Byssuherbergi/byssuskúr

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 2
Póstar:51
Skráður:19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn:Kristján Krossdal
Staðsetning:Egilsstaðir
Hafa samband:
Byssuherbergi/byssuskúr

Ólesinn póstur af krossdal » 16 Jan 2015 09:28

Sælir
Nú er byssuskápurinn hjá mér sprunginn (það komast ekki fleiri byssur fyrir í honum) og ég þarf að grípa til einhverra ráðstafanna.
Ég keypti mér hús í sumar með bílskúr og ég var að spá hvort þið vissuð hvort það væri hægt að fá hann samþykktan sem "byssuskáp"? Dugar að setja rammgerða stálhurð á hann eða haldið þið að þetta sé bara alveg út úr myndinni? Er ekki einhver hér sem getur frætt mig á þessum málum? Eru ekki einhverjir hér sem hafa fengið samþykkt byssuherbergi?

Kv,
KK
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Byssuherbergi/byssuskúr

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jan 2015 10:15

Sæll Kristján, gleðilegt ár.
Ég hef ekki verið með svona byssuherbergi þó mér veitti ekki af því, en minn húsakostur bíður svo sem ekki upp á það.
En ég þekki nokkra sem hafa fengið svona byssuherbergi samþykkt, það verður að vera gluggalaust helst, eða með traustum rimlum fyrir glugganum og með nokkurra pungta læstri stálhurð.

Hérna er auglýst hurð fyrir svona herbergi, hurð einmitt eins og þig vantar ef þú ætlar að gera svona herbergi í skúrnum hjá þér.

https://bland.is/til-solu/ithrottir-hei ... d/2506094/
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gunson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:36
Skráður:03 Jul 2012 09:05

Re: Byssuherbergi/byssuskúr

Ólesinn póstur af Gunson » 16 Jan 2015 22:10

Sæll Krossdal. Ég bý í Neskaupstað, eins og Veiðimeistarinn, og ég fór fram á það við Lögregluna, þegar ég var kominn með þrjár byssur eða meira, að nota kyndiherbergið mitt sem byssuskáp. Því var hafnað. ég reyndi að beita rökum sem voru. Herbergið er gluggalaust, með stálhurð fyrir. Ég get sett aðra læsingu á hurðina,með viðurkenndum læsingum. Ekkert af þessu var samþykkt. Niðurstaðan var sú að ég kepti skáp frá Vesturröst með digitallæsingu. Lögreglan kom aftur, bæði til að skoða kyndiherbergið aftur og þá hristu þeir bara höfuðið. Þegar ég sýndi skápinn uppsettan var fylltur út miði með dagsetningu, stimpli og borkallli. Nú er ég með tvo skápa og reyni ekki að fá þá til að samþykkja kyndiklefann. Ég held að þín hugmynd gangi ekki upp. Svona er Ísland í dag. Kveðja Gunson.
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

Gunson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:36
Skráður:03 Jul 2012 09:05

Re: Byssuherbergi/byssuskúr

Ólesinn póstur af Gunson » 16 Jan 2015 22:14

Las eki nægilega vel yfir síðasta skeyti. Lögreglan setti broskall á miðann sem nú prýðir skápinn sem kom fyrst. Nú eru allir ánægðir, ég, rifflarnir og haglararnir og lögreglan. Hvað er hægt að hugsa sér betra.???!. Með kveðju Gunson.
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Byssuherbergi/byssuskúr

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 18 Jan 2015 11:10

Sælir.
Veit um fleiri en einn sem eru með svona "herbergi" og ekki verið neitt stórmál að fá það samþykkt, ef rétt er að verki staðið. Í fyrstalagi þarf rýmið að vera gluggalaust eða með traustum frágang á glugga td. rimlum eða stál hlerum ef það er ekki á jarðhæð. Veggir steiptir, hlaðnir eða járnklæddir. Á þessu þarf svo auðvitað að vera alvöru öryggis/eldvarnarhurð.
Það virðist svo vera sem oftar fullkominn geðþótta ákvörðum hvers lögregluembættis fyrir sig hvaða kröfur eru gerðar og hvað fæst samþykkt, enda engar reglur eða lög til um þennan málaflokk.
Þannig að þegar upp er staðið er eflaust einfaldara og ódýrara fyrir þig að kaupa bara stærri skáp nema þú sért þverhaus eins og ég sem er að græja svona rými :twisted:
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Byssuherbergi/byssuskúr

Ólesinn póstur af sindrisig » 18 Jan 2015 17:51

Það þarf þverhausa til að afgreiða þverhausa.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 2
Póstar:51
Skráður:19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn:Kristján Krossdal
Staðsetning:Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Byssuherbergi/byssuskúr

Ólesinn póstur af krossdal » 19 Jan 2015 09:31

Sælir félagar og gleðilegt árið :)

Þvermóðskan er algjör og ég sé ekki að kostnaðurinn sé mikið meiri við að útbúa skúrinn heldur en að vera alltaf að kaupa nýjan og nýjan og stærri og stærri skáp. Auk þess sem þægindin aukast til muna.

Mér sýnist á því sem þið segið og það sem ég hef heyrt "á götunni" að ef maður stendur rétt að þessu þá ætti löggimann ekki að geta neitað manni ef þetta er allt tipptopp.

Held að byssuskúr verði lendingin hjá mér..

Takk fyrir upplýsingarnar :)
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

Svara