Stóra veiðihátíðin 2016

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Stóra veiðihátíðin 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Sep 2016 10:24

Ég fékk þetta sent frá Rósu og fannst rétt að pósta þessu hér.


Stóra veiðihátíðin 2016

Hátíð veiðimannsins, Stóra veiðihátíðin 2016, verður haldin á Egilsstöðum dagana 3. – 6. nóvember.

Fyrir hverja?
Veiðihátíðin er fyrir þá sem unna og hafa ástríðu fyrir veiðum, hvort sem um er að ræða stang- eða skotveiði. Hún er einnig fyrir allan almenning sem vill kynnast margbreytilegum útbúnaði og græjum og fræðast um dásemdar og leyndardóma veiðimennskunnar. Stóra veiðihátíðin er haldin í byrjun nóvember, þar sem þá er veiðiskap þessa árs að ljúka og því er hér um nokkurs konar uppskeruhátíð að ræða, en um leið eru margir að byrja að huga að og skipuleggja veiðar og ævintýri næsta árs.

Hvað gerist?
Hátíðin fer að mestu leyti fram í Valaskjálf og verður dagskrá hennar fjölbreytt og skemmtileg. Alla dagana þrjá verður hægt að sækja námskeið eða hlýða á fyrirlestra, s.s. um veiðihundaþjálfun, úrbeiningu hreindýra, villibráðarvín,fluguhnýtingar og flugukast, bogskotfimi ofl.

En á veiðihátíðinni gefst aðilum einnig tækifæri til að kynna og selja vörur sem eiga erindi til veiðimannsins. Vonast er tilað þessi þáttur hátíðarinnar geti orðið stór og spennandi enda fjölmargir lýst áhuga á þátttöku. Þeir sem vilja selja eða kynna vörur sínar stendur til boða að leigja sérstaka sýningarbása. Verð á básum er:
- 4 fm 48.000 kr.
- 6 fm 72.000 kr.
- 8 fm 96.000 kr.
- 10 fm 120.000 kr.
- 12 fm 143.000 kr.
Hver bás er aðgreindur með sýningarkerfi. Innifalið í verðinu er stóll, borð, lýsing og merking á básnum. Þeir sem vilja leigja bás á sýningunni verða að staðfesta það fyrir 17. október í síma 861 0220 eða netfangið rosa31276@gmail.com

Aðilar sem einungis vilja kynna vörur og gera ekki ráð fyrir kynningarefni sem hengja þarf upp, stendur til boða gjaldfrjáls afnot af borði.

Stóru veiðihátíðinni lýkur með glæsilegu villibráðahlaðborði og dansleik á laugardagskvöldinu í Valaskjálf.

Hvernig á að skrá sig?
Þeir sem áhuga hafa á að kynna eða selja vörur á Stóru veiðihátíðinni 2016, eða taka þátt í henni með öðrum hætti,hafi samband við Rósu Elísabetu Erlendsdóttur í síma 861 0220 eða netfangið rosa31276@gmail.com
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Stóra veiðihátíðin 2016

Ólesinn póstur af iceboy » 25 Sep 2016 13:29

Þettar er snilldar tímasetning, önnur helgi i rjúpu!!!!
Árnmar J Guðmundsson

Svara