Ísbirnir

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16
Ísbirnir

Ólesinn póstur af BrynjarM » 19 Jul 2016 12:35

Jæja þá er hafið blessað fárið sem fylgir ísbjarnakomum hingað til lands. Bestur þótti mér sá sem vildi sleppa öllum björnum sem hingað kæmu lausum á Vatnajökli svo þeir gætu myndað fjölskyldur. Þeir gætu þá lifað á ferðamönnum benti annar á.
Ekki skulum við þó karpa um það hvað gera skuli við þá blessaða hér á þessum þræði. Geri nú reyndar ráð fyrir að flestir hér séum við þó sammála.
Þar sem spjallið er þó með því daufasta hér um stundir má þó kannski ræða það með hvernig græjum birnir hafi verið skotnir sem hingað hafa rataða á síðustu áratugum. Þá væri gaman ef menn gætu deilt einhverju hér inn tengt ísbjarnaveiðum.
Man að í bókunum um Skotveiðar á Íslandi var talað við Kjartan sem skaut björn á Hornströndum á sjöunda eða áttunda áratugnum með 22lr riffli.
Á veiðisýningu hjá Palla á Stokkseyrarbakka fyrir nokkrum árum voru mættir skagfirskir skotveiðimenn og sýndi einn Sauer 202 riffil í 375 H&H (minnir mig) sem hann felldi björn með á Skagaheiðinni 2008. Annar var svo felldur með Browning í 222. Rem að mig minnir.
Það væri gaman að heyra frá þeim sem til þekkja.
Landsþekktir fýlupúkar hafa verið að agnúast yfir því að menn skuli taka og birta myndir af sér með föllnum björnum. Virðast ekki hafa skilning á því að þetta sé nú ekki hversdagslegur viðburður sem menn vilja gjarnan minnast. Væri gaman ef einhverjir hér á vefnum hefðu afrekað slíkt og vildu deila með okkur reynslusögum.
Brynjar Magnússon

BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Ísbirnir

Ólesinn póstur af BrynjarM » 21 Jul 2016 18:25

Heyrði í einum félaga hér á spjallinu sem er öllum hnútum kunnugur er kemur að ísbjarnaveiðum á Íslandi. Sagði hann mér að sá síðasti hefði verið felldur með 243 Win. Einn hefði verið felldur fyrir nokkrum árum með 375 H&H og svo hefði einn verið tvískotinn með að honum minnti 6,5x284 og 308 Eins og gefur að skilja þá nota menn það sem til er því ekki eru þetta nú veiðar sem menn stunda að staðaldri.
Því er kannski við að bæta að félagi minn einn skaut björn á Grænlandi og notaði til þess 6,5x68
Brynjar Magnússon

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Ísbirnir

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 22 Jul 2016 00:37

6mm/243 rokkar einfaldlega.. Þarf ekkert meira á Íslandi :D
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Svara