Nóvemberhreindýr

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
Nóvemberhreindýr

Ólesinn póstur af Árni » 13 Jan 2015 14:55

Hafa menn hér sótt um og fengið svoleiðis dýr?

Væri gaman að heyra reynslusögu frá einhverjum, mun á hvernig þetta er vs ágúst/sept veiðina og þessháttar.

kv, Á
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Einar P
Póstar í umræðu: 1
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Nóvemberhreindýr

Ólesinn póstur af Einar P » 13 Jan 2015 16:32

Ég fékk nóvember dýr 2013 og í umsögn til Ust. mælti ég með að þessum dýrum yrði úthlutað til fólks sem ætti erfitt með að stunda fjallgöngur td. fólks í hjólastól. Sem veiðiferð var þetta allavega vonbrigði lífs míns, Ferðaðist á þriðja þúsund kílómetra, aðra leiðina, skipulagði ferðalag mitt þannig að ég hefði örugglega aukadaga ef illa gengi, en þegar austur var komið var bara keyrt út á tún í Flatey og innan við klukkutíma frá því komið var austur var dýrið fallið og ég og félagr mínir lagðir á stað heim. Þannig að ef maður hefur ekki mikin áhuga á veiðum og hugsar bara um kjötið þá er þetta upplagt.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

Svara