Sumarlogn

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Sumarlogn

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 14 Jul 2016 23:19

Hér á skyttu spjalli er sumarlogn og fátt er um fréttir og viðburði.

Vonadni sér Veiðimeistari sér fært að viðhalda hefð fyrri ára og fræða okkur um veiði dagsins :shock: :shock:

Svo má lifa í þeirri von að hefðbundin umræða um gæði skota og ágæti calibera haldi áfram svona á svipaðan hátt og verið hefur.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Sumarlogn

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 Jul 2016 22:26

Já þetta er hálf þurrt, þrátt fyrir úrhellið hér fyrir utan.

En ég get þó frætt menn um að það voru felldir tveir tarfar í Seldal á svæði 5 í nótt og voru veiðimenn frekar sáttir um 6 leytið komnir með dýrin niður að fararskjótunum.
Annars er ég sjálfur ekki að fara á veiðar fyrr en um miðjan ágúst, þannig að mín saga verður að bíða.

Veiðimeistarinn er í fullri vinnu á sjóstangveiðimóti Sjónes og fer ekki í efra fyrr en líða tekur á mánuðinn, að hans sögn.

Kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Sumarlogn

Ólesinn póstur af petrolhead » 17 Jul 2016 09:46

Rétt er það hjá þér Sveinbjörn að það hefur verið sama lognið hér á spjallinu og veðrinu það sem af er sumri, en ég hef nú fulla trú á að veiðimeistarinn standi sig í stykkinu og sendi okkur hreindýrafréttir þegar hann er hættur að dorga svo við bíðum bara fullir eftirvæntingar :shock:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Sumarlogn

Ólesinn póstur af BrynjarM » 29 Jul 2016 00:38

Það er svo langt í að ég fari til hreindýraveiða að mig bráðvantar að fá veiðifréttir til að halda hleðslunni. Þetta er alltof rólegt en það er svo sem lítið liðið á tímabilið. Veiðimeistarinn hefur síðustu ár haldið úti skemmtilegasta þræðinum og vona ég að hann haldi því áfram.
Brynjar Magnússon

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Sumarlogn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jul 2016 13:47

Já, já.
Ég er kominn af sjóstangveiðimóti Sjónes, búin að vera á haus í hreindýraleiðsögn og rigningu.
Ennnnnnn, jú það fara að flæða yfir myndir frá mér, þegar ég hef tíma, sem vonandi verður óðara !
Viðhengi
IMG_2824.JPG
Vaknaður og sestur við tölvuna, þá fer vonandi eitthvað að gerast.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Sumarlogn

Ólesinn póstur af gylfisig » 29 Jul 2016 19:37

Er kallandskotinn kominn med hárkollu? :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Sumarlogn

Ólesinn póstur af sindrisig » 29 Jul 2016 21:47

Mikið asskoti er ég ánægður með Moggabollann og mussuna. Sé að það er búið að skipta út Coke Light... hvað er þetta eiginlega Siggi?
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Sumarlogn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Jul 2016 10:46

Sindri, athugull alltaf, þetta er litla systkini Coke light, Coke zero í Euro2016 umbúðum !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara