Óvænt veiði mitt í elgtímabilinu tekur engan endi.

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
Einar P
Póstar í umræðu: 3
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð
Óvænt veiði mitt í elgtímabilinu tekur engan endi.

Ólesinn póstur af Einar P » 27 Oct 2015 22:03

Síðasta föstudags morgun var ég að pakka fyrir stokhólmsferð þegar nágranni minn hringdi og sagði mér að Gaupa væri að drepa kind frá mér.
Ég fór ásamt syninum að gá og mikið rétt þegar við komum var gaupan greinilega búinn að drepa eina rollu og var að rífa í hana.
20151023_112137 (300x169).jpg
rollan
20151023_112137 (300x169).jpg (103.2KiB)Skoðað 1697 sinnum
20151023_112137 (300x169).jpg
rollan
20151023_112137 (300x169).jpg (103.2KiB)Skoðað 1697 sinnum
Við fórum aftur heim og ég sótti riffilinn. Á sama tíma reyndi ég að ná sambandi við Länsstyrelsen(sýsluyfirvöld sem stjórna meðal annars veiðum) til að fá leyfi til að skjóta gaupuna en ég náði ekki í rétta aðila, einnig reyndi ég að hringja í lögregluna en þar var ekki einu sinni svarað í síma.
Ég fór til baka að túninu þar sem rollurnar eru og fann mér stuðning fyrir riffilin á grein á birkitré og miðaði en áður en ég skaut fór ég yfir möguleikana. Að skjóta gaupu utan veiðitíma getur þýtt sviftingu byssuleyfa og allt að tveggja ára fangelsi en það er til undanþága ef rándýrið er að ráðast á búfénað, einnig sá ég fyrir mér að ég færi ekki til Stokkhólms þann dagin. En það var jafn öruggt að ef ég skyti ekki myndi þessi gaupa koma seinna og sækja fleiri ær. Þannig að ég skaut.
20151023_140313 (300x169).jpg
Lon före besiktning
20151023_140313 (300x169).jpg (98.05KiB)Skoðað 1697 sinnum
20151023_140313 (300x169).jpg
Lon före besiktning
20151023_140313 (300x169).jpg (98.05KiB)Skoðað 1697 sinnum
Færið var ca 200m og eftir skotið hentist gaupan sirka 2-3 metra upp í lofið og tók síðan okkur hopp í viðbót þannig að ég vissi að ég hafði hitt en samt komst hún í burtu. Ég eltit hana inn í skógin og reyndi að fynna hana en hún náði að fela sig þannig að ég fór heim til að reyna að ná í eftirleitarhund og tilkinna skotið til länsstyrelsen. Þegar ég loksins náði í þá og fékk vita að þeir yrðu komnir eftir einn til tvo tíma, til að skrásetja bæði árás gaupunar á kindina og mitt skot á gaupuna, ákvað ég að fara aftur og leita að gaupunni þar sem félagar mínir voru á elgveiðum og sá hundur því upptekin.
Eftir mikil ævintýri með tíndum síma og öðru veseni fann ég gaupu greiðið þar sem hún var búinn að fela sig undir kletti og föllnum trjám. þar gat ég á ca 5 metra færi skotið hana með haglarnum sem é fór með mér út í skógin.
2015-10-23 17.56.24 (300x169).jpg
Lo äfter besiktning
2015-10-23 17.56.24 (300x169).jpg (74.3KiB)Skoðað 1697 sinnum
2015-10-23 17.56.24 (300x169).jpg
Lo äfter besiktning
2015-10-23 17.56.24 (300x169).jpg (74.3KiB)Skoðað 1697 sinnum
Síðan komu eftirlitsmennirnir frá länsstyrlsen og skoðuðu kindina til að staðfesta að hún hefði verið drepin af gaupunni og við sóttum gaupuna út í skóg og þeir fóru með hana eða reyndar hann því þetta var stórt karldýr.
Ég og restin af fjölskyldunni komumst til stokkhólms dagin eftir og komum heim í kvöld, fínasta ferð en ég fæ vonandi að vita núna í vikunni hvort þetta er síðasta veiðin mín í svíþjóð eða hvort þeir samþykkja undanþágugreinina í veiðilögunum, hvort það verður pósturinn eða lögreglan sem kemur með niðurstöðuna.
Síðast breytt af Einar P þann 30 Oct 2015 07:39, breytt 4 sinnum samtals.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Óvænt veiði mitt í elgtímabilnu.

Ólesinn póstur af skepnan » 28 Oct 2015 13:15

Sæll Einar, það eru greinilega aðeins öflugri dýrbítar þarna hjá ykkur en hérna heima á skerinu :o ;)
Vonandi sýna þeir þér skilning á aðstæðum og refsa þér ekki fyrir þetta. Er ekkert um það í lögum þarna, að bóndi þurfi að vernda bústofn sinn fyrir rándýrum?
Vonum að allt fari á besta veg.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Einar P
Póstar í umræðu: 3
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Óvænt veiði mitt í elgtímabilinu.

Ólesinn póstur af Einar P » 28 Oct 2015 17:54

Sæll Keli.
Jú það er ákvæði um að maður megi verja sig en þeim fannst að ég hefði ekki gert nóg í að fæla hana burt. Ég heyrði í öðrum eftirlitsaðilanum í morgun og það lýtur vel út með að ég fái þetta samþykkt og sleppi við ákæru. Þetta eru reyndar frekiar stórir kettir þessi var rúmur meter á lengd og rúmir 60 cm á herðakamb, svolítið stærri og öflugri en dýrbítarnir á íslandi.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

Einar P
Póstar í umræðu: 3
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Óvænt veiði mitt í elgtímabilinu teku ewngan endi.

Ólesinn póstur af Einar P » 29 Oct 2015 18:37

Seinnipartin í dag kom Krónhjartar kú út á eitt tún á veiðisvæðinu hér hjá okkur og auðvitað varð ég að gá hvort ég gæti ekki náð henni.
20151029_160155 (300x169).jpg
20151029_160155 (300x169).jpg (100.1KiB)Skoðað 1439 sinnum
20151029_160155 (300x169).jpg
20151029_160155 (300x169).jpg (100.1KiB)Skoðað 1439 sinnum
Þetta eru þokkalega stór hjarardýr og gaman að hafa eitt svona í frystinum.
20151029_173551 (169x300).jpg
20151029_173551 (169x300).jpg (74.46KiB)Skoðað 1439 sinnum
20151029_173551 (169x300).jpg
20151029_173551 (169x300).jpg (74.46KiB)Skoðað 1439 sinnum
Slaktviktin vea 102 kg. og hún var skotin með 30-06 eins og allt annað sem ég veiði og færið var sirka 80 m.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

Svara