Hérar (enn eina ferðina)

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri
Hérar (enn eina ferðina)

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 07 Oct 2014 22:10

Sælir/sælar

hef tekið eftir umræðum um héraveiðar og slíkt og langar mig alveg svakalega að reyna að komast til Færeyja í slíkar veiðar! væri mjög gaman ef einhverjir hefðu einhverjar upplýsingar um slíkt. allar upplýsingar eru vel þegnar!
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

valdur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Hérar (enn eina ferðina)

Ólesinn póstur af valdur » 07 Oct 2014 22:36

Eftir því sem ég kemst næst þarftu að þekkja mann. Og annan í Færeyjum. Og maðurinn þarf að vera bóndi. Og bændur í Færeyjum eignast alveg gríðarlegan fjölda vina þegar héravertíðin nálgast. Spúsa mín á að sönnu tvo móðurbræður sem eru færeyskir bændur en samt hef ég aldrei komist svo nálægt því að vera vinur þeirra á þessum tíma að þeir hafi hringt og boðið mér. Hinsvegar bjóða þeir mér í ammælið sitt.
En héraveiðin er vandfengin.
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hérar (enn eina ferðina)

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 07 Oct 2014 23:19

Sælir.
Ég á nú megnið af mínum frændgarði í Færeyjum þannig að það er ekkert stórmál fyrir mig að komast í héra veiði ef vill. Hef bara ekki verið þar á veiðitíma ennþá. Hef bara skotið á þá með canon enn sem komið er. ;)
Gætir prufað að heyra í honnum frænda mínum, þótt þetta sé gamalt hann getur þá án efa beint þér í rétta átt.
http://www.hlad.is/forums/comments.php? ... adid=44420
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Hérar (enn eina ferðina)

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 08 Oct 2014 01:14

sælir

takk fyrir þetta höfðingjar! en eins og svo oft áður þá vekja svör upp fleiri spurningar :D

hvenær er héra-veiðitímabilið í Færeyjum?
hvernig er veiðum háttað? þ.e.a.s. er kvóti, er lágmarks kalíber o.s.f.v.
og er almennur áhugi íslenskra veiðimanna á slíkri ferð (ef möguleiki er fyrir hendi)

kv. Gunnar
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

valdur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Hérar (enn eina ferðina)

Ólesinn póstur af valdur » 08 Oct 2014 13:30

Pólhara og snjóhara verða veiddar, tí at kjøtið smakkar so væl. Hildið verður, at stovnurin í Føroyum í 1997 var uml. 5 000 harur, men av tí at harumenn í Føroyum ikki skulu biðja um veiðiloyvi ella geva fongin upp, er torført at meta um, hvussu nógv verður skotið árliga. Í Føroyum er loyvt at skjóta haru frá 2. november til 31. desember.

Við þetta má svo bæta að rifflar munu bannaðir í Færeyjum þannig að öll jagt fer fram með haglabyssum. Ekkert eftirlit er með veiðinni en vitaskuld eingöngu skotið á eignarlöndum bænda. Ekkert kerfi er heldur á veiðileyfasölu þannig að til að komast í veiði verður að semja við bændur og munu dæmi þess að einhverjir hafi náð slíkum samningum og framselt leyfin sbr. þráðinn hér á undan. Bændur vilja líka hafa virkt eftirlit með hvernig skotið er því ekki má skjóta hvaða héra sem er; gamlar ættmæður eru gjarnan friðaðar og þarf að gæta þess. Þær halda sig á sínu svæði og verður að varast þá jafnvel þótt í lagi væri að skjóta ungling þar rétt hjá.
Þorvaldur frá Hróarsdal

Svara