Síða 1 af 1

Gönguskór?

Posted: 25 Oct 2014 08:55
af Konni Gylfa
Sælir veiðimenn og konur.

Nú eru gönguskórnir búnir að syngja sitt síðasta og þarf að fjárfesta. Hveð er best??? :lol:
Sennilega álíka gáfulegt og að gera könnun um hvaða byssa eða cal væri best, en það er ágætt að fá einhverjar hugmyndir frá mönnum sem þekkja til endingar á gönguskóm. Hef átt 2 pör af columbia skóm frá ellingsen og það voru skór sem ekki þurfti að ganga til heldur bara smellpössuðu strax en entust ekki nema 2-3 ár enda illa hugsað um þá. Þannig að maður er að spá í gerðir og típur :?: og verð :evil:
Scarpa Mythos Tech GTX 55.000kr
skarpa Ladakh GTX 60.000kr
meindl Island Pro MFS GTX 60.000kr
lomer pelmo 33.000kr
lomer everest 57.000kr
mammut 45-60.000kr
zamberlan-expertibex 52.000kr hjá ellingsen
viking-stetind-gtx 44.000kr
North Face Verbera Hiker GTX 45.000kr

Endilega látið skoðun ykkar í ljós.

Re: Gönguskór?

Posted: 25 Oct 2014 09:12
af konnari
Sæll frændi,

skarpa Ladakh GTX eru frábærir skór sem endast þér í mörg ár ef þú hugsar sæmilega um þá ! Hef átt mína í 6 ár og þeir eru í toppstandi.

Re: Gönguskór?

Posted: 25 Oct 2014 10:35
af Aflabrestur
Sælir.
Er búinn að vera með sömu Meindl skóna síðan ´82-3 og eru fínir enn, en er með Grisport simpatex sem götuskó og líkar vel. Frúinn fékk sér Skarpa eftir haug af ódýru dóti og vill ekki sjá annað í dag.

Re: Gönguskór?

Posted: 26 Oct 2014 23:25
af Padrone
Ég segi Scarpa Ladakh ... 4 ár hjá mér og sér ekki á þeim.
Bera á þá 1-2 ári eftir notkun og þeir endast í mörg ár.

Talaði síðast við einn í dag sem á gömlu týpuna af þeim og þeir eru orðnir 30 ára, og nýja týpan sem hann keypti sér svo fyrir 4 árum eru ennþá næstum eins og nýjir.

Re: Gönguskór?

Posted: 26 Oct 2014 23:44
af Morri
Skoðaðu La Sportiva sem 66north er að selja.

Ég fékk mér þannig skó, sem eru á pari við Scarpa í gæðum í fyrra. Þeir standast alveg þær kröfur sem ég set til gönguskóa. Hef verið í Scarpa hingað til, en líkaði ekki verðið á þeim. Fékk þessa með klíkuskapsafslætti á 36þús í fyrrahaust. Alveg á pari við Scarpa

Re: Gönguskór?

Posted: 27 Oct 2014 16:55
af Dr.Gæsavængur
Sæll og blessaður Konni

Ég er í nákvæmlega sömu sporum og þú. Verð nauðsynlega að endurnýja North Face gönguskóna mína sem hafa þjónað mér vel síðustu 13 ár. Þeir eru gamlir, stífir og slitnir, munstrið á sólanum við það að hverfa og nú síðast komið gat á aðra tánna.

Ég nota gönguskó aðalega í veiðilabb, hreindýr, rjúpa, heiðagæs en einnig aðrað gönguferðir allt árið.. Líklega að lágmarki 150km á ári.

Ég hef kynnt mér ansi marga skó á markaðnum og er eiginlega orðinn viss um að taka Lomer Pelmo skónna. Það eru aðalega tvær ástæður. Góð meðmæli frá vinum og kunningjum (ekki bara sölumönnum) og svo verðið. Held þeir standist fyllilega samanburð við dýru fínu merkin (scarpa,Meindl). En þetta hættir eiginlega alveg að vera spurning hjá mér þegar þeir kosta um það bil helmingi minna. Þá væri hægt að benda á hvað hinir endast vel en ég hef enga ástæðu til að ætla að Lomer geri það ekki líka með góðri umhirðu. Enda gera það eflaust flestir vandaðir skór sé vel hugsað um þá. Fyrir mismuninn er nánast hægt að kaupa annað par. Nú eða einsog ég gerði fyrir tveimur árum, keypti létta lága gönguskó í léttari ferðir (slóðalabb). Það tekur heilmikið álag af hinu parinu og það gæti ennst ennþá betur.

Þetta er allavega mín pæling. Gangi þér vel með þetta.

http://gummibatar.is/index.php?option=c ... tem_id=434

Kveðja.

Re: Gönguskór?

Posted: 27 Oct 2014 17:49
af Gísli Snæ
Meindl. Ekki spurning fyrir mig amk. Og ef þið eigið leið til USA taka þá þar. Hægt að finna þá á ca 20.000 kr. þar.

Re: Gönguskór?

Posted: 27 Oct 2014 20:06
af Konni Gylfa
Sælir og takk fyrir að deila reynslu ykkar. Ég fór og prófaði skó hjá ölpunum sem heita alpina á 59.900kr og fannst þeir helvíti góðir. Fór því næst til Björgvins í veiðiflugunni á Reyðarfirði og mátaði scarpa skónna a sama verði og alpina en það var nokkuð mikill munur á þeim, ég keypti scarpa skóinn þar sem mér líkar vel hvernig er að ganga í honum og svo eru alls ekki margir saumar á þessum skóm. Flestir skór sem maður skoðar eru með saum upp/niður utan á skónum svona ca á miðjum skó og þar er algengt að saumar gefi sig og fari að leka. Búinn að bera á þá leðurfeiti og hlakka til að ganga til rjúpna með þurra fætur.

Re: Gönguskór?

Posted: 27 Oct 2014 20:08
af Tf-Óli
Meindl fær fyrstu verðlaun hjá mér. Mínir gömlu kláruðust á Hornströndum í sumar eftir 14 ára linnulausar misþyrmingar. Er þegar búinn að kaupa nýja Meindl Islander.
En það er góð hugmynd sem viðruð var hér fyrir ofan að eiga líka ódýrari skó með.
Kv - Óli
CIMG1785.JPG

Re: Gönguskór?

Posted: 27 Oct 2014 22:22
af Veiðimeistarinn
Ha, 150 km. á ári :?:
Ég hef stundum verið að reyna að telja saman hvað ég labba yfir veiðitímann á hreindýrunum.
Hef komist í 40 km. sama daginn ;)
Oft 20 km. dag eftir dag :)
Mér telst til að ég hafi verið 35 daga á labbi í haust oft í slæmu færi, bleytu og drullu.
Varlega áætlað gekk ég 10 km. að meðaltali á dag, sem gerir þá 350 km. á þessum eina og hálfa mánuði sem hreindýraveiðarna standa yfir, það er eins og austan úr Hrafnkelsdal norður í Skagafjörð og Viðvíkursveitina á enda :D
Þess vegna hef ég fjögur pör af gönguskóm í umferð, eitt par í viðgerð og þrjú pör til að skiptast á um veiðitímanum, oftast eru tvö pör í þurrki meðan eitt par er á labbi úm veiðlendurnar :roll:
Þetta eru að vísu allt no name skór, nema það stendur Cabelas þeim sumum :lol:
Svo labbaði ég nú 60 km. um mollið, kaupfélöginn og Cabelas í Ameríkuhreppi á sex dögum um daginn :P

Re: Gönguskór?

Posted: 28 Oct 2014 00:22
af prizm
Þetta er eilíft vandamál, ég er einmitt einn þeirra sem á gönguskó sem gáfust upp.
Reyndar var ég með Ecco gönguskó sem kostuðu sitt en því miður þá var sólinn of mjúkur, öklastuðningurinn var nánast enginn og eitthvað plast/gúmmí Ecco merki á hælnum sem að lokum gafst upp og rifnaði það hreinlega af skónum os saumarnir fyrir ofan sóla röknuðu upp.
Að vísu notaði ég þessa skó í hátt í 5-6ár og 3 af þeim nánast daglega.

Næst á dagskrá er að prufa nokkra Scarpa, Meindl og Lomer skó.
Mér var bent á að besta leið til að máta gönguskó væru að labba svolítið áður en skórnir eru mátaðir, auðvitað vera í sömu sokkum og ég mun notast við á göngum.
Vera EKKI með nýklipptar neglur.

Eru aðrir með einhverjar ábendingar varðandi hvað sé best að gera þegar verið er að máta gönguskó ?

Re: Gönguskór?

Posted: 30 Oct 2014 15:06
af Dr.Gæsavængur
Já, það væru nú aldeilis uppgrip hjá skósölum ef allir væru atvinnugöngumenn einsog þú Sigurður :) Þú ættir kanski að athuga það líka að skipta um skó svo þú getir fækkað pörunum þínum niður í einsog tvö. Fá þér þá skó sem ekki eru alltaf að blotna svona eða þurfa stöðuga viðgerð :) Segi svona.. Annars er bara sjálfsagt að eiga fleiri en eitt par ef mikið er gengið..
Þetta er skemmtileg mynd af þér líka.. Ekki falleg.. en skemmtileg.. haha :lol:

Þeir hafa líka eflaust tekið eftir göngu þinni í ameríkuhreppi og samið um þig lag..
http://www.youtube.com/watch?v=SbyAZQ45uww

Annars, til hamingju með skónna Konni. Scarpa eru þrusu flottir þjóna þér líklegast mjög vel!

Varðandi ráð þegar verið er að máta skó.. Við þau sem þegar voru nefnd, mætti bæta við, að reyna að labba niður halla (kanski ekki hægt inn í búð) en prófa þá að labba á tám og hælum. Fóturinn á ekki að hreyfast mikið fram og aftur eða til hliðana. Fínt að prufa líka tröppur og finna stuðninginn við ökklann.

Kveðja, einn á inniskónum á malbikinu.

Re: Gönguskór?

Posted: 01 Nov 2014 20:22
af sindrisig
Ég á miklu eldri Meindl en þeir sem þú tekur myndina af Óli. 87 módel ekkert heiti bara Meindl en örugglega ekki notaðir eins og þú lýsir. Þeir tóku vel við hálfum líter af olíu í vor og eru eins og nýir. Það er leður innan í mínum, sem ég reyndar er búinn að láta staga upp í gegnum tíðina.

Sólinn er orðinn erfiður á hálu grjóti en ég er svo einstrengingslegur að það verður settur nýr undir í vetur eða vor.

Þrammaði í krapasnjó og bleytu í allan dag og uppskar +3 kg. per fót. Maður er í formi á meðan þetta er undir iljunum.