Veður og atferli

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Veður og atferli

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 10 Nov 2014 22:36

Flestir sem hafa átt við veiðar hafa upplifað mismundandi hegðun fugla og dýra eftir veðri.
Rjúpa kolvitlaus og stygg við ákveðnar aðstæður.

Gæsir eru auðveldari viðfangs í roki og slagviðri. Fiskur gefur sig í ljósaskiptum og Konur mislyndar eftir því hvernig stendur á tungli og svo má lengi nefna.
Tófa utan við sig snemma vors snuddandi í eggjum.

Eitt er það þó sem fer lítið fyrir og það eru upplýsingar um hegðun hreindýra.
Eru hreindýr auðveiddari í logni eða roki?
Hvort er betra rigning eða sól? Seint eða snemma dags?

Er kannski best að eiga við hreindýr í góðu veðri eða nennum við bara að fara þegar veður er gott?

Eftir lestur á bók Guðna þar sem fjallað var um menn, sögu og búnað ásamt ýmsu fróðlegu vaknaði áhugi á því að vita meira um atferli og hegðun hreindýra og alveg sérstaklega hvernig þau bregðast við mismunandi veðri.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veður og atferli

Ólesinn póstur af sindrisig » 11 Nov 2014 23:27

Ég get frætt þig um það Sveinbjörn að hreindýr hlaupa meira og lengra ef það er gott veður. Það er búið að sýna fram á það með GPS mælitækjum sem sett voru á kýr. Það er alveg mögulegt að ástæðurnar séu aðrar en samt sem áður var góð fylgni á milli hitastigs og hlaupa.

Síðan þýðir ekkert að eiga við hreindýr í Austfjarðaþoku. Þau verða vör við þig áður en þú verður var við þau.

Það má bæta fleiru við en ég myndi nú ekki leggja af stað til hreindýraveiða að kvöldi dags, segi ég og fór sjálfur kl 19 og kom niður kl 21 með kú í spotta.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veður og atferli

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Nov 2014 19:34

Mér finnst best að veiða hreindýr í sól og hita og örlítilli golu, þá er líka bara gaman að vera úti í náttúrunni, vegna þess að þá skartar hún sínu fegursta, sýni er gott, gott að koma auga á dýrin og veiðimenn í bestu jafnvægi.
Anars er meðalhófið best í þessum efnum sem öðrum, best er að hafa stöðugan vind ekki mikinn kannski svona 5 til 10 metra á sekúndu allt þar yfir er til baga og það er fyrir öllu að það sé gott sýni á veiðislóðinni til að finna dýrin
Logn í hita eru afleitar aðstæður vegna þass að þá er lognið hálfgert svikalogn, vindsveipir koma og fara eftir aðstæðum sem skapast vegna hitamismunar og vindátt er mjög óstöðug í svoleiðis veðri, reynslan segir mér að fyrr en síðar er ég búinn að fá vindinn í bakið meðan verið er að fara að hreindýrum við þær aðstæður.
Rok er einnig vont finnst mér, þá eru dýrin svo óstöðug óörugg og rása mikið, eins er það ef það er slagveður dýrin einnig óstöðug og óörugg og vont að komast í sæmilegt færi við þau sem þarf við svona aðstæður, vegna þess að móða og bleyta sest á sjónaukann á veiðirifflinum sem gerir enn erfiðara að skjóta á löngum færum sem þarf einatt þegar dýrin eru óstöðug.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara