Síða 1 af 1

Sumarlogn

Posted: 14 Jul 2016 23:19
af Sveinbjörn
Hér á skyttu spjalli er sumarlogn og fátt er um fréttir og viðburði.

Vonadni sér Veiðimeistari sér fært að viðhalda hefð fyrri ára og fræða okkur um veiði dagsins :shock: :shock:

Svo má lifa í þeirri von að hefðbundin umræða um gæði skota og ágæti calibera haldi áfram svona á svipaðan hátt og verið hefur.

Re: Sumarlogn

Posted: 15 Jul 2016 22:26
af sindrisig
Já þetta er hálf þurrt, þrátt fyrir úrhellið hér fyrir utan.

En ég get þó frætt menn um að það voru felldir tveir tarfar í Seldal á svæði 5 í nótt og voru veiðimenn frekar sáttir um 6 leytið komnir með dýrin niður að fararskjótunum.
Annars er ég sjálfur ekki að fara á veiðar fyrr en um miðjan ágúst, þannig að mín saga verður að bíða.

Veiðimeistarinn er í fullri vinnu á sjóstangveiðimóti Sjónes og fer ekki í efra fyrr en líða tekur á mánuðinn, að hans sögn.

Kv.

Re: Sumarlogn

Posted: 17 Jul 2016 09:46
af petrolhead
Rétt er það hjá þér Sveinbjörn að það hefur verið sama lognið hér á spjallinu og veðrinu það sem af er sumri, en ég hef nú fulla trú á að veiðimeistarinn standi sig í stykkinu og sendi okkur hreindýrafréttir þegar hann er hættur að dorga svo við bíðum bara fullir eftirvæntingar :shock:

MBK
Gæi

Re: Sumarlogn

Posted: 29 Jul 2016 00:38
af BrynjarM
Það er svo langt í að ég fari til hreindýraveiða að mig bráðvantar að fá veiðifréttir til að halda hleðslunni. Þetta er alltof rólegt en það er svo sem lítið liðið á tímabilið. Veiðimeistarinn hefur síðustu ár haldið úti skemmtilegasta þræðinum og vona ég að hann haldi því áfram.

Re: Sumarlogn

Posted: 29 Jul 2016 13:47
af Veiðimeistarinn
Já, já.
Ég er kominn af sjóstangveiðimóti Sjónes, búin að vera á haus í hreindýraleiðsögn og rigningu.
Ennnnnnn, jú það fara að flæða yfir myndir frá mér, þegar ég hef tíma, sem vonandi verður óðara !

Re: Sumarlogn

Posted: 29 Jul 2016 19:37
af gylfisig
Er kallandskotinn kominn med hárkollu? :D

Re: Sumarlogn

Posted: 29 Jul 2016 21:47
af sindrisig
Mikið asskoti er ég ánægður með Moggabollann og mussuna. Sé að það er búið að skipta út Coke Light... hvað er þetta eiginlega Siggi?

Re: Sumarlogn

Posted: 30 Jul 2016 10:46
af Veiðimeistarinn
Sindri, athugull alltaf, þetta er litla systkini Coke light, Coke zero í Euro2016 umbúðum !