Góður dagur hjá feðgum smá saga

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Góður dagur hjá feðgum smá saga

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Feb 2015 21:07

Mig langar að deila með ykkur góðum degi hjá mér og 4 ára syni mínum síðasta sunnudag.
Hann byrjaði á að við feðgar borðuðum morgunmat og fórum svo í göngutúr þar sem málefni líðandi stundar voru rædd í þaula.
Sýðan lá leiðin inn í skúr að þrífa og forma riffil hylki sem fór þannig fram að ég þreif háls rétti syni mínum hylkið sem kendi svo pabba sýnum rest.
Sko pabbi þú gerir svona dududu í grafítið setur svo varlega hérna og togar svo handfangið varlega niður og sko sástu þetta datt og þá á að lyfta upp aftur og hérna nú mátt þú snúa í gatinu (þrífa hvellettusætið) og þetta var ebdurtekið 50 sinnum með sömu kennslu :lol:
Síðan var tekin pása og pabbinn fór á smá vargaveiðar til kl 17 þá fórum við feðgar aftur út í skúr að hamfletta stokkönd sem tekin hafði verin úr frystinum morgunin áður og sagði hann mér til verka að sjálfsögðu. Hvernig ætti að gera þetta allt og bætti við skáldaðari veiðisögu um hvernig hann kallaði inn öndina. Sem sagði ég er að koma ég er að koma og þá bara skaustu hana og hún var bara steindauð 8-)
Síðan var farið inn og ég setti bringur og hjarta í hunangs og aprikósumarmelaði bað.
Létt steikti svo og setti síðan í ofn og út úr ofni eftir kúnstarinnar reglum.
Síðan var öðrum bringuhlutanum skipt í tvent og skorin mjög þunt og sett inn í hamborgarabrauð með einhverju gúmmelaði og dugði hún í 2 andaborgara sem voru að sögn snáða ummm mjög ljúffengir.Pappinn var bara með andabringur og karteflur og grænmeti á sýnum disk en fannst líka maturinn ljúffengur :-)
Síðan þegar pabbinn háttaði snáða þá sagði hann þessi frábæru orð.
Pabbi þetta var sko góður dagur og þegar ég verð stór ætla ég að vinna á sjúkrabíl og eiga riffilbysu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Góður dagur hjá feðgum smá saga

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 19 Feb 2015 22:26

Hann Binni er alveg frábær svona smá spes eins og pabbinn ;) :P
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Góður dagur hjá feðgum smá saga

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Feb 2015 23:10

Ekki gleyma tíkini hún var alveg brjáluð þegar hún fékk ekki að sækja þennan :-)
https://www.youtube.com/watch?v=BzOqRhc ... e=youtu.be
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 1
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Góður dagur hjá feðgum smá saga

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 20 Feb 2015 19:01

:D :P ;)
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Góður dagur hjá feðgum smá saga

Ólesinn póstur af karlguðna » 20 Feb 2015 19:06

:lol: :lol: :lol: :lol: takk fyrir frábæra sögu,,,, peijinn er efnilegur,, :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara