Heyrnaskaði veiðimanna, varnarorð

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Haglari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:
Heyrnaskaði veiðimanna, varnarorð

Ólesinn póstur af Haglari » 12 Mar 2015 18:54

Sæl verið þið

Þetta er eitthvað sem margir reynsluboltar hérna kannast við. En þar sem ég er lýsandi dæmi um að þessi vísa er aldrei of oft hveðin er hérna nokkur varnar orð fyrir nýjar hetjur í sportinu frá manni sem er búinn að brenna sig!

Ég er semsagt rétt að verða 32 ára gamall og fékk staðfest fyrir nokkrum vikum að ég er með varanlegan heyrnaskaða á báðum eyrum. Ég vinn í hljóðlátu umhverfi þannig að skotveiðar og skotæfingar seinustu 12 ár + er það eina sem kemur til greyna. Heyrnaskaði af þessu tagi læðist aftan að manni, maður heldur að maður sé að spila þetta öruggt en allt í einu, eftir kanski 10 ár tekur maður eftir að talskilningur hefur minkað hressilega. Þegar talskilningur minkar gerir maður sér ekki alveg greyn fyfir því að vandamálið er hjá manni sjálfum og fer ósjálfrátt að kenna öðrum eða aðstæðum um. Öll þau skipti sem ég hef verið við skotæfingar, nota ég nánast undantekningalaust heyrnahlífar. Við skotveiðar hinsvegar hef ég ekki áður notað heyrnahlífar (það breytist núna) af þeirri einföldu ástæðu að ég vill vera var við umhverfið. Þarna liggja mín mistök, ég er enginn ofurveiðimaður, veiði bara fyrir sjálfan mig. Skothvellir við veiðar hafa verið margfallt færri en við æfingar og líka lengra á milli þeirra. Þessvegna hélt ég að ég væri að spila þetta rosalega öruggt.... en óboy hafði ég rangt fyrir mér!

Og hvernig lýsir síðan svona "háfaða" heyrnaskaði sér. Ég heyri mjög vel að það er verið að tala við mig, ég heyr mjög vel í öllum fuglum, ég heyri mjög vel í kæliviftunni í tölvunni við hliðinna á mér. En! þegar að það er bætt við einhverjum háfaða, einhverjum klið eins og frá sjónvarpi, útvarpi, inni í bíl á ferð, mannmergð eða bara einhverskonar kliður þá minkar talskilningur svakalega þótt ég heyri greynilega að það er verið að tala við mig. Það er doldið kjánalegt að þurfa að biðja fólk um að endurtaka 2,3 jafnvel oftar bara af því að maður skilur ekki hvað viðkomandi er að segja, jafnvel þótt að viðkomandi tali skýrt.

Allur heyrnaskaði er varanlegur, það er vissulega fullt af fólki í verri málum en ég og það þíðir ekkert að leggjast á grúfu og væla yfir þessu, heldur bara passa upp á þá heyrn sem ég á eftir.

Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti, eða hugsanlega að gera sömu mistök og ég! heyrnahlífar þurfa núna að verða ykkar besti vinur þegar að þið eruð að skjóta!

Að lokum þá er hérna niðurstöðurnar úr heyrnamælingunni. Bláa línan er vinstra eyrað, rauða línan er hægra eyrað. Þessar línur eiga að vera nokkurnvegin beinar!
Mynd
Síðast breytt af Haglari þann 12 Mar 2015 19:00, breytt 2 sinnum samtals.

Haglari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Heyrnaskaði veiðimanna, varnarorð

Ólesinn póstur af Haglari » 12 Mar 2015 18:57

Það má kanski bæta við þetta að á þessum forsendum sendi ég umsókn um leyfi til að kaupa hljóðdeyfi niður í kópavog. Ég sendi bæði mælinguna hérna að ofan ásamt því að senda líka með því umsögn umhverfisstofnunar um hljóðdeyfa...... svarið barst seint og var einfalt, einungis meindýraeyðar fá leyfi hljóðdeyfum. Mér finnst það súrt að einungis meindýraeyðar fá að vernda heyrn sína og nærstaddra!

