórnunartæki þar sem að notkun skotvopna er yfirleitt óheimil í þéttbýli. Ekki þarf að horfa útfyrir landsteinanna þar sem þessi veiðiaðferð gæti hentað, t.d í Reykjavík en þar er nú að fara í gang verkefni til að stemma stigu við fjölgun á kanínum.

Ýmis atriði!

Umhverfisvænt, Lítil truflun á dýraríki.

Ekki er hægt að líkja saman veiðum með boga og skotvopnum sem sagt með tilliti til afls skotfæra og lengd færis þar sem að þetta er sitthvor hluturinn í notkun og ákomu en skotveiðimenn hafa haft þá tilhneingu að bera sama hraða á veiðiör og veiðikúlu og ályktað útfrá því.

Svipað og er með stangveiðimanninn,
Það er von Bogveiðifélag Íslands að yfirvöld sjái sér fært að skoða þessi mál sem fyrst sem og að íslenskum veiðimönnum verði gert kleift að stunda bogveiðar erlendis jafnt á við skotveiðimenn einnig í ljósi þess að um 95% bogveiðimanna byrja sem skotveiðmenn en færa sig svo yfir í bogveiðina, hægt væri að líkja þessu við stangveiðimanninn sem byrjar á maðki/spún en færir sig svo í fluguveiðina.
Mynd
Indriði R. Grétarsson Formaður Bogveiðifélag Íslands.. http://bogveidi.net
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Svara