Selveiðar á klakanum

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Axel
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:12 Sep 2013 10:35
Fullt nafn:Axel Axelsson
Selveiðar á klakanum

Ólesinn póstur af Axel » 16 Sep 2014 14:25

Mig langaði aðeins að forvitnast um selveiðar, nú hef ég ekki farið á slíkar veiðar áður.

Eru menn almennt að stunda þær af einhverju viti? Er vænlegur kostur að notast við slug ef maður hefur ekki afnot af riffli ? Hvernig er best að bera sig að þessu ef maður vill prófa að kíkja á selveiðar?
Mbk.
Axel Axelsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Selveiðar á klakanum

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Sep 2014 02:11

Axel skrifaði:Hvernig er best að bera sig að þessu ef maður vill prófa að kíkja á selveiðar?
Það er langbest að verða sér út um þokkalegan riffil helst í hreindýra klassa.
Jens Jónsson
Akureyri

Bjarki_G
Póstar í umræðu: 1
Póstar:15
Skráður:10 Sep 2014 10:56
Fullt nafn:Bjarki Gylfason

Re: Selveiðar á klakanum

Ólesinn póstur af Bjarki_G » 18 Sep 2014 14:42

Ég fór í gamni mínu að leita að lögum hvað selveiðar varðar, ég finn eitthvað rosalega lítið um þetta.

Fór á alþingi.is og reyndi að finna í lagasafninu og varð engu nær, ekki heldur í bókinni "veiðar á villtm fuglum og spendýrum"

Er ég blindur?
Bjarki Gylfason
Tikka T3 cal 243
Browning Gold Hunter SL

kristofers
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:26 Mar 2014 18:10
Fullt nafn:Kristófer Helgi Sigurðsson
Staðsetning:Borgarnes

Re: Selveiðar á klakanum

Ólesinn póstur af kristofers » 18 Sep 2014 18:28

eru ekki selir réttdræpir ? :) má skjóta þá allt árið sem ég best veit.
Kristófer Helgi Sigurðsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Selveiðar á klakanum

Ólesinn póstur af sindrisig » 18 Sep 2014 19:51

Ekki í látrum, það er óheimilt.

Haglabyssa, buck 000 eða 5,5mm högl, mega vera stærri, 10 GA ekki verra en þó ekkert skilyrði og bátur, julla, kayak eða hvað sem helst.

Ekki verra að útbúa sér skutul, þeir vilja sökkva og þú nærð selnum ekki þar sem hann marrar á 2 metrunum, nema vera útbúinn í það.

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
oskararn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:18 Dec 2012 11:35
Fullt nafn:Óskar Arnórsson
Staðsetning:Akranes

Re: Selveiðar á klakanum

Ólesinn póstur af oskararn » 18 Sep 2014 20:16

Ekki sjálfgefið að taka sér allan rétt.
Leitaði lagasafnið út frá leitinni villt dýr og fann: Tilskipun um veiði á Íslandi, 1849 20. júní.
Að auki kom fleira fram. Í lögum 1994 nr. 64 er talað um sérstök lög um hvali og seli en fann það ekki í fljótu bragði.
Saltað selspik bragðast reyndar afbragðs vel með signum fiski.
Niðurstöður textaleitar
Orðaleit í lagasafni
Leit í texta laga Leitarorð: villt dýr
143b. útgáfa. Íslensk lög 1. september 2014.

Ábúðarlög, 2004 nr. 80 9. júní
Lög um Evrópska efnahagssvæðið, 1993 nr. 2 13. janúar
Lög um fiskrækt, 2006 nr. 58 14. júní
Girðingarlög, 2001 nr. 135 21. desember
Jarðalög, 2004 nr. 81 9. júní
Lög um lax- og silungsveiði, 2006 nr. 61 14. júní
Lög um menningarminjar, 2012 nr. 80 29. júní
Lög um náttúruvernd, 1999 nr. 44 22. mars
Siglingalög, 1985 nr. 34 19. júní
Tilskipun um veiði á Íslandi, 1849 20. júní
Vatnalög, 1923 nr. 15 20. júní
Lög um velferð dýra, 2013 nr. 55 8. apríl
Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, 1994 nr. 64 19. maí
Óskar Arnórsson, Akranesi
oskararn@gmail.com

Svara