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Heyrnaskaði veiðimanna, varnarorð

Ólesinn póstur af gkristjansson » 12 Mar 2015 19:23

Heyr, heyr!

Ég var líka þannig að ég hélt að þetta væri bara "kjaftæði" um heyrnarskemdirnar en ég get sjálfur tekið undir það sem Óskar er að segja "Þetta er ekkert kjaftæði"!

Þessa dagana þá reyni ég oftast að vera með heyrnarhlífar (þó ekki alltaf, mín mistök) en stundum er "of seint um rassinn gripið". Skemmdirnar verða ekki aftur teknar.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Heyrnaskaði veiðimanna, varnarorð

Ólesinn póstur af karlguðna » 12 Mar 2015 21:05

Sama hér ,,, fór í heyrnamælingu að kröfu konunnar sem er orðin leið á orðinu HA,,, og sú sem mældi spurði bara hreint út hvort ég væri að skjóta ? er ekki hægt með einhverju sameiginlegu átaki hægt að vekja þessa kóna sem þessu ráða af værum blundi ? þetta er bara réttlætismál og hreint út sagt eitthvað "lasið" við það að banna hljóðkúta ,, :cry: :evil:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Heyrnaskaði veiðimanna, varnarorð

Ólesinn póstur af johann » 13 Mar 2015 17:54

Ég er einn svona með varanlegan heyrnarskaða í kringum 3-4khz eins og þú, meira á vinstra en hægra.
Ég ræddi þetta atriði við eyrnalækni í janúar og spurði hvort þeir gætu ekki beitt sér eitthvað, þ.e. eyrnalæknarnir við að ýta undir að þeir sem vildu gætu notað hljóðdempara. Hann benti á heyrnar og talmeinastöðina og tók ekki vel í að mótívera eyrnalækna - vildi sem minnst af þessu vita.

Í nýju lögunum (sem ennþá eru föst í allsherjarnefnd) er sérstaklega metið þetta heilsuverndarviðhorf. Þingmaðurinn sem var gerður að umsjónarmanni laganna hætti og þetta virðist ætla að daga uppi.

Reyndar fyndist mér að banna ætti hlaupbremsur á skotsvæðum; það er ekki skemmtilegt að skjóta við hliðina á gaur með magnum hylki og hlaupbremsu sem beinir þrýsting (og hljóði) aftur og til hliðar.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Heyrnaskaði veiðimanna, varnarorð

Ólesinn póstur af karlguðna » 13 Mar 2015 20:19

Sammála síðasta ræðumanni,,,,,,,, þetta er fáránlegt að þurfa að byðja um leifi fyrir þessum verkfærum, ég bara hef ekki gáfur til að skilja þetta kjaftæði,,, bara sorrí stína ,,,,,,, :evil: :evil: :evil: :evil: :evil: :evil: :evil: :evil:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Heyrnaskaði veiðimanna, varnarorð

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Mar 2015 18:56

Sælir.

Þetta er afskaplega kunnuglegt graf sem Óskar setur inn, ég er einmitt með skerta heyrn um 4kHz á hægra eyra. Ólíkt Óskari þá vinn ég hins vegar í miklum hávaða, með 7500hp díselvél hamrandi við hliðina á mér hálfan vinnudaginn svo það er kannski erfitt að skella skuldinni á eitthvað eitt en eftir sem áður þá var fyrsta spurning frá lækninum eftir prófið; hefur þú stundað skotveiðar ? svo það var greinilega "trend" í þessu sem hann kannaðist við.
En þetta er góð aðvörun hjá Óskari, sérlega til þeirra sem eru að byrja. Það er nú komið yfir aldarfjórðung síðan ég byrjaði að skjóta að einhverju gagni og þá talaði enginn um heyrnarhlífar eða heyrnarskaða svo þetta var eitthvað sem maður var ekkert að hugsa út í fyrr en löngu síðar....og þá of seint... svo það er rétt að vara þá við sem eru að byrja í þessu sporti.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara