Síða 1 af 1

Draumacaliberið

Posted: 02 Oct 2015 19:12
af Morri
Þar sem leiðinlega lítið er af veiðimyndum hér, þá smelli ég einni inn.

Skotið yfir hól, fyrir tilviljun með .308

Re: Draumacaliberið

Posted: 02 Oct 2015 19:20
af gylfisig
Hahh.. þetta er ekki hægt með 308. Hun hefur verið sofandi við hlaupendann (:

Re: Draumacaliberið

Posted: 02 Oct 2015 20:15
af Sigurður
Er það ekki einmitt það sem hægt er að gera með 308 , " skjóta yfir hól" allavega samkvæmt sumum kenningum um kúluferli :P

Sigurður Ólafsson
emstrur@hive.is

Re: Draumacaliberið

Posted: 02 Oct 2015 21:49
af Sveinbjörn
222rem. hagkvæmt að reka og hlaupin duga nokkra ættliði.

2506 Gott í alla veiði á Íslandi.

6.5x55 kóngurinn í Svíþjóð sagði það vera best og í okkar minnimáttarkend gagnvart frændum vorum tökum við því sem heilögum sannleik.

308Win fyrir þá sem hafa burði til að hafa sjálfsstæða skoðun.

Re: Draumacaliberið

Posted: 02 Oct 2015 22:21
af gylfisig
Ég er buinn ad eiga gamlan Otterup markriffil i nokkur ár. .22 LR með gatasigtum. Því miður er ég með mikið skerta sjón, eftir slys á hægra auga, þannig ad ég hef ekki getað notað gatasigti á rifflum. Fékk um daginn gamlan kíki af Lyman gerð með 25 x stækkun. Passar rifflinum líka vel :D
Riffillinn skaut bara ljómandi vel, þegar ég var ad prófa hann á 50 m.
Ég var langt kominn með að skjóta 10 skota grúppu, þegar óhræsis geitungur settist á blaðið. Ég stóðst ekki freistinguna, og eyðilagði grúppuna. Tók helvítið klárlega i banakringluna :D :D

Re: Draumacaliberið

Posted: 03 Oct 2015 03:31
af Veiðimeistarinn
Drauma caliberið, já það má nú segja með sann, suma nefninlega dreymir um eiginleika tiltekins calibers :lol:

Re: Draumacaliberið

Posted: 03 Oct 2015 10:55
af Morri
Alveg merkilegt hvað þessir bangsar eru að þvælast framan við hlaupið