Síða 1 af 1

REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 10 Sep 2014 19:17
af karlguðna
Sælir allir,, hvað segja menn um það , þegar maður gengur til veiða í rigningu með öflugan veiðiriffil á bakinu og það kemur regnvatn í hlaupið ,,, er það ekki alveg nó nó ????? allavegana held ég að það hljóti að hafa slæm áhrif vegna aukins þrýsting í hlaupinu ! tala nú ekki um ef maður væri með mjög heita hleðslu !! ég var að spá í hvort menn séu að setja límband fyrir hlaup endann og ef maður gerði það og myndi nú gleima sér í veiðigleðinni og skjóta án þess að taka límbandið af :roll: eru möguleikar á að það væri eitthað varasamt ???? :?:
hafa menn eitthvað spekúlerað í þessu ???

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 10 Sep 2014 20:10
af gkristjansson
Sæll,

Fyrir mig þá er það þannig að ef ég er að veiða í rigningu (sem kemur allt of oft fyrir), þá einfaldlega hef ég riffilinn þannig á öxlinni að hlaupið snýr niður. Hér í Ungverjalandi þá fellur rigningin oftast beint niður en ekki í allar áttir eins og heima á klakanum ;)
Á kíkinum er ég síðan með plastlok sem kemur í veg fyrir dropa á glerinu sem er mjög fljótgert að kippa af þegar að það kemur að því að beina græjunni að bráð.

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 10 Sep 2014 20:40
af skepnan
Sæll Karl, menn hafa nú löngum leyst þetta vandamál með því að setja smokk framan á hlaupið. Skiptir þá engu þó skotið sé með örygginu á oddinum :o :lol: :lol:
Mikið hefði ég viljað sjá svipinn á ókunnugum þegar eiginkona mín kvaddi mig á hreindýraveiðar með orðunum "mundir þú ekki öruglega eftir smokkunum" :twisted: Og þetta sagði hún raunverulega :D

Kveðja Keli

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 10 Sep 2014 21:16
af baikal
Notaðu litlar partíblöðrur , eru ódýrar og henta bæði á riffla og haglabyssu, færð nokkuð margar fyrir
ein rifflaðan la la la la la Kela.

Baikal.

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 10 Sep 2014 21:37
af karlguðna
:lol: :lol: :lol: já kannski maður spari og kaupi blöðrur ,,,Keli er náttúrulega bara svo flottur áþví :lol: :lol: :mrgreen: ,,,, hafa menn ekkert verið að nota tape ??? það kostar næstum ekki neitt :mrgreen:
en er það kannski alveg alódýrasta meðalið og ekki hæft á Tikku ? :roll: :roll: :lol: :lol:

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 10 Sep 2014 23:16
af gylfisig
Settu bara venjulegt tape yfir hlaupendann. Skýtur svo bara, þó teipið sé á. Ég get lofað þér því, að kúlan fer í gegn :D
Hef yfirleitt gert þetta svona, því ég vil ekki fá vatn inn í mín hlaup. Í stuttu máli...shoot thru it !

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 11 Sep 2014 07:29
af Veiðimeistarinn
Já, þetta er allt gott og gilt, smokkur, partíblaðra, eða teip, kúlan fer ekki í gegn um neitt af þessu.
Loftþrýstingurinn úr hlaupinu er búinn að fletta teipinu af og smokkurinn og partíblaðran sprungin löngu áður en kulan yfirgefur hlaupið, kannski ekki löngu en nógu mörgum millisekundum áður til að þetta hefur eingináhrif á skotið.

Þetta er bara eins og með smokkinn í hefðbundinni notkun hann hefur engin áhrif á skotið, það kemur eftir sem áður....eða þannig.......

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 11 Sep 2014 07:56
af Feldur
Hef klippt fingur af einnota vettlingum (t.d. nítríl), flestir hafa box af svoleiðis í skúrnum. Þá er hægt að velja fingur eftir hlautstærð til að fá gott mát. Einnig auðvelt að kippa af fyrir skot ef menn kjósa það.

Hefur reynst mér vel.

Feldur

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 11 Sep 2014 17:03
af Gísli Snæ
Er með bakpoka þar sem rifflinum er rennt í sérstakan vasa og snýr hlaupið niður í honum. Góð lausn.

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 11 Sep 2014 18:05
af karlguðna
einmitt ,,, takk fyrir þetta,,, held ég prófi teipið :D er hræddur um ef maður væri með "hæga" hleðslu að maður fengi bara kúluna á sama hraða til baka ef smokkurinn brestur ekki :geek: Durex er þekktur fyrir styrk :twisted: :twisted:

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 12 Sep 2014 00:18
af skepnan
En hann verður að vera rifflaður :D :lol: :lol:

Kveðja Keli

Re: REGNVATN Í HLAUPI !

Posted: 26 Sep 2014 21:50
af karlguðna
CIMG3838.JPG
CIMG3838.JPG (53.23KiB)Skoðað 2019 sinnum
CIMG3838.JPG
CIMG3838.JPG (53.23KiB)Skoðað 2019 sinnum
kominn með´etta :?