Hérar á Íslandi?

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hérar á Íslandi?

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Mar 2012 11:24

Hefur einhver skoðað eða velt fyrir sér innflutning á hérum, t.d. heimskauta héra (Artic Hare) en hann lifir góðu lífi á Grænlandi eða fjallahéra (Mountain Hare) sem lifa góðu lífi í Færeyjum en þeir voru fluttir þangað árið 1854.

Hérar er um margt ólíkir kanínum að því leyti að fæðuval er annað og veldur hérinn ekki eins miklu tjóni á plöntum og trjám, heldur borðar hann meira gras og ætti því líka auðveldara að finna sér fæði á Íslandi.

Þekki ekki kosti eða galla, en hafa hérar verið taldir vandamál annarstaðar? Eru ekki kanínur mun skæðari?

Væri þetta ekki bara góð viðbót við fánu Íslands og myndi bjóða upp á fjölbreyttari villibráð?


Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hérar á Íslandi?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Mar 2012 20:15

Það rifjast upp fyrir mér við að sjá þetta frá þér Magnus að einhverntíman voru fluttir snæhérar til Íslands, held að það hafi verið á svipuðum tíma og hreindýrin voru flutt til landsins seint á 18 öldinni.
En þessir snæhérar lifðu ekki af hér, en síðan er ákvæði í íslenskum lögum um að veiðar á snæhérum séu bannaðar á Íslandi :D
Viðhengi
IMG_6865.JPG
Maríus með einn grænlenskan
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 21 Mar 2012 22:10, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Hérar á Íslandi?

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 21 Mar 2012 20:40

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2912

Sauðnaut væru prýði í landinu og gaman að ná sér tudda í matinn. Þó að illa hafi gengið á síðustu öld að koma þeim hingað, þá mætti athuga hvort gengi betur núna.

Og svo auðvitað hreindýr um allt land. Það er allt að fara á kaf í sinu.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hérar á Íslandi?

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Apr 2012 11:45

Já, þetta hefur þá verið reynt fyrir margt löngu. Spurning af hverju það hafi ekki heppnast? Maður hugsar að hérinn ætti erfitt uppdráttar vegna tófunnar, en ef hann næði einhverju lágmarki ætti hann að spjara sig. Ætli Skotvís hafi eitthvað unnið í þessum málum?

Sama á við um sauðnautið.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Falk65
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:06 Oct 2014 11:59
Fullt nafn:Guðmundur Falk

Re: Hérar á Íslandi?

Ólesinn póstur af Falk65 » 06 Oct 2014 12:04

Snæhérinn var út í viðey og lifði fínu lífi þreifst mjög vel og dafnaði hraðar en á Grænlandi og í Færeyjum

hann varð aðgangsharður við varpið í Viðey og því var þeim fargað en ég man eftir ehimild að síðustu Snæhérar á Íslandi hafi verið skottnir villtir í nánd við Sólheimajökul á Péturseyjarsvæðinu finn hana samt ekki lengur en gæti verið minnst á það í bók Egils J Stardal

Svara