Sérkennileg veiðiferð

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Sérkennileg veiðiferð

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Oct 2014 16:30

Sælir þar sem þráðurin er í rólegheitunum langaði mig að segja ykkur frá sérkennilegri veiðiferð.
Lagt af stað í morgun með það að markmiði að skjóta skarf og sel ef að hann gæfi færi á sér.
Veðrið er altof gott fyrir flug svo ég dingla mér þarna í rólegheitunum og þá birtist haus á sel í fjarska svo ég sendi tíkina í smá hlaupasprell og það er eins og við mannin mælt að selurinn kemur inn á 70 metrana og fær sendingu nema hann sekkur strax eins og steinn.Komu þá 3 stokkendur á siglinguni og stefnudu út á sjó en ég var fljótur að átta mig og tók 2 af þeim niður og fór önnur í sjóinn svo ég sendi tíkina á hana.Sótti ég hina á meðan en þegar ég lít út á sjó er tíkin á innstými með sel fyrir aftan sig á fullri ferð til hennar svo ég hljóp síðustu metrana að rifflinum og hlóð hann og var þá tíkinn komin í land en selurinn kom upp á 30-40 metrunum frá ströndini og fékk kúlu. Hann flaut rétt svo nógu lengi til að tíkin komst að honum en þá sökk hann.
Þetta var ekki nógu gott fannst mér en svona er þetta bara stundum. Komu nokkrir vinir Huginns og munins sem féllu í valinn en aldrei kom skarfur í færi sá þá langt úti á sjó.
En eftir þessar selaraunir ákvað ég að nota aðra aðferð ef ég fengi 3 færið sem kom svo.Stór brimill kom í rólegheitunum inn svo ég beið bara þar til að á ca 90 metrum þá sé ég hann taka loft svo ég sendi honum kúlu og hann flýtur svo ég sendi tíkina og fór hún út og birjar að mjaka selnum inn en þegar vantaði bara 15-20 metra sé ég loftbólustrók eins og þegar kókflösku er dýft í kaf og tikin byrjar að fara í kaf og á endanum varð hún að sleppa greyið og skildi ég hana vel og hrósaði henni mikið samt. vandin þarna er að bara á 4-5 metrum úti er komið 3-4 metra dýpi og dýpkar hratt.
Þannig að eftir 4 tíma ævintýri var afraksturinn í bílnum nokkrir svartir sem fóru upp á heyrúllur og 2 stokkendur.Og ég búin að stuðla að aukinni rækju í Húnaflóa.
Vonandi hafið þið gaman af söguni.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Sérkennileg veiðiferð

Ólesinn póstur af karlguðna » 18 Oct 2014 19:45

Steini er ekki málið að fá sér kayak , sit on top í galla og alles og þá er hægt að synda án vandkvæða ,,, og hafa skutul með floti í farteskinu,,,, er vonandi að fara sjálfur fljótlega á svartfugl á kayak og vonandi þorsk..
8-) ,,, en takk fyrir söguna,,,, með kvaða riffli ertu að taka selinn,,, og kannski ,, hvaða kúlu ???
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Sérkennileg veiðiferð

Ólesinn póstur af sindrisig » 18 Oct 2014 21:12

Selurinn sekkur síðan lang oftast niður á ákveðið dýpi, þó hann blási. Það fer aldrei allt loft úr og hann er það feitur að hann sekkur ekki svo glatt til botns.

Það þarf langt prik og skutul til að afgreiða þetta svo sómi sé af. Ég hef týnt sel í á oftar en einu sinni, þótt vatnið sé ekkert óskaplega torvelt. Prik með skutli hefði bjargað því.
Sindri Karl Sigurðsson

Bjarki_G
Póstar í umræðu: 2
Póstar:15
Skráður:10 Sep 2014 10:56
Fullt nafn:Bjarki Gylfason

Re: Sérkennileg veiðiferð

Ólesinn póstur af Bjarki_G » 18 Oct 2014 21:29

Hvar er hundurinn að taka í selinn þegar hann dregur hann?

Við höfum verið á zodiac þegar við erum að ná í sel og því hefur tíminn verið ansi stuttur frá því hann er skotinn og hann er sóttur. Ég las einhverstaðar að selur ætti að fljóta í ca. 10-15 mínutur eftir að hann er skotinn. Er ekkert til í því?

Hvernig ertu að verka selinn Þorsteinn?

Og gaman væri að vita hvaða verkfæri þú ert að nota.
Bjarki Gylfason
Tikka T3 cal 243
Browning Gold Hunter SL

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Sérkennileg veiðiferð

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Oct 2014 22:13

Riffilinn er 204 ruger kúlan 39gr blits og tíkin snýr selnum altaf þar til hún nær hreifa það eru til myndir af því hér á spjallinu og verkunin er blóðgun,fláð og skinnið sent á krókinn í súdun klær verða hálsmen maginn fer í sýnatöku á selasetrinu
Síðast breytt af Gisminn þann 19 Oct 2014 11:17, breytt 2 sinnum samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Sérkennileg veiðiferð

Ólesinn póstur af iceboy » 18 Oct 2014 22:24

Ertu að nýta kjötið eitthvað?
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Sérkennileg veiðiferð

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Oct 2014 01:37

Já ég nýti allt kjöt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Bjarki_G
Póstar í umræðu: 2
Póstar:15
Skráður:10 Sep 2014 10:56
Fullt nafn:Bjarki Gylfason

Re: Sérkennileg veiðiferð

Ólesinn póstur af Bjarki_G » 19 Oct 2014 17:11

Frábært, vel nýttur. Selurinn er herramannsmatur!

Hvað eru þeir að rukka fyrir sútun á selnum?
Bjarki Gylfason
Tikka T3 cal 243
Browning Gold Hunter SL

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Sérkennileg veiðiferð

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Oct 2014 18:00

Ég veit það ekki en ég hef selt skinnið á 6000 ósútað til aðila sem lætur súta á króknum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara