Ný stjórn Skotvís!

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Ný stjórn Skotvís!

Ólesinn póstur af Bowtech » 14 Feb 2015 14:09

Kosin var ný stjórn Skotvís 10 febrúar.
Dúi J. Landmark var á aðalfundi Skotveiðifélags Íslands (Skotvís) kjörinn nýr formaður félagsins. Elvar Árni Lund, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 7 ára stjórnarsetu, þar af 4 sem formaður. Í nýrri stjórn sitja nú auk Dúa, Indriði R. Grétarsson sem kjörinn var í embætti varaformanns, Kristinn Gísli Guðmundsson, Stefán Þórarinsson, Aðalbjörn Sigurðsson, Friðrik Sigurður Einarsson og Borgar Antonsson.

Nýrrar stjórnar bíða fjölmörg verkefni, meðal annars að halda áfram þeirri viðamiklu uppbyggingu á innviðum félagsins sem fráfarandi stjórn vann að síðustu ár. Má þar nefna stofnun svæðisráða á landsvísu, ásamt því að vinna áfram að hagsmunamálum skotveiðimanna í samvinnu við stjórnvöld og önnur útivistar- og náttúruverndarrsamtök. Einnig að vinna áfram að upplýsingagjöf til skotveiðimanna og almennings.

http://skotvis.is/felagi%C3%B0/stjorn-skotvis-2015
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ný stjórn Skotvís!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Feb 2015 22:24

Til hamingju Indriði!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara