Síða 1 af 1

Elgveiðar 2016

Posted: 27 Sep 2016 10:09
af Einar P
Síðustu helgi byrjaði elgveiðin hjá mér með árlegri veiðiferð á veiðilendur fjölskyldunar i lapplandi. Í ár gekk okkur að minnstakosti betur en síðustu 10 árin og fengum 4 dýr á tveimur dögum og av þeim skaut ég tvö á laugardeginum. Þetta eru fyrstu dýrin sem ég hef skotið þarna, veiðilukkan hefur haldið sig á heimaslóðum niður við hafið (ef maður getur kallað eystrasaltið haf). Kanski hefur nýr riffill og kíkir breytt lukkunni ( tikka t3x 30-06 og zeizz conqvest 3-12) Það góða við að veiða á þessum slóðum er að við höfum aðgang að þyrlu til að flytja elgana heim á bæ enda yfir vatn að fara sem er ca 2 x 40 km að stærð. Það var gaman að koma heim eftir frábæra veiðihelgi með hálfan elg á pallinum sem hangir núna úti í hesthúsi bíður eftir að ég úrbeini. Á myndinni sést hvar þyrlan hvefur með báða elgana frá mínu passi en sá seinni fór inn í birkiskóginn og þess vegna var erfitt að ná góðum myndum. 10 oktober byrjar veiðin hérna heima og þar höfum við kvóta á tvö fullorðin dýr og tvo kálfa, kemur í ljós hvor það verð ég eða einhver af veiðifélögunum sem nær þeim.


hele 11.jpg

Re: Elgveiðar 2016

Posted: 15 Nov 2016 14:49
af Einar P
Stundum er heppnin með manni og þó þetta hafi verðið hálfgerð aktu taktu veiði hjá mér i gær þá er það bara allt í lagi stundum. Ég þurfti að skreppa heim í vinnuni og sækja stiga en á leiðinni til baka sá ég rádýr út á túni og ákvað þegar að snúa við og sækja riffilin, það var jú bara ca kílometer heim. Þegar ég kom til baka voru dýrin búinn að færa sig en ég fann þau og náði að skjóta eitt og var komin aftur í vinnuna bara rúmum hálftíma eftir að ég fór af stað að sækja stigan. Núna hangir einn rádýrs tuddi úti í hesthúsi og gleðin er næstum taumlaus því að þó kistan sé full af elg, krónhyrti og eigin ræktuðu lambakjöti þá er ekkert af þessu sem slær við rádýrinu.
PS. eigum eftir einn fullorðin elg og einn kálf af úthlutuninni en það kemur hef út janúar til að ná þeim.
rådjur-2.jpg
rådjur-2.jpg (45.67KiB)Skoðað 5204 sinnum
rådjur-2.jpg
rådjur-2.jpg (45.67KiB)Skoðað 5204 sinnum

Re: Elgveiðar 2016

Posted: 15 Nov 2016 22:08
af karlguðna
Flottur :mrgreen: :mrgreen: maður er svolítið eins og þessi broskall . grænn af öfund :lol: :lol:

Re: Elgveiðar 2016

Posted: 17 Nov 2016 12:02
af maggragg
Gaman að fylgjast með þessu. Einn daginn á maður eftir að fara að veiða erlendis